Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1975, Qupperneq 35

Frjáls verslun - 01.02.1975, Qupperneq 35
Samtíéaraaéiir Gunnar Snorrason, kaupmaður: „Viljum fá ákveðna prósentu af söluskattinum ■ innheimtulaun - — elllegar getur ríkið sjálft séð um skattheimtu sína í smásöluverzlunum44 „Kaupmenn telja það afar óréttlátt, a'ð stjómvöld skuli enn eiixu sinni hafa stuðzt við hina svo- nefndu „30% reglu“ við ákvörðun álagningar fyrir verzlunina eftir gengisfellinguna. Það þýðir, að í krónutölu er álagningin hin sama og áður en ekki er heimilað mat á vörulager með tilliti til endur- kaupsverðs. Þetta veldur því að fé skortir til að endurnýja vörubirgðir um leið og við getum átt von á samdrætti í verzluninni vegna þrengri efna hags fólksins. Við þetta bætist svo liærri reksturs- kostnaður í verzluninnni vegna gengisfellingarinnar. Af öllu þessu lítum við það mjög alvarlegum augum, að stjórnvöld í landinu skuli lækka um 70% þá álagningu, sem verzluninni ber.“ Þannig lýsti Gunnar Snorra- son, formaður Kaupmannasam- taka íslands, viðhorfum kaup- mannastéttarinnar til nýjustu ráðstafana rikisvaldsins i efna- hagsmálum og þeirri mynd, sem við blasir hjá verzluninni þessa dagana. Og Gunnar hélt áfram: „Út í gengisfellinguna er fyrst og fremst farið til að minnka þensluna í peninga- málum og þar með minnkar kaupmáttur launa almennings. Því er ljóst, að verzlunin mun ekki selja sama vöru- magn og áður. Tölur, sem teknar voru saman í kring um 1970 sýndu greinilega, að verzlunin beið tjón af þessari reiknisaðferð á grundvelli „30% reglunnar.“ FV.: — Og hvers krefjast kaupmenn þá í þessu sam- bandi?“ Gunnar: „Að við fáum að hækka verð á þeim birgðum, sem nú eru fyrir, til samræm- is við endurkaupsverðið eftir gengisfellinguna. Þar sem frjáls verðmyndun er, hefur sá háttur verið hafður á við svipaðar kringumstæður. Segja má, að verðlagsákvæði hér séu sniðin eftir skömmtunarfyrir- komulagi stríðisáranna. Frjáls innflutningur fellur býsna illa að þessu kerfi og heildsalar hafa tæpast áhuga á að flytja inn vöru á lágu verði, þar eð þeir fá gjarnan minnst fyrir vöruna, sem mest er haft fyr- ir að afla. Neytendur þurfa að fá að velja og hafna og þeir eru bezta verðlagseftirlitið. En jafnframt þyrfti að gera ráð- stafanir til að koma örugglega í veg fyrir hringamyndanir og tryggja að samkeppnin ráði. í málefnasamningi núverandi ríkisstjórnar er gert ráð fyrir breyttri skipan verðlagsmál- anna og við vonum, að ríkis- stjórnin geri gæfu til að fram- kvæma þetta stefnumál sitt, sem við gerumst nokkuð lang- eygir eftir en vinnubrögð hennar sýna ekki fram á nýja skipan.“ F.V.: „Hvernig hefur hag smásöluverzlunarinnar verið að öðru leyti farið undanfar- in misseri?“ Gunnar.: „Kjör okkar kaup- manna hafa sifellt versnað. Gunnar Snorrason: „Kaupmenn vona að ríkistjórnin beri gæfu til að framkvæma stefnumál sitt um breytta skipan verðlagsmála.“ FV 2 1975 35
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.