Frjáls verslun - 01.04.1972, Page 21
Greinar og viðtöl
„Hætt við ymsu óvæntu á
næstu mánuðum46
Rætt við IUagnús Jónsson bankastjóra
*
Búnaðarbanka Islands
Magnús Jónsson lét af störf-
um sem fjármálaráðherra við
valdatöku vinstri stjórnarinn-
ar í fyrra. Hann hefur nú á
nýjan leik tekið við starfi
bankastjóra í Búnaðarbankan-
um.
Frjáls verzlun ræðir hér á
eftir við Magnús um þróun
efnahagsmálanna á íslandi og
rekstur bankanna. Við báðum
hann fyrst að lýsa þróuninni
fyrir og eftir verðstöðvun:
— Þegar verðstöðvun var
komið á, lá fyrir, að meiri
kauphækkanir hefðu orðið
1970, en efnahagskerfið þyldi.
Þetta var því tilraun til að
stöðva geigvænlega verðbólgu-
þróun, sem við blasti á næstu
mánuðum. Mönnum var hins
vegar ljóst, að verðstöðvunin
gæti aldrei orðið nema tíma-
bundin ráðstöfun. Það var
gripið til hennar um sama leyti
í ýmsum nágrannalöndum okk-
ar, og hérlendis var augljóst,
að samstaða næðist ekki um
aðgerðir til að tryggja kaup-
mátt án verðbólguþróunar, þar
eð kosningar voru framundan.
Vorið 1970 höfðum við lagt til,
að kaup yrði hækkað að vissu
marki, en jafnframt kæmi til
gengishækkun vegna góðrar
stöðu framleiðsluatvinnuveg-
annaútá við, og hefði slíklausn
ekki valdið verðhækkunarþró-
un. Á þessa lausn var ekki fall-
izt, og þess vegna gripið til
verðstöðvunar. Með henni var
kaupmáttur launa tryggður,
og jafnframt tekið mið af því,
að þol atvinnuveganna yxi
vegna verðlagsþróunar erlend-
is fyrir útflutningsframleiðsl-
una. Enda varð sú raunin á,
að atvinnuvegirnir gátu tekið
á sig kostnaðarauka. En verð-
stöðvun var vitaskuld ekki
hægt að halda endalaust áfram
og láta atvinnuvegina taka á
sig allar kostnaðarhækkanir.
FV 4 1972
21