Frjáls verslun - 01.02.1975, Side 35
Samtíéaraaéiir
Gunnar Snorrason, kaupmaður:
„Viljum fá ákveðna prósentu af
söluskattinum ■ innheimtulaun -
— elllegar getur ríkið sjálft séð um skattheimtu sína í smásöluverzlunum44
„Kaupmenn telja það afar óréttlátt, a'ð stjómvöld skuli enn eiixu sinni hafa stuðzt við hina svo-
nefndu „30% reglu“ við ákvörðun álagningar fyrir verzlunina eftir gengisfellinguna. Það þýðir, að í
krónutölu er álagningin hin sama og áður en ekki er heimilað mat á vörulager með tilliti til endur-
kaupsverðs. Þetta veldur því að fé skortir til að endurnýja vörubirgðir um leið og við getum átt
von á samdrætti í verzluninni vegna þrengri efna hags fólksins. Við þetta bætist svo liærri reksturs-
kostnaður í verzluninnni vegna gengisfellingarinnar. Af öllu þessu lítum við það mjög alvarlegum
augum, að stjórnvöld í landinu skuli lækka um 70% þá álagningu, sem verzluninni ber.“
Þannig lýsti Gunnar Snorra-
son, formaður Kaupmannasam-
taka íslands, viðhorfum kaup-
mannastéttarinnar til nýjustu
ráðstafana rikisvaldsins i efna-
hagsmálum og þeirri mynd,
sem við blasir hjá verzluninni
þessa dagana. Og Gunnar hélt
áfram:
„Út í gengisfellinguna er
fyrst og fremst farið til að
minnka þensluna í peninga-
málum og þar með minnkar
kaupmáttur launa almennings.
Því er ljóst, að verzlunin
mun ekki selja sama vöru-
magn og áður. Tölur, sem
teknar voru saman í kring um
1970 sýndu greinilega, að
verzlunin beið tjón af þessari
reiknisaðferð á grundvelli
„30% reglunnar.“
FV.: — Og hvers krefjast
kaupmenn þá í þessu sam-
bandi?“
Gunnar: „Að við fáum að
hækka verð á þeim birgðum,
sem nú eru fyrir, til samræm-
is við endurkaupsverðið eftir
gengisfellinguna. Þar sem
frjáls verðmyndun er, hefur
sá háttur verið hafður á við
svipaðar kringumstæður. Segja
má, að verðlagsákvæði hér séu
sniðin eftir skömmtunarfyrir-
komulagi stríðisáranna. Frjáls
innflutningur fellur býsna illa
að þessu kerfi og heildsalar
hafa tæpast áhuga á að flytja
inn vöru á lágu verði, þar eð
þeir fá gjarnan minnst fyrir
vöruna, sem mest er haft fyr-
ir að afla.
Neytendur þurfa að fá að
velja og hafna og þeir eru
bezta verðlagseftirlitið. En
jafnframt þyrfti að gera ráð-
stafanir til að koma örugglega
í veg fyrir hringamyndanir og
tryggja að samkeppnin ráði. í
málefnasamningi núverandi
ríkisstjórnar er gert ráð fyrir
breyttri skipan verðlagsmál-
anna og við vonum, að ríkis-
stjórnin geri gæfu til að fram-
kvæma þetta stefnumál sitt,
sem við gerumst nokkuð lang-
eygir eftir en vinnubrögð
hennar sýna ekki fram á nýja
skipan.“
F.V.: „Hvernig hefur hag
smásöluverzlunarinnar verið
að öðru leyti farið undanfar-
in misseri?“
Gunnar.: „Kjör okkar kaup-
manna hafa sifellt versnað.
Gunnar Snorrason: „Kaupmenn vona að ríkistjórnin beri gæfu til
að framkvæma stefnumál sitt um breytta skipan verðlagsmála.“
FV 2 1975
35