Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1973, Side 51

Frjáls verslun - 01.11.1973, Side 51
BÍLAR 1974 Frjáis verzlun kynnir úrval bifreiða á markaðnum og birtir helztu upplýsingar um þær TOYOTA-UMBOÐIÐ h.f., Höfðatúni 2, hefur átt hvað drýgstan þátt í því að kynna japanska fólksbíla hér á landi og það með góðum árangri. Toyota-bílar eru framleiddir hjá Toyota Motor Co. og er þetta merki eitt sigursælasta bílamerki nútímans. Meðal þeirra bíla, sem Toyota-umboð- ið býður íslenzkum ökumönn- um, er Toyota MKII 2000, sem framleiddur er bæði 4ra dyra og 2ja dyra „hard top“. í bíln- um eru 113 ha. vél, sem eyðir ca. 10-11 lítrum á 100 km. Toyota MKII 2000 flytur 5 manns og litirnir, sem eru á boðstólnum eru milli 7-10. Hæð lægst frá jörðu er ca. 18 cm. Frá Toyota koma fleiri gerðir, eins og t. d. Carina 600 og Corolla 1200. Bílarnir eru vel búnir öryggistækjum og eru traustlega hannaðir. Carina 1600 kostar ca. kr. 507.000, en það er 2ja og 4ra dyra bíll með 103 ha. vél, en Corolla kostar kr. 448.000 og er einnig 2ja og 4ra dyra með 73 ha. vél. HEKLA h.f., Laugavegi 170-72, er eitt stærsta bílaumboð landsins, sem um árabil hefur flutt Volkswagen bíla til íslands. Nýjasti bíllinn frá VW er Volkswagen Passat, sem fram- leiddur er bæði sem 2ja og 4ra dyra 5 manna fólksbíll. Passat L kostar hér frá ca. kr. 542.000. Bíllinn er meði fram- hjóladrifi og vatnskældri vél. Vélastærðir eru þrjár: 60, 75 og 85 ha. Din Verksmiðjurnar gefa upp, að bíllinn eyði 9 lítr- um á 100 km. Hægt er að velja um 16 mismunandi liti. Mjög margir aukahlutir eru í boði í þessari nýtískulegu gerð, eins og t. d. litað gler, hituð afturrúða, dráttarkrókur, sólþak, sjálfskipting og m. fl. Verksmiðjurnar binda miklar vonir við Passat-bílinn og hafa vandað alla hönnun hans sér- staklega mikið. Toyota-fólksbílar, sem nýkomnir eru til landsins. WV Passat er nýjasti fólksvagninn, sem vekur mikla athygli. FV 11 1973 51

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.