Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1975, Page 32

Frjáls verslun - 01.02.1975, Page 32
þess að krafist yrði gjalda af auðlindum hafsins sem af öðr- um auðlindum og framleiðslu- þáttum(samanber t.d. sandnám á Kjalarnesi eða notkun fjár- magns) mætti búast við, að sókn yrði meiri en hagkvæmt gæti talist. Þar af hugtakið ,,auðlindaskattur“. 0 Auftlindaskattar í grein í Eimreiðinni fyrir nokkru hugsar Gunnar Tómas- son sér, að auðlindaskatturinn yrði eins konar sveiflujöfn- unarskattur, sem hvort tveggja í senn kæmi í stað verðjöfn- unargjalds og almennra skatta hins opinbera að nokkru leyti. Hugsunin að baki þessu er ein- faldlega sú, að sköttunin eigi sér stað við uppsprettu tekn- anna, fremur en við ósinn, þeg- ar þeim befur verið dreift á meðal þjóðfélagsþegna í mynd hærra kaups og ágóða. 0 Sköttun til að stýra sókn og jafna lífskjör Ekki hafa farið fram nægi- legar athuganir á áhrifum skatta á sókn og sveiflujöfnun til þess að unnt sé að segja hvaða leiðir séu heppilegastar Hins vegar er ljóst, að margs þarf að gæta og málið er flókið á fræðisviðinu ekki síður en á vettvangi sjórnmálanna. Þannig má sýna fram á, að hlutaskiptaákvæði þynna út áhrif auðlindaskatts á sókn (hliðstætt því sem gerist um gengisfellingu!). Hið sama gild- ir reyndar um öll önnur gjöld í sjávarútvegi til skamms tíma, nema launaskatt. Er þá lítið á veiðar og vinnslu sem eina heild og til einföldunar gert ráð fyrir, að hlutaskipti séu um allan kostnað og tekjur (sem ekki er í reynd). Að sjálfsöðu gæti slík sköttun eigi að síður jafnað sveiflur þjóðartekna, eins og hvers konar sjóðamynd- un. Til lengri tíma litið hafa öll gjöld af framleiddu eða seldu magni áhrif til minnkunar á notkun fjármagns og þar með (að öðru jöfnu) á fjölda skipa og sókn. Launaskattur virðist 32 því geta gegnt mikilvægu hlut- verki til að hafa áhrif til skamms tíma. Annað atriði, sem beinir einnig augunum til hans, er, að stefna um jöfn laun fyrir sömu vinnu skapar tog- streitu milli greina (sjávarút- vegs, iðnaðar o.fl.), þegar við- gangur er misjafn. Afleiðingar misjafnrar framleiðniþróunar milli greina og utanaðkomandi verðlagsbreytingar má jafna með breytilegum launaskatti milli greina (og jafnvel lands-- hluta) og frá einum tíma til annars. Launaskatturinn gæti stundum orðið neikvæður, þ.e. um styrki yrði að ræða. Um jöfnun lífskjara frá ein- um tíma til annars og sköttun sjávarútvegs í ríkissjóð get ég lítið sagt, eins og er. Greinilegt er þó, að samspil gengis, almennrar sköttunar og tekju- jöfnunar verður eftir sem áður vandasamt verk bæði í orði og á borði. í því sambandi mætti vísa til þess, að mikið vafamál var, hvort frekar átti að velja gengishækkun í apríl 1973 en hækkun gjalda í Verðjöfnunar- sjóð fiskiðnaðarins. Gengis- hækkunin leiddi til verðlækk- unar á innflutningi og beinna kjarabóta til handa öllum laun- þegum ( eða öllu heldur minni kjararýrnun en ella). Hins veg- ar gerði þessi leið útflutnings- iðnaði erfitt fyrir, leiddi ekki til söfnunar til mögru áranna oð ýtti undir meiri innflutning. Greinilegt er af þessu dæmi, að sú leið sem fyrir valinu verður hverju sinni, hlýtur að helgast af þeim markmiðum, sem sótt er að á hverjum tíma, sem og af mikilvægi þeirra. 0 Eina leiðin Hvað sem öðru líður, hlýt- ur sköttun, sveigjanleg gengis- skráning og sveiflujöfnuður með kröftugri sjóðamyndun en hingað til að vera eina raun- hæfa leiðin til betri jöfnunar lífskjara við skammtímasveifl- ur. Jafnframt sér hver maður, að ekki er nóg að sýna fram á fræðilegt gildi þessarar leiðar. Það verður einnig að selja gildi hennar stjórnmálamönnum og öllum almenningi. Benzín og smurolíur ÖI og gosdrykkir Pakkavörur Filmur Hamborgarar og franskar kartöflur Heitar pilsur Niðursuðuvörur ís OG ALLAR ALGENG- USTU VERZLUNAR- VÖRUR. Torg hf. VATNSNESVEGI 1G KEFLAVÍK . SÍMI 2674 FV 2 1975

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.