Frjáls verslun - 01.02.1975, Qupperneq 39
millj. kr. til húsnæðis- eða
tækjakaupa. Síðan hefur verzl-
unarlánasjóður Verzlunarb. ísl.
veitt okkur mikilsverðan
stuðning og Lífeyrissjóður
Verzlunarmanna einnig. Stofn-
lánasjóðir hinna atvinnuveg-
anna eru aftur á
móti styrktir með óafturkræfu
ríkisframlagi, sem sjóðir okk-
ar njóta ekki.
Á fjárlögum þessa árs er
ætlað að verja 202 millj. til
stofnlánasjóða landbúnaðar,
300 millj. í sjóði sjávarútvegs-
ins, 50 millj. í iðnlánasjóð og
aðrar 50 millj. í iðnrekstrar-
sjóð en verzlunin fær ekkert.
Af því að þú minntist á nýja
verzlunathúsiði mitt í Breið-
holtinu þá er það ágætt dæmi
um, hvernig við kaupmenn
þurfum að leggja lífsstarfið að
veði til þess að koma upp
slíkri byggingu. Ég hef orðið
að selja einbýlishús mitt í Ár-
bæjarhverfinu og koma mér
fyrir í lítilli íbúð í fjölbýlis-
húsi uppi í Breiðholti meðan
verið er að ná fótfestu á nýja
staðnum. Ég tel það í sjálfu
sér ekki í frásögur færandi
nema ef vera kynni að það
leiðrétti nokkuð algengan mis-
skilning um að kaupmenn
vaði í peningum.“
F.V.: „Hve langt er síðan þú
hófst að stunda verzlunarstörf
í Reykjavík?“
Gunnar: „Ég er uppalinn á
Frakkastígnum og byrjaði sem
sendill hjá Jóni Eyjólfssyni í
verzlun Sláturfélags Suður-
lands á horni Laugavegar og
Frakkastígs. Afgreiðslustörf
hóf ég svo um fermingu hjá
Jóni Péturssyni, fyrrum bæjar-
gjaldkera á ísafirði, en hann
rak verzlunina Njálsbúð á
Njálsgötunni. f október 1947,
þegar ég var 15 ára gamall,
réði ég mig svo til afgreiðslu-
starfa í Teigabúðinni, á horni
Gullteigs og Kirkjuteigs hjá
Jóhanni Jenssyni fhá Þingeyri.
Teigabúðina keypti ég síðan
1951 og rak 'hana í félagi við
annan mann næstu tvö árin
en var einn um reksturinn all-
ar götur fram til 1960. Þá
byggðum við Árni Kjartansson
verzlunahhúsnæði inni i Vog-
um og rákum þar verzlunina
Vogaver í sameiningu.
Samstarf okkar hefur verið
mjög gott og það er ekki
vegna misklíðar af neinu
tagi, að ég ákvað að hætta í
Vogaveri og ráðast í þessar
framkvæmdir í Breiðholtinu.
Það er nú einu sinni svo, að
maður leggur metnað i að
byggja upp og gera það stærra
en áður og gera auknar kröfur
til sjálfs sín.“
F.V.: „Hversu stórt verður
verzlunarhúsið í Hólahverfinu
og hvað er áætlað að það
kosti?
Gunnar: „Alls verður þetta
húsnæði 1400-1500 fermetrar á
einni hæð. Það var byrjað að
grafa í marz í fyrra og von-
ast ég til að geta opnað í apríl
eða maí. Sjálf matvöruverzl-
unin hjá mér verður um 800
fermetrar en hitt mun ég
leigja eða selja fyrir aðrar
verzlanir og þjónustufyrir-
tæki. Það er um 4000 -manna
byggð á svæðdnu og hálfgert
vandræðaástand hefur verið í
verzlunarmálum þess, þannig
að búðin mun leysa talsverðan
vanda. Um kostnaðinn er það
að segja, að sjálft húsið kostar
sennilega 30-40 milljónir, en
innréttingarnar og tæki í mat-
vöruverzlunina munu kosta
margar milljónir."
F.V.: „Hvaða augum lítur þú
á skipulag verzlunarmálanna i
Reykjavík og finnst þér að
borgaryfirvöld sýni þeim mál-
um nægilegan skilning?"
Gunnar: „Nú upp á síðkast-
ið hefur samstarf borgaryfir-
valda og Kaupmannasamtak-
anna verið með ágætum. Sam-
tökin hafa haft tækifæri til að
fylgjast náið með skipulags-
og umferðarmálum, sem hvort
tveggja snertir hagsmuni verzl-
unarinnar. Það eru þó ýmsir
tæknilegir þættir í sambandi
við byggingar verzlunarhúsa,
sem yfirvöld mættu sýna betri
skiining á, eins og t. d. þörfin
fyrir bílastæði og staðsetningu
þeirra. Dæmi eru um að kaup-
Gunnar Snorrason fyrir framan nýja verzlunarhúsið í Hólahverfi.
FV 2 1975
39