Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1972, Side 73

Frjáls verslun - 01.04.1972, Side 73
Bílar: Þróun bílaframleiðslu í heiminum Evrópulönd fram úr Bandaríkjunum Þegar við hugsum um bíla- framleiðsluna í heiminum, kem- ur okkur í hug, að Bandaríkja- menn hafi verið alvaldir í þró- uninni, en myndin verður önn- ur, ef við athugum hlutfallslega skiptingu ársframleiðslunnar og sögulegar staðreyndir. Bíllinn fæddist í Austurríki árið 1871 og endurfæddist í Þýzkalandi 1885. Hann ólst upp í Frakk- landi. Fram til aldamóta var Evrópa allsráðandi í þróun bif- reiðarinnar, en upp úr 1900 fóru Bandaríkjamenn í fullri alvöru að fá áhuga á möguleik- um bifreiða, og síðan tóku þeir forystu. Bandaríkjamenn fengu veru- legt forskot eftir fyrri heims- styrjöld, meðan Evrópa var í sárum eftir stríðið. Evrópu- menn náðu sér aftur á strik hlutfallslega upp úr 1930, þeg- ar kreppan dundi yfir Banda- ríkin, og fljótt eftir seinni heimsstyrjöldina sóttu Evrópu- menn í sig veðrið, þótt bíla- framleiðsla í þágu almennings hefði að heita mátt ekki verið nein á styrjaldarárunum. Nú hafa Evrópumenn farið fram úr Bandaríkjamönnum í bílafram- leiðslu, og „önnur ríki heims“, sem hér eru tekin saman í þriðja flokkinn, hafa náð Bandaríkjunum. Athyglisvert er að kanna ástandið í bílaframleiðslu á ár- um heimsstyrjaldanna tveggja. í ríkjum styrjaldaraðila var bif- reiðaframleiðslunni í stríðsbyrj- un breytt í hergagnafram- leiðslu. í Bandaríkjunum hélt framleiðsla almennra bifreiða óhindrað áfram, þar til þau blönduðu sér í styrjaldirnar, það er að segja árin 1917 og 1942. í Evrópu héldu einungis Bretland og Ítalía áfram að framleiða bifreiðar alla fyrri heimsstyrjöld. JAPAN STÍGUR FRAM. „Önnur ríki heims“ átti fram til 1946 nærri eingöngu við Kanada, en þá haslar Japan sér völl, og síðar komu Ástralía, Indland og Mexíkó 1950, Suð- ur-Ameríka 1957 og Suður- Afríka 1958. Bretland hafði for- ystu í Evrópu fram til 1957, en þá tók Vestur-Þýzkaland foryst- una, sem það hefur haldið síð- an, en næst því koma nú Frakk- land, Bretland og Ítalía. í Sví- þjóð hafði Scania-Vabis fram- leitt nokkur hundruð bifreiðar á ári frá 1914, og 1927 tók Sví- þjóð stökk frá 410 bifreiðum í 1250. Þá var framleiddur fyrsti VolvobíUinn, „Jakob“, og voru mikið forskot ennþá í saman- lagðri bílaframleiðslu frá byrj- un. Vegna þess, að Evrópa og önnur lönd heims framleiða nú árlega töluvert fleiri bifreiðar en Bandaríkin, væri áhugavert að reikna, hvenær þau mundu ná þeim í samanlagðri fram- leiðslu frá upphafi, ef þannig væri haldið áfram. En það yrði of mikið verkefni fyrir litla grein. Og hvert hafa allir þessir bílar farið? Hvaða vegi hafa þeir ekið? Við verðum að láta okkur nægja að taka tölur um skráða bíla í einstökum löndum í ársbyrjun 1970: Hlutdeild í bílaframleiðslu heimsins: framleiddir 300 slíkir fyrsta árið. HELMINGUR í USA. Hve margar bifreiðar hafa verið framleiddar í heiminum frá byrjun? Bandaríkin . . 279 millj. 56% Evrópa ....... 159 — 32% Önnur ......... 62 — 12% Samtals 500 millj. 100% Þessar tölur ná fram til 1970, og sýna, að Bandaríkin hafa Bandaríkin .. 108 millj. 52% Evrópa ........ 67 — 32% Önnur ......... 33 — 16% Samtals 208 millj. 100% Eins og sést af þessu, hafa Bandaríkin einnig á þessu sviði forystu i ríkum mæli, enda kaupa þau mikið af bifreiðum frá öðrum löndum. Virðist ekki líklegt, að Bandaríkin missi for- ystuna sem sá heimshluti, þar Framh. á bls. 78. FV 4 1972 73

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.