Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1975, Síða 25

Frjáls verslun - 01.02.1975, Síða 25
Á fimm árum heíur SAS aukið gisti- rými á Norð- urlöndum um 6000 rúm í nýjum hótel- byggingum. Þetta hótel sem nú er í byggingu í Björgvin, mun SAS reka í framtíðinni. og Narssassuaq á Grænlandi. Matvælafyrirtæki SAS mun í framtíðinni annast rekstur á stórhóteli, sem útgerðarfyrir- tæki Rekstens er að byggja í Björgvin, en það verður tilbúið 1977. f iok þessa árs verður fjárfesting SAS í hótelbygging- um á Norðurlöndum 150 milli. norskra króna og á fimm ára tímabili 1971 - 75 hefur gisti- rými verið aukið um 6000 rúm. Matvælafyrirtæki SAS selur veitingar í flugvélar 50 flug- félaga auk SAS. Það rekur 11 flugvallareldhús, f jögur hótel,36 veitingahús og kaffiteríur, 14 blaða- og sælgætisbúðir, 14 mötuneyti starfsmanna auk sérstakrar matvælaþjónustu við olíupallana í Norðursjónum, undan ströndum Noregs. LEIGUFLUGVÉLAR OG FERÐASKRIFSTOFUR í ferðamálum hefur SAS gerzt æ virkari þátttakandi í leiguflutningum og á nú bæði alfarið eða að hluta til ferða- skrifstofur og önnur fyrirtæki, sem skipuleggja skemmtiferðir. Árið 1961 hófst rekstur leigu- flugfélagsins Scanair, sem er systurfyrirtæki SAS en í eigu móðurfélaganna þriggja, sem áður voru nefnd. Á ýmsu gekk framan af í ferðaskrifstofurekstrinum, fyr- irtæki urðu til og dóu, en í kringum 1970 stóðu nokkur lífseig fyrirtæki uppi og höfðu bjargað sér með því að sameina leiguflugrekstur og ferða- skrifstofur. Þetta gerði SAS einnig árið 1970 með því að kaupa Vingresor/Club 33, stær- stu ferðamiðstöðvar Svíþjóðar. SAS hefur líka keypt einstakar ferðaskrifstofur, m.a. Nyman & Schultz/Nordisk Resebureau AB, sem er stærst á sínu sviði í Svíþjóð. Annar þáttur ferðamennskun- ar, sem farið hefur ört vaxandi síðustu árin, eru hópferðir skemmtiferðafólks milli heims- álfa, til fjarlægari Austurlanda, Afríku og Bandaríkjanna á vegum Globetrotter-ferðafyrir- tækisins, sem skipuleggur þær ferðir og er nú dótturfyrirtæki SAS. FÓTFESTA í AUSTUR- LÖNDUM FJÆR SAS á líka hluta í ýmsum flugfélögum öðrum, sem halda uppi reglubundnu áætlunar- flugi. Þetta gerir kleift að sam- ræma ferðaáætlanir. Á alþjóð- legum mælikvarða gildir þetta um Thai International, sem SAS hefur byggt upp frá grunni og unnið með í 15 ár. SAS á 30% í því félagi. Thailendingar hafa þar með eignazt alþjóðlegt flug- félag með rúmlega 3000 starfs- mönnum. Það er eitt stærsta fyrirtækið í landinu og hefur skilað hagnaði. Með tengslum sínum við Thai International hefur SAS náð fótfestu í fjar- lægari Austurlöndum og fengið stærri hluta af hinum alþjóð- lega flugmarkaði en það hefði ella gert. Þá er SAS meðeigandi' í Widerös Flyveselskap, sem annast innanlandsflug í Noregi. Sömuleiðis í innanlandsflugfél- aginu Linjeflyg í Svíþjóð og í dönsku flugfélögunum tveim, ( Danair og Grönlandsfly. FV 2 1975 25
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.