Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1972, Page 9

Frjáls verslun - 01.04.1972, Page 9
Erlendir laxveiðimenn borga 22.000 kr. fyrir daginn Heildarvelta SVFR áætluð 35 millj. kr. á árinu Stangaveiðifélag Reykjavík- ur hefur beitt sér fyrir að laða bandaríska stangaveiðimenn til fslands í sumar, og hefur þeim verið gefinn kostur á að veiða lax í Norðurá. Borga þeir 22.000 krónur fyrlr daginn í ánni. í því er innifalin þjón- usta, svo sem fæði, leiðsögu- menn og akstur milli Reykja- víkur og árinnar. Af jicssu verði fær ferðaskrifstofa, sem selur laxveiðiferðina, 20% í umboðslaun. Það eru 11 stengur á tíma- bilinu 27. júní til 9. ágúst, sem seldar verða vestan hafs. Að sögn Ásgeirs Ingólfssonar hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur eru það tvær ferðaskrifstofur í New York, ein í Chicago og önnur í Pittsburg, sem selja þessar ferðir. Munu þær senda hingað 70 veiðimenn á þessu sumri. Ástæðan fyrir því, að Stangaveiðifélagið hefur snúið sér til erlendra aðila með sölu á laxveiðileyfum í Norðurá, er sú, að leigan á ánni hefur hækkað gífurlega eftir endur- skoðun á leigusamningi við landeigendur, sem lauk í jan- úar. Gjaldið, sem nú gildir, er 7 milljónir fyrir árið, en var í fyrra 2 milljónir. Innlendir laxveiðimenn, sem hyggjast fara í Norðurá í sumar, þurfa að greiða allt að 7900 krónum Þrátt fyrir aukna samkeppni um • útlit, sem Morgunblaðið heyir við hin dagblöðin eftir að offsetprentsmiðja Blaða- prents tók til starfa, hefur auglýsingum í Morgunblaðinu fjölgað stöðugt upp á síð- kastið. Vakti það athygli fyrir iskömmu, er 2. síða blaðsins, sem er ein af hefðbundnum fréttasíðum þess, var hálffyllt af auglýsingum. En það eru ekki aðeins aug- lýsingarnar, sem aukizt hafa, heldur er það athyglisvert, að þetta stærsta blað landsins hef- ur jafnt og þétt bætt við sig áskrifendum á síðustu mánuð- um, þannig að í febrúar sl. bættust t. d. við 600 nýir áskrifendur að blaðinu. Fjölg- un áskrifenda Morgunblaðsins nam um 5% í fyrra, sem er veruleg aukning miðað við þá útbreiðslu, sem blaðið hafði fyrir. Morgunblaðsmenn bíða þess nú með eftirvæntingu að eintakafjöldi blaðsins nái 40.000 daglega, en mjög skammt mun vera í það. Fyr- ir fimmtán árum var upplag blaðsins um 28.000 eintök á dag. Hjá Morgunblaðinu er verið að hefja undirbúning að offset- prentun. Vélin er komin til landsins og er gert ráð fyrir, fyrir stöngina utan hins áður- nefnda tímabils, sem einkan- lega er ætlað útlendingunum. Til samanburðar má geta þess, að veiðileyfi í Elliðaánum kost- ar 2500 kr. fyrir eina stöng í hálfan dag. Fyrir rúmum fimm árum var heildarvelta SVFR innan við 2 milljónir króna árlega. Árið 1971 var veltan rúmlega 16 milljónir, en verður á yfix-- standandi rekstrarári 35 millj. Or prentsmiðju Morgun- blaðsins. að prentun í henni hefjist í sumar og verður byrjað á Les- bók, en sjálft blaðið verður að líkindum unnið í þessari nýju vél á komandi veti'i. IVIorgunblaðið senn í 40.000 eintökum FV 4 1972 9

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.