Frjáls verslun - 01.04.1972, Side 61
Til Skotlands og
Orkneyja
Auk úrvalsferða til Majorka
bjóðum við íslenzku ferðafólki
upp á mjög fjölbreytt ferða-
val til ýmissa annarra ákvörð-
unarstaða. í haust getum við
gefið viðskiptavinunum tæki-
Margrét Knstjánsdóttir
hjá Orvali.
færi til að bregða sér í vínupp-
skeruferð, þar sem landakort-
ið er lagt á hilluna, en vín-
listinn notaður í staðinn. Vín-
uppskeruferðin kynnir nokkra
af fegurstu stöðum Evrópu,
sem einmitt verða í sínum
margrómaða haustskrúða. —
Ferðin tekur hálfan mánuð og
er skipulögð í samvinnu
við Tjæreborg-ferðaskrifstof-
una dönsku. Hún hefst laugar-
daginn 9. september með flug-
ferð til Kaupmannahafnar, en
daginn eftir verður lagt upp
í langferðabíl frá Fredricia og
haldið suður yfir meginland
Evrópu.
Af öðrum nýjungum á ferða-
áætlun okkar vil ég sérstak-
lega benda á 11 daga ferð til
Skotlands og Orkneyja, en það
munu vera nokkuð mörg ár
síðan hópferð þangað hefur
verið skipulögð af hálfu ís-
lenzkra aðila.
Þessi ferð er þannig í stuttu
máli: Flogið er til Glasgow
með Flugfélagi íslands og gist
þar eina nótt. Síðan er ekið
Hvítasunnuferð til Eyja
Eins og undanfarin ár mun
m.s. Gullfoss fara til Vest-
mannaeyja um hvítasunnuna
og verður farið frá Reykjavík
að kvöldi 19. maí og komið
aftur að morgni 23. maí.
í stuttri grein er aðeins hægt
að stikla á stærstu atriðum
þeirra möguleika, sem Gull-
foss gefur í Vestmannaeyja-
ferð.
Á föstudagskvöld, eftir að
skipið er lagt af stað frá
Reykjavík og farþegar hafa
fengið hressingu í borðsölum
skipsins, verða sýndar lit-
skuggamyndir frá Vestmanna-
eyjum, og mun Árni Johnsen,
eins og undanfarin ár, útskýra
þær, en að því loknu hefst
dans í sölum skipsins eða á
þilfari, ef veður leyfir.
Þegar farþegar vakna til
morgunverðar á laugardegi,
mun skipið liggja í Vestmanna-
eyjahöfn, og þeir farþegar,
sem taka þátt í sjóstangaveiði-
mótinu, taka matarpakka sína
og halda á miðin. Að öðru
leyti er ekkert sérstakt á dag-
skrá til hádegis. Eftir hádegi
verður hins vegar farið í skoð-
unarferðir um Heimaey. Farin
verður hringferð um eyjuna,
upp í Stórhöfða, í Landakirkju,
og skoðað hið fræga lifandi
fiskasafn Eyjanna, Einnig
verður farið í Stórhöfðahelli
o. fl.
Um kvöldið verður kvöld-
sem leið liggur um Stirling,
Perth og Pitlochry, en gist
verður í Inverness. Á þriðja
degi er haldið til Thurso nyrzt
í Skotlandi. Fjórða daginn er
svo siglt til Stromness á Orkh-
eyjum og gist í höfuðstaðn-
um, Kirkwall. Næstu þrjá
heila daga verður svo dvalizt
í Kirkwall með hálfs- og heils-
dagsferðum þaðan.
Sagt er í ferðalýsingu um
Orkneyjar: „Þær voru áður
konungdómur víkinga. í dag
eru þær óspillt paradís nátt-
úrufræðinga og allra þeirra, er
vilja kynnast gamalli menn-
ingu“.
Bakaleiðin, sem tekur þrjá
daga, liggur um vestari hluta
skozka hálendisins, hjá Fort
Augustus, Loch Ness, Loch
Lomond o. fl. stöðum. Að lok-
um er svo ein gistinótt í Glas-
gow. Brottför er 21. júlí (11
dagar) og ferðin kostar kr.
24.900,00.
Ferð þessa má framlengja í
Glasgow og með litlum auka-
kostnaði til London.
Friðjón Ástráðsson
hjá Eimskip.
FV 4 1972
61