Frjáls verslun - 01.02.1975, Qupperneq 25
Á fimm árum
heíur SAS
aukið gisti-
rými á Norð-
urlöndum um
6000 rúm í
nýjum hótel-
byggingum.
Þetta hótel
sem nú er í
byggingu í
Björgvin, mun
SAS reka í
framtíðinni.
og Narssassuaq á Grænlandi.
Matvælafyrirtæki SAS mun í
framtíðinni annast rekstur á
stórhóteli, sem útgerðarfyrir-
tæki Rekstens er að byggja í
Björgvin, en það verður tilbúið
1977. f iok þessa árs verður
fjárfesting SAS í hótelbygging-
um á Norðurlöndum 150 milli.
norskra króna og á fimm ára
tímabili 1971 - 75 hefur gisti-
rými verið aukið um 6000 rúm.
Matvælafyrirtæki SAS selur
veitingar í flugvélar 50 flug-
félaga auk SAS. Það rekur 11
flugvallareldhús, f jögur hótel,36
veitingahús og kaffiteríur, 14
blaða- og sælgætisbúðir, 14
mötuneyti starfsmanna auk
sérstakrar matvælaþjónustu við
olíupallana í Norðursjónum,
undan ströndum Noregs.
LEIGUFLUGVÉLAR OG
FERÐASKRIFSTOFUR
í ferðamálum hefur SAS
gerzt æ virkari þátttakandi í
leiguflutningum og á nú bæði
alfarið eða að hluta til ferða-
skrifstofur og önnur fyrirtæki,
sem skipuleggja skemmtiferðir.
Árið 1961 hófst rekstur leigu-
flugfélagsins Scanair, sem er
systurfyrirtæki SAS en í eigu
móðurfélaganna þriggja, sem
áður voru nefnd.
Á ýmsu gekk framan af í
ferðaskrifstofurekstrinum, fyr-
irtæki urðu til og dóu, en í
kringum 1970 stóðu nokkur
lífseig fyrirtæki uppi og höfðu
bjargað sér með því að sameina
leiguflugrekstur og ferða-
skrifstofur. Þetta gerði SAS
einnig árið 1970 með því að
kaupa Vingresor/Club 33, stær-
stu ferðamiðstöðvar Svíþjóðar.
SAS hefur líka keypt einstakar
ferðaskrifstofur, m.a. Nyman &
Schultz/Nordisk Resebureau
AB, sem er stærst á sínu sviði í
Svíþjóð.
Annar þáttur ferðamennskun-
ar, sem farið hefur ört vaxandi
síðustu árin, eru hópferðir
skemmtiferðafólks milli heims-
álfa, til fjarlægari Austurlanda,
Afríku og Bandaríkjanna á
vegum Globetrotter-ferðafyrir-
tækisins, sem skipuleggur þær
ferðir og er nú dótturfyrirtæki
SAS.
FÓTFESTA í AUSTUR-
LÖNDUM FJÆR
SAS á líka hluta í ýmsum
flugfélögum öðrum, sem halda
uppi reglubundnu áætlunar-
flugi. Þetta gerir kleift að sam-
ræma ferðaáætlanir. Á alþjóð-
legum mælikvarða gildir þetta
um Thai International, sem SAS
hefur byggt upp frá grunni og
unnið með í 15 ár. SAS á 30%
í því félagi. Thailendingar hafa
þar með eignazt alþjóðlegt flug-
félag með rúmlega 3000 starfs-
mönnum. Það er eitt stærsta
fyrirtækið í landinu og hefur
skilað hagnaði. Með tengslum
sínum við Thai International
hefur SAS náð fótfestu í fjar-
lægari Austurlöndum og fengið
stærri hluta af hinum alþjóð-
lega flugmarkaði en það hefði
ella gert. Þá er SAS meðeigandi'
í Widerös Flyveselskap, sem
annast innanlandsflug í Noregi.
Sömuleiðis í innanlandsflugfél-
aginu Linjeflyg í Svíþjóð og í
dönsku flugfélögunum tveim, (
Danair og Grönlandsfly.
FV 2 1975
25