Frjáls verslun - 01.02.1975, Side 51
Melroses — fyrirtækið:
Það byrjaði árið 1812
Rakin saga skozka tesölufyrirtækisins Melroses, sem gerir m.a. mikil
viðskipti við Island1
Árið 1812, þegar Napóleon fór með herfylkingar sínar sem stormsveipur um Evrópu og almenning
ur í Edinborg gerði uppþot vegna hækkaðs verðs á matvöru, fordæmdi skozkur dómari tedrykkju á
þeirri forsendu, að vaxandi vinsældir tes drægju úr tekjunuin, sem höfðust af bjórskattinum.
Teið átti þó þá þegar sína
eindregnu stuðningsmenn og
nam neyzlan um hálfu kílói
árlega á mann, sem er meira
en gerist víða um lönd í sam-
tímanum. Þar eð tollar af tei
voru rúmlega 3 shillingar á
pund sáu smyglarar leik á
borði til að drýgja tekjurnar.
Meðlhöndlun tes í verksmiðju-
um var þá ekki hafin.
MELROSE KEMUR
TIL SÖGUNNAR.
Við þessar aðstæður kom
Andrew Melrose til sögunnar.
Hann reyndist vera öllu fram-
sýnni en hinn lærði dómari,
að minnsta kosti í málum, er
lutu að neyzluvenjum fólksins.
Andrew starfaði sem aðstoð-
armaður í verzlun hjá einum
frægasta kaupmanni Edinborg-
ar á þeim tíma en opnaði svo
sjálfur búð árið 1812 í Canon-
gate i Edinborg, þá 22ja ára
gamall. Þetta markaði upphaf
fyrirtækisins Andrew Melrose
and Co.
Þegar frá byrjun seldi And-
rew aðallega te, og gamlir
auglýsingapésar þessa tíma
sýna hve teúrvalið var fjöl-
breytt. Á skiltum við verzlun-
ina var athygli vakin á „ekta
te frá Austurlöndum.“
Viðskiptin blómguðust og ár-
ið 1820 átti Andrew þrjár
verzlanir í höfuðborg Skot-
lands og vöruhús, sem seldi
öðrum nýlenduvörukaup-
mönnum te. Þar með var fyr-
irtækið orðið heildverzlun.
Ný tækifæri biðu Andrew
Melrose 1834 og hann notaði
sér þau svo sannarlega. Síðan
á 17. öld hafði öll verzlun
við Kína, sem var eini tefram-
leiðandinn í heiminum fram á
miðja síðustu öld, farið fram á
vegum einokunar Austur-Ind-
landsfélagsins en þegar á
fjórða tug síðustu aldar var
þess konar einokunarverzlun
dauðadæmd og Andrew Mel-
rose sá fram i tímann.
KÍNAVERZLUNIN.
„Kínaverzlunin verður mjög
líklega alveg frjáls“, sagði
hann. „Það verður einkafram-
takinu hvatning og jafnframt
mun kunnátta og fjármagn
leita inn á svið teverzlunarinn-
ar. Andrew Melrose og Co.
munu nota sér breytingarnar
til hins ítrasta í þágu við-
skiptamanna sinna.“
Um leið og Kínaverzlunin
var gefin frjáls leigði Andrew
seglskipið „Isabella", til flutn-
inga til Leith frá Kína. Þeg-
ar teið var boðið upp komu
kaupmenn víða að til Edin-
borgar að gera innkaup.
Skipstjórinn hlaut drjúgan
skerf af hagnaðinum, því að
hann var á ferðinni á réttum
tíma en ferðaáætlanir skip-
anna gátu breytzt á óralangri
siglingu, þó að snemma væri
lagt af stað frá Canton. Leið-
in var 17000 sjómílur og lá
suður fyrir Góðrarvonarhöfða.
Ferðir teskipanna hafa orðið
efni í góðar þjóðsögur.
Þrír synir Andrews tóku nú
þátt í rekstri fyrirtækisins,
sem óx hratt. Einn þeirra
ferðaðist um Kína í 20 ár og
keypti te og sá um sendingar
á því til Skotlands. Var það
næsta ævintýralegt að eiga
viðskipti við kínverska kaup-
menn og sjá um hleðslu á
skipunum með mestu leynd.
KONUNGLEG
VIÐURKENNING.
Þegar árið 1837 hlaut fyrir-
tæki Melroses viðurkenningu
Viktoríu drottningar og hafa
eftirkomendur hennar á hásæti
Aðalstöðvar Melroses í nágrenni liafnarinnar í Leith.
FV 2 1975
51