Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1975, Qupperneq 9

Frjáls verslun - 01.02.1975, Qupperneq 9
Illa hefur árað hjá En- ergoprojekt, verktökun- um við Sigölduvirkjun. Fyrirsvarsmenn þessa júgóslavneska fyrirtækis sjá fram á stórfellt tap á verkinu og hafa reynt að losa sig út úr því og viljað fela Landsvirkjun að sjá um afganginn. í vetur var svo komið, að matvælafyrirtæki, sem Júgóslavarnir skiptu við, neituðu orðið a'ð skrifa hjá Energoprojekt. Þá segja kunnugir, að vetr- arveður á hálendinu hafi valdið miklum töfum en hitt sé líka athyglisvert, að þegar veður tók að skána eftir áramót hafi mannskapurinn slappað af í langan tíma og lítið verið aðhafzt við fram- kvæmdirnar. Lítil von er talin til þess aS íslenzk yfirvöld komist að neinni ákveð- inni niðurstöðu um upp-- runa þessara vatnssæknu hlustunartækja, sem hér hafa fundizt upp á síðr kastið ýmist í ferskvatni eða söltum sjó. Allavega er ekki við því að búast, að utanríkisráðuneytið eða aðrar stjórnardeildir láti neitt frá sér fara op- inberlega um hverjir hin- ir raunverulegu eigendur tækjanna hafi verið, þó að embættismenn telji sig hafa fulla vissu fyrir því. Samkvæmt áreiðan- legum heimildum hafa þessi hlustunartækjamál þó vakið ábyrg yfirvöld til alvarlegrar ihugunar um ástand öryggisgæzlu íslenzka ríkisins, sem segja má, að ekki sé til staðar. Eina raunveru- lega niðurstaðan í hlust- unartækjamálunum verð- ur því sennilega sú að öryggisgæzla verður efld og þá einkanlega eftirlit með starfsemi erlendra sendiráða hér á landi. Sjómenn, aðilar í fisk- vinnslu og útflutningsfyr- irtæki sjávarútvegsins hafa bundið nokkrar vonir við fiskkassana svo- nefndu til geymslu á fiski um borð í skipum og í vinnslustöðv’um í landi. Þessir kassar hafa verið um borð í nokkr- um hluta togaraflotans enda fer ekki á milli mála, að fiskur á að komast í hærri gæða- flokka með slíkri með- ferð. Ekki reynist þetta þó einihlítt hér á landi og á þessu sviði ætla byrj- unarörðugleikarnir að segja til sín eins og svo víða annars staðar. Á vegum sölusamtaka í sjávarútveginum fer nú fram rannsókn á skemmdum fiski frá Vestfjörðum, sem beinlín- is eru taldar stafa af geymslu hans í fiskköss- unum góðu. Stjórnendur sjón- varpsins ætla að standa fast á ákvörðun sinni um að veita engan afslátt af afnotagjöldum, þó að í- búar einstakra byggðar- laga úti í strjálbýlinu hafa kvartað undan mjög lélegri og á köflum alls engri móttöku sjón- varpsmyndar. Telja sjón- varpsmenn að miklu fleira myndi fylgja á eft- ir, yrði gengið til móts við þessa sjónvarpsnot- endur, m. a. það, að auglýsendur myndu fara fram á bætur, ef sjón- varpið viðurkenndi þann- ig að auglýsingar næðu ekki til alls markaðarins, sem þær eru seldar fyrir. Eftir síðustu gengisfell- ingu gekk sú saga fjöll- unum hærra, að stjórn- endur SÍS hefð’u eitt- hvert ekstra skilning- arvit, þegar um væri að ræða viðeigandi ráðstaf- anir vegna yfirvofandi gengisfellingar. Þótti það þó ekki merkilegt, þegar hafðar voru í huga meld- ingar viðskiptaráðherra á Framsóknarfundinum fræga. Ýmsir velta því aftur á móti fyrir sér, hvernig SÍS fari að því að leysa út á einu bretti vörur fyrir á annað hundrað milljónir króna. Á vegum menntamála- ráðuneytisins starfar nú nefnd, sem kannar skil- yrði til að hefja kennslu í fjölmiðlun m. a. blaðamennsku og rekstri útvarps og sjónvarps víð Háskóla íslands. Undir- tektir hafa verið jákvæðr ar nema hvað tannlækna- deild telur þetta ótíma- bært meðan hún fær ekki fleiri tannlækna- skóla! FV 2 1975 9
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.