Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1975, Síða 41

Frjáls verslun - 01.02.1975, Síða 41
menn hafa ekki fengið að hafa dyr á verzluninni nema móti aðalvindáttinni, með kinum verstu afleiðingum, þannig að stundum liggur við, að stúlk- urnar við kassann standi í snjóskafli inn í búðdnni. Yfir- völd vilja gjarnan stimpla at- hugasemdir kaupmanna um svona atriði sem einhver ógeð- felld gróðasjónarmið, þó að fyrst og fremst sé verið að hugsa um þjónustu við neyt- endurna.“ F.V.: „Þú hefur í tvö ár gegnt formennsku í Kaup- mannasamtökunum. Hvað er helzt að frétta af vettvangi þeirra fyrir utan þá þætti, sem við höfum þegar rætt 'um?“ Gunnar: „Kaupmannasam- tökin verða 25 ára í nóvember á þessu ári.. Að visu hétu þau Samband smásöluverzlana upp- haflega, þar til nafninu var breytt 1959. Félagar eru um 700 talsins á öllu landinu en sérgreinafélögin, sem eru um 20 talsins hér í Reykja- vík, hafa verið mjög mikils- verður kjarni í samtökunum. Verðlagsmálin. stofnlánamál, skipulags- og umferðarmál og fræðslumálin eru meðal nokk- urra málaflokka, sem þau bafa látið til sín taka. Það er rétt, að ég hef verið formaður Kaupmannasamtaka fslands sl. tvö ár en var áður varaformaður þeirra og þar á undan formaður í Félagi kjöt- verzlana í mörg ár. Af helztu málum, sem Kaupmannasamtökin beita sér fyrir um þessar mundir, vil ég nefna skattamálin og þá kröfu o'kkar að öll félagaform sitji við sama borð skattalega séð, og samvinnuhreyfingin sé ekki sér á báti. Við viljum, að opnunartími sölubúða á öllu Stór-R.v.k.svæðinu verði sam- ræmdur. Þá beitum við okkur fyrir endurskoðun lög- gjafar um verzlunarmál en í sumum atriðum er hún orðin alltof gömul. Kaupmannasamtökin líta svo á, að aukna áherzlu beri nú að leggja á verklega menntun fólks og viljum við að sköp- uð verði tækifæfí til sérþjálf- unar fyrir ungt fólk, sem hyggst taka að sér verzlunar- störf. Nú gerist þetta í verzl- ununum sjálfum og við þurf- um í mörgum tilfellum að kosta til þjálfuðum starfskrafti um lengri eða skemmri tima til að kenna nýliðunum. f samvinnu við Verzlunarmanna- félag Reykjavíkur höfum við staðið að námskeiðum fyrir starfandi verzlunarfólk, sem gefið hafa mjög góða raun.“ „F.V.: „Hefur nægilega góð samvinna tekizt með samtök- unum innan verzlunarinnar og á ég þar við samskipti lieild- sala og kaupmanna sérstak- lega. Þessar stéttir eiga margs konar sameiginlegra hagsmuna að gæta en svo virðist sem á- greiningsmál eins og t. d. hið svokallaða „vaxtastríð“ hindri æskilegt samstarf. Hvert er sjónarmið kaupmanna í þessu máli?“ Gunnar: „Það er rétt, að Kaupmannasamtökin, Félag ísl. stórkaupmanna og Verzlunar- ráð íslands eiga margt sam- eiginlegt. Ágæt samvinna hef- ur tekizt á sumum sviðum eins og t. d. um áætlanir varð- andi nýtt Hús verzlunarinnar. Eins stóðu þessir aðilar saman við síðustu samninga á vinnu- markaðinum og mynduðu Kjararáð verzlunarinnar. Það skal þó játað, að skýrari verka- skipting þarf að vera milli samtakanna og þau mega ekki vera að grautast öll í sömu málunum. Kaupmenn hafa átt í nokkr- um útistöðum við heildsala stundum og má í því sambandi nefna mótmæli okkar gegn verzlun heildsala til einstak- linga. Vaxtastríðið er lika dæmi um togstreitu þarna á milli og það unnu heildsalarnir, því að nú borgum við fulla banka- vexti af vöruvíxlum. Okkur finnst ósanngjarnt, að með þessu hafa heildsalar velt bolt- anum á undan sér til okkar en við getum ekki velt hon- um lengra, og þurfum að axla verulegar byrðar án nokkurra bóta. Vilji heildsalar setja upp smásöluverzlanir er ekkert við því að segja. Þeir verða bara að sæta sömu kjörum og við t. d. gagnvart skattayfir- völdum. Á sama hátt er okkur kaupmönnum frjálst að setja upp heildverzlanir, og ég hygg reyndar, að áhrif vaxtastríðs- ins endurspeglist í því að kaupmenn, að minnsta kosti í matvöru. hafa í auknum mæli flutt inn vörur sjálfir með félagss-kap sínum. F.V.: „Kaupmenn settu frani kröfur um, að þeir fengju greidd innheimtulaun af sölu- skatti frá ríkinu. Hvernig hef- ur verið tekið undir þær hjá viðkomandi yfirvöldum?“ Gunnar; „Undirtektirnar hafa verið dræmar en það breytir engu um að okkur finnst hér vera mikið nauð- synjamál á ferðinni. Söluskatt- urinn hefur hækkað gífurlega. Fyrst úr 3% í 5,5% og svo í 7%. Þá var honum skilað fjórum sinnum á ári. Þegar minnzt var á innheimtulaun á þeim tímum var því svarað til, að umtalsverðar fjárupphæðii' væru af þessum sökum í velt- unni vaxtalaust um nokkurn tíma hjá verzluninni. í sjálfu sér mátti fallast á gildi þeirra raka. Nú er söluskatturinn orðinn 19% og verzlunin á að gera hann upp einu sinni í mánuði. Það þarf því að gera s'kýrslur 12 sinnum á ári og er nú svo komið, að kaup- menn þurfa að leita aðstoðar endurskoðenda til þess að hafa röð og reglu á þessum hlutum og greiða á réttum gjalddaga. Söluskatturinn er ekki lengur í veltunni og fyr- ihhöfn og kostnaður við hann héfur aukizt mjög. Þess vegna er krafan um innheimtulaun nú sett fram í fullri alvöru. Árið 1974 innheimti smá- söluverzlunin í landinu sölu- skatt upp á u. þ. b. 7 milljarða kr. fyrir ríkið. Það er um helm- ingi hærri upphæð en Gjald- heimtan í Reykjavík innheimti. Rekstur hennar kostaði 40 milljónir 1973. Nú viljum við fá einhverja ákveðna prósentu í innheimtulaun og verði rí'kis- valdið ekki við þeirri kröfu munum við hreinlega hætta þessu, þannig að rikið yrði að hafa mann 5 hverri búð til að rukka viðskiptavinina um sölur skattinn sinn“, FV 2 1975 41
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.