Frjáls verslun - 01.02.1975, Qupperneq 44
Fyririaeki, Iramlciðsla
IXiýjung hjá Flugfélagi Islands:
*
Odýrar helgarferðir í innanlandsflugi
- með gistingu á nokkrum beztu hótelum landsins
Með styttri vinnuviku
hafa frístundir aukizt um helg-
ar og auk þess er ekki óal-
gengt orðið, að fólk reyni að
taka sér stutt orlof yfir há-
veturinn til tilbreytingar. Vilji
menn nota tækifærið til að
skreppa landshorna á milli
getur Flugfélag íslands séð um
flutningana, hvernig sem á-
stand þjóðveganna kann að
vera. Ekki er að vísu full-
tryggt að fært sé loftsins vegu
samkvæmt fyrirfram gei’ðum
ferða'áætlunum en líkurnar eru
miklar, svo miklar alla vega,
að Flugfélagið hefur nú sam-
ið sérstaka ferðaáætlun fyr-
ir íslendinga, sem skreppa
vilja i ódýrar vetrarferðir inn-
anlands um helgar. Er þetta
gert í samvinnu við nokkur
beztu hótel á landsbyggðinni,
sem opið hafa allt árið, og
sömuleiðis helztu gistihús höf-
uðstaðarins.
TIL SEX MISMUNANDI
STAÐA.
Fyrir Reykvikinga er um
helgarferðir til eftirtalinna
staða að ræða: Akureyrar, Eg-
ilsstaða, Vestmannaeyja, ísa-
fjarðar, Húsavíkur og Hafnar
i Hornafirði. Verða þær í boði
fram á vor. Ferðirnar geta haf-
izt á hverjum föstudegi eða
laugardegi og standa til mánu-
dags, eru því ýmist tvær næt-
ur og þrír dagar eða þrjár
nætur og fjórir dagar. Lág-
marksdvöl er tvær nætur. Að
sögn forráðamanna innaniands-
flugs Flugfélags íslands er
upp á þessar ferðir boðið til
að auka á tilbreytingu í
skammdeginu, gefa ibúum höf-
uðborgarsvæðisins tækifæri tii
að kynnast þróttmiklu athafna-
lífinu á i^ndsbyggðinni og íbú-
um oyggðarlaga úti á lardi
kost á að koma til Reykjavik
ur og taka þátt í menningar-
og félagslífi, sem höfuðþorgin
býr yfir umfram aðra staði á
landinu. Sjálf dvölin á við-
komandi stöðum er ekki skipu-
lögð en skrifstofur félagsins
veita upplýsingar um helztu
viðbui'ði á sviði íþrótta og fé-
lagastarfsemi, um leiksýningar
og skemmtanir eftir því sem
áhugi ferðafólksins beinist inn
á þau svið.
HÁLFT GJALD FYRIR BÖRN
Hótelin, sem farþegar í þess-
um sérstöku helgarferðum
gista á eru Hótel KEA og
Varðborg á Akureyri, Vala-
skjálf á Egilsstöðum, Hótel
Vestmannaeyjar, Hótel Mána-
kaffi á ísafirði, Hótel Húsa-
vik og Hótel Höfn í Hoi'na-
firði.
í verði ferðanna er innifalið
flugfar báðar leiðir, gisting og
morgunverður. Þannig kosta
þriggja daga ferðir til Akur-
eyrar kr. 6.250, Egilsstaða kr.
8.100, Vestmannaeyja kr.
4.980, ísafjarðar kr. 6.100 en
fjögui'ra daga ferðir til Húsa-
víkur 7.800 kr. og til Hafnar
í Hornafirði 8.200 krónur.
Börn innan 12 ára aldurs
greiða hálft gjald.
SKÍÐI, SKEMMTANIR
OG SÖFN.
Á Akureyri er miðstöð vetr-
aríþrótta. Skíðalandið í Hlíðar-
fjalli er geysivinsælt en margt
er líka að sjá í söfnum bæjai'-
ins, eins og minjasafninu, nátjt-
úrugripasafninu, Nonnahúsi,
Daviðshúsi og Matthíasai'safni.
Skemmtanalíf er sagt með líf-
legra móti á Akureyri. Kunn-
ugir telja að Vestmannaeyjar
gefi höfuðstað Norðurlands þó
lítið eftir í því efni nú orðið,
því að Hótel Vestmannaeyjar
hefur opnað vinsælt diskótek,
þar sem boðið er upp á allar
tegundir veitinga. Á vegum
hótelsins eru skipulagðar
skoðunarferðir að gosstöðvun-
um á Heimaey, 2-21/2 tíma
ferðir.
Þá er vandað fiskasafn í
Vestmannaeyjum.
Aðstaða til skíðaferða er
með afbrigðum góð á ísafirði,
skíðalyftur eru svo að segja
við hóteldyrnar á Húsavík en
þar í kaupstaðnum eru líka
náttúrugripasafn, með Gríms-
eyjarbangsanum fræga, og
byggðasafn. Á Egilsstöðum og
á Höfn í Hornafirði eru bíla-
leigur, svo að auðvelt er að
litast um í næsta nágrenni.
Á þessum hótelum er að-
staða til að taka á móti hópum
til funda- og ráðstefnuhalds
og færist slíkt í vöxt.
LANDSBYGGÐARFÓLK TIL
REYKJAVÍKUR.
Fyrir ibúa á endastöðvum
Flugfélags íslands utan
Reykjavíkur og í nágrenni
þeirra eru skipulagðar helgar-
ferðir til höfuðborgarinnar
eins og áður sagði. Þá er gist á
Hótel Esju, Hótel Holti eða
Hótel Sögu. Verð þessara
ferða er mismunandi eftir
stöðum. Til að gefa nokkra
hugmynd um þau má geta þess
að ferð frá Patreksfirði kostar
t. d. 6.800 kr. með gistingu á
Hótel Esju, 7.80Ó á Hótel Holti
44
FV 2 1975