Frjáls verslun - 01.02.1975, Síða 48
ÓDÝR, ELEKTRÓNÍSKUR PENINGAKASSI — Bandarískt
fyrirtæki flytur nú út fimm mismunandi nýjar ger'ðir af elektrón-
ískum peningakössum til Astralíu og Belgíu. Þessir kassar gefa
ekkert hljóð frá sér og ganga fyrir rafhlöð)u. Ýmsir möguleikar
eru í sambandi við mismunandi færslur og auðVelt er1 aði gera
Ieiðréttingar. Sumar gerðirnar hafa sjálfvirkan búnað til að relkna
út söluskatt m.a. Þessir kassar eru 27 kíló á þyngd, 48 sentimetrar
á hæð og breidd. Þeir kosta milli 1000 og 2000 dollara, en framr
leiðandi er R.C. Allen Inc., Grand Rapids, Michigan.
IMÝJUIMGAR
BRUNNAR STEYPTIR A
STAÐNUM - Tímasparnaður í
byggingarframkvæmdum þýðir
minni kostnaður. Fyrirtæki,
sem sérhæfir sig í nýjungum á
sviði byggingartækni hefur sent
frá sér létt og lipur plastmót til
þess að steypa brunna á ræsum
og lögnum af víðustu gerðum.
Brunnurinn er steyptur á stað-
num á minna en einum degi.
Ekki er því lengur þörf á stór-
um flutningahílum eða lyftur-
um til að koma brunnum á sinn
stað. Tveir menn geta sett mótin
saman á tveim klukkustundum
og síðan er steypu dælt í þau
frá steypubíl. Mótin kosta 4000
dollara og er,u fáanleg 1,3 met-
rar eða 2 metrar í þvermál.
Framleiðandi er Improved
Construction Methods Inc., Box
685, Jacksonville, Arkansas.
SPJALDGATARI - Fyrirtæki í Massachusetts flytur út ýmsar
gerðir af léttiun og ódýrum tækjum til að útbúa gataspjöld. Eitt
þeirra er Model 2600 Wright Punch, sem nota má til að fylla út
alls konar gataspjöld fyrir skýrsluvélar til aflestrar. Algengast
eru þó 80 - dálka kort. Að sögn framleiðandans má nota þetta
tæki hvar sem er og það getur gert göt áj öll.um 960 gatastæðúm
á spjaldinu. Tækin eru fáanleg með margs konar! sérútbúnaði og
kosta frá 250 dollurum upp í 995 dollara. Seljandi er Wright Linie,
ElectroMechanics Department, Warcester, Massachusetts.
48
FV 2 1975