Frjáls verslun - 01.02.1975, Page 20
hefur verið í gildi samkomu-
lag um gagnkvæma viðurkenn-
ingu á eftirliti með lyfjafram-
leiðslu, sem reyndar hefur
vakið heimsathygli. Þá er líka
fyrir hendi samkomulag, sem
mun staðfesta fyrsta alþjóðleg-
an staðal eðia gæðamark fyrir
hluti framleidda úr dýrum
málum.
VÍÐTÆKT SAMSTARF.
Þó að frumkvæðið að þessu
öllu hafi komið frá EFTA, sem
lætur í té framkvæmdalega
þjónustu, getur sama fyrir-
komulag gilt hjá öðrum rikj-
um. Sérstakar vonir eru
bundnar við aðild ríkja EBE
að því. Bretland og Danmörk
eru ennþá aðilar að flestum
samningum um þessi mál, þó
að löndin hafi gengið úr EFTA
og í Efnahagsbandalagið. Júgó-
slavía hefur frá upphafi tekið
þátt í samkomulaginu, sem
nær til búnaðar skipa, og Ung-
verjaland hefur nú sótt um
þátttöku í samkomulaginu um
lyfjaframleiðslu.
Ríkisstjórnir EFTA-landanna
kanna nú, hvort svipuðu sam-
starfi verðá komið á um fleiri
tegundir framleiðslu.
STÆRRI MÁLIN
GLEYMAST EKKI.
Athyglin, sem þannig beinist
að mikilvægum einstökum at-
riðum milliríkjaverzlunar, þýð-
ir ekki, að EFTA láti hin
stærri mál framhjá sér fara.
Eins og fram kemur í síðustu
ársskýrslu EFTA er eðlilegt,
að aðildarlöndin notfæri sér
samtökin til þess að vinna að
almennari málum en efst hafa
verið á baugi hjá þeim hing-
að til. Þannig eru EFTA-sam-
tökin nú í ríkari mæli orðin
vettvangur skoðanaskipta um
þýðingarmestu mál líðandi
stundar, t. d. horfurnar í nýj-
um GATT-viðræðum, jöfnun í
dreifingu olíu og annarra efna,
hættuna á kreppuástandi,
verðbólguþróunina, ókyrrð í
gjaldeyrismálum og þörfina
fyrir stöðugleika í gengisskrán-
ingu. Þannig geta EFTA-ríkin
haft aukin áhrif á stefnumót-
un annarra fjölþjóðlegra sam-
taka, sem eru að fást við að
finna aðkallandi lausnir á sam-
tímavandamálum.
Rósir og frostrósir
Rósin í glugganum,
augasteinn konunnar,
lifir aðeins í yl stofunnar
— úti er íslenzk veðrátta —
hún á líf sitt undir einni rúðu.
[cubo-
lGLERHF.ll
CUDOGLER HF.
SKULAGÖTU 26, SlMI 26866
TELEX 2072 REYKJAVlK.
20
FV 2 1975