Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1975, Page 9

Frjáls verslun - 01.02.1975, Page 9
Illa hefur árað hjá En- ergoprojekt, verktökun- um við Sigölduvirkjun. Fyrirsvarsmenn þessa júgóslavneska fyrirtækis sjá fram á stórfellt tap á verkinu og hafa reynt að losa sig út úr því og viljað fela Landsvirkjun að sjá um afganginn. í vetur var svo komið, að matvælafyrirtæki, sem Júgóslavarnir skiptu við, neituðu orðið a'ð skrifa hjá Energoprojekt. Þá segja kunnugir, að vetr- arveður á hálendinu hafi valdið miklum töfum en hitt sé líka athyglisvert, að þegar veður tók að skána eftir áramót hafi mannskapurinn slappað af í langan tíma og lítið verið aðhafzt við fram- kvæmdirnar. Lítil von er talin til þess aS íslenzk yfirvöld komist að neinni ákveð- inni niðurstöðu um upp-- runa þessara vatnssæknu hlustunartækja, sem hér hafa fundizt upp á síðr kastið ýmist í ferskvatni eða söltum sjó. Allavega er ekki við því að búast, að utanríkisráðuneytið eða aðrar stjórnardeildir láti neitt frá sér fara op- inberlega um hverjir hin- ir raunverulegu eigendur tækjanna hafi verið, þó að embættismenn telji sig hafa fulla vissu fyrir því. Samkvæmt áreiðan- legum heimildum hafa þessi hlustunartækjamál þó vakið ábyrg yfirvöld til alvarlegrar ihugunar um ástand öryggisgæzlu íslenzka ríkisins, sem segja má, að ekki sé til staðar. Eina raunveru- lega niðurstaðan í hlust- unartækjamálunum verð- ur því sennilega sú að öryggisgæzla verður efld og þá einkanlega eftirlit með starfsemi erlendra sendiráða hér á landi. Sjómenn, aðilar í fisk- vinnslu og útflutningsfyr- irtæki sjávarútvegsins hafa bundið nokkrar vonir við fiskkassana svo- nefndu til geymslu á fiski um borð í skipum og í vinnslustöðv’um í landi. Þessir kassar hafa verið um borð í nokkr- um hluta togaraflotans enda fer ekki á milli mála, að fiskur á að komast í hærri gæða- flokka með slíkri með- ferð. Ekki reynist þetta þó einihlítt hér á landi og á þessu sviði ætla byrj- unarörðugleikarnir að segja til sín eins og svo víða annars staðar. Á vegum sölusamtaka í sjávarútveginum fer nú fram rannsókn á skemmdum fiski frá Vestfjörðum, sem beinlín- is eru taldar stafa af geymslu hans í fiskköss- unum góðu. Stjórnendur sjón- varpsins ætla að standa fast á ákvörðun sinni um að veita engan afslátt af afnotagjöldum, þó að í- búar einstakra byggðar- laga úti í strjálbýlinu hafa kvartað undan mjög lélegri og á köflum alls engri móttöku sjón- varpsmyndar. Telja sjón- varpsmenn að miklu fleira myndi fylgja á eft- ir, yrði gengið til móts við þessa sjónvarpsnot- endur, m. a. það, að auglýsendur myndu fara fram á bætur, ef sjón- varpið viðurkenndi þann- ig að auglýsingar næðu ekki til alls markaðarins, sem þær eru seldar fyrir. Eftir síðustu gengisfell- ingu gekk sú saga fjöll- unum hærra, að stjórn- endur SÍS hefð’u eitt- hvert ekstra skilning- arvit, þegar um væri að ræða viðeigandi ráðstaf- anir vegna yfirvofandi gengisfellingar. Þótti það þó ekki merkilegt, þegar hafðar voru í huga meld- ingar viðskiptaráðherra á Framsóknarfundinum fræga. Ýmsir velta því aftur á móti fyrir sér, hvernig SÍS fari að því að leysa út á einu bretti vörur fyrir á annað hundrað milljónir króna. Á vegum menntamála- ráðuneytisins starfar nú nefnd, sem kannar skil- yrði til að hefja kennslu í fjölmiðlun m. a. blaðamennsku og rekstri útvarps og sjónvarps víð Háskóla íslands. Undir- tektir hafa verið jákvæðr ar nema hvað tannlækna- deild telur þetta ótíma- bært meðan hún fær ekki fleiri tannlækna- skóla! FV 2 1975 9

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.