Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1973, Page 75

Frjáls verslun - 01.11.1973, Page 75
Rekstrartækni s.f Aukin starfsemi með tilkomu nýrrar IBIVI tölvu Hjá Rekstrartækni s. f. Skip- holti70 eru reiknuð út launfyr- ir um (»00 launþega á viku. Fyrirtækið var stofnað á síð- asta ári og eru eigendur þess Kristján Sigurgeirsson og Gísli Erlendsson, rekstrartæknifræð- ingar. Starfsemi fyrirtækisins er vinnuhagræðing, skipulagn- ing og áætlanagerð. Upphaflega voru verkefni fyr- irtækisins bundin við frystihús- in og sá það um uppsetningu og eftirlit með bónuskerfum og framleiðslu og auk þess áætlan- ir vegna endurbygginga og end- urskipulagninga frystihúsa. Fyrirtækið sér ennfremur um launaútreikninga, bónusút- reikninga og útreikninga á framlegð fyrir frystihús. Nú hafa átt sér stað nokkrar breytingar hjá Rekstrartækni og hefur starfsemi fyrirtækisins verið aukin. Fyrirtækinu er nú skipt í tvær deildir, tæknideild og reiknideild. Hjá -tæknideildinni eru unnin ýmis verkefni er lúta að ýms- um atvinnugreinum s. s. ver'k- efnum í fiskiðnaði, kjötiðnaði, fataiðnaði, trésmiðjum og brauðgerð. Deildin sér einnig um skipulagningu á vinnslu loðnu, en nú eru frystihúsin í óða önn að undirbúa frystingu loðnu fyrir næstu loðnuvertíð. Deildin sér einnig um uppsetn- ingu bónuskerfa í frystihúsum. Þá er eitt af verkefnum tæknideildarinnar að skipu- leggja vinnslurásir og gera kostnaðaráætlanir fyrir mörg fyrirtæki m. a. ný frystihús. Reiknideildin hefur yfir að ráða tölvu af gerðinni IBM syst- em 3, og með aðstoð hennar tek- ur deildin að sér verkefni á sviði launaúrvinnslu, bónusúr- vinnslu, útreikninga á fram- legð og samanburð á afkomu hliðstæðra fyrirtækja. Fyrirtækið hefur yfir að ráða mjög fullkomnum forskriftum, þannig að vinnslan getur orðið að mjög miklu leyti sjálfvirk. Tölvan hefur innbyggðar marg- ar af þeim upplýsingtun, sem þarf til bónusvinnslu, t. d. ef rangt fiskmagn hefur verið veg- ið til einhvers starfsmanns frystihússins, þá gerir tölvan sjálfkrafa athugasemd við það. Fyrirtækið fær inn upplýs- ingar um nýja starfsmenn, s. s. nafnnúmer, heimilisfang, vinnu- tíma og frádráttarliði. Síðan reiknar tölvan út launin og skil- ar þeim á sérstakan iista, sem er yfirfarinn af rafreiknideild- inni. Launaseðlarnir eru skrif- aðir út eftir að farið hefur ver- ið yfir þá. Tölvan skrifar sjálfkrafa eft- ir því sem við á t. d. útborgunar- lista til gjaldkera, myntlista, ávísanir, innleggslista til banka um einstaka launþega, skyldu- sparnaðarlista, lífeyrissjóða- lista, skattayfirlit, orlofsupp- gjör til póstsins, frádráttarlista og uppgjör opinberra gjalda. Tölvan geymir þessar upplýs- ingar til áramóta er hún skrifar út launaseðla til skattsins. Á tveggja vikna fresti gerir vélin yfirlit fyrir frystihúsin um nýt- ingu fisks, vinnulaunakostnað, eftirstöðvar rekstursins upp í fastan kostnað, samanburð milli sambærilegra frystihúsa o. fl. Úrvinnsla þessi stuðlar mjög að bættum vinnuaðferðum auk þess sem hún er hagkvæmari og öruggari fyrir viðskiptavini fyrirtækisins. í tæknideildinni lijá Rekstrartækni h.f. er unnið að margþættum verkefnum. Þar eru skipulagðar vmnslurásir fyrir ný frystiliús svo að eitthvað sé nefnt. FV 11 1973 75

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.