Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1975, Side 17

Frjáls verslun - 01.02.1975, Side 17
EFTA — samstarf iö: Fríverzlunin nauðsynlegri en nokkru sinni áður Grein eftir George R. Young, ráðgjafa Fríverzlunarsamtaka Evropu, EFTA Augljóslega munu hinar miklu verðbreytingar á heims- markaði 'hafa víðtæk áhrif þeg- ar til le-ngdar lætur. Markaðir í þeim löndum, sem framleiða olíu og önnur hráefni fá aukið gildi í framtíðiinni og aukin hlutdeild þeirra í útflutnings- tekjum heimsins munu endur- speglast í stærri skerf af heild- arinnflutningsverzluninni. Talsverður tími á þó eftir að líða áður en þetta gerist og sölumenn iðnaðarþjóðanna geta ekki búizt við áberandi fleiri pöntunum í bráð. Eftir- spurn flestra oliuframleiðslu- landanna getur ekki vaxið ýkja ört og engan veginn að sama marki og útflutningstekj- ur þeirra hafa hækkað. Þó að í minna mæli sé, á þetta líka við um framleiðendur annarra hráefna. A næstu árum munu því al- þjóðaviffiskipti verða að upp- byggingu til mjög svipuð og áður. Iðnaðarþjóðirnar eiga eft- ir að gera beztu viðskiptin hjá hvorri annarri sem fyrr. Þær verða að kaupa sér frest með því að jafna olíuhallann með lánum frá olíuframleiðendum en vinna jöfnum höndum að ráðstöfunum til að draga úr mikilvægi olíu við orkufram- leiðslu sína. NAUÐSYN FRÍVERZLUNAR. Séði í þessu ljósi er áfram- hald frjálsra viðskiptahátta lífsnauðsyn fyrir iðnaðarþjóð- irnar. Þær verða fyrir alla muni að forðast einhliða að- gerðir til að takmarka aðgang að markaði sínum og auka þannig vanda nágranna sinna. í fyrra m'átti sjá glögg dæmi þessa. ítalir, og síðar Danir, á- kváðu að draga úr innflutn- ingi og vonuðust um leið til að útflutningur þeirra sjálfra ykist. Sem betur fer þóttu þó önnur ráð hyggilegri. Ríkis- stjórnir sáu fram á, að vanda- málin voru of stórkostleg til þess að nokkur von væri til að þau leystust með viðskiptahöft- um. Hinn 30. mai gaf Efna- hags- og framfarastofnun Ev- rópu, OECD, út yfirlýsingu, þar sem ríkisstjórnir aðildar- landanna lögðu áherzlu á nauðsyn fulirar samvinnu til þess að takast á við aðsteðj- andi vanda um leið og þær höfnuðu einhliða og ólíkum Aðalstöðvar EFTA í Genil Þar er unnið kappsamlega að því að ryðja úr vegi ýmsum hindrunum, sem enn hamla fríverzlun. FV 2 1975 17

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.