Frjáls verslun - 01.02.1975, Qupperneq 57
Plastiðnaður:
Vaxandi iðngrein og ein sú
fjölbreyttasta á landinu
Plastiðnaður er ein yngsta iðngrein á íslandi, en jafnframt mjog fjölbreytt. Starfsfólk er alls um 250
á landinu, sem ekki gefur raunhæfa hugmynd um stærð iðngreinarinnar, þar sem liún er óvenjulega
mikið vélvædd. Sennilega hugsa fæstir um það, hversu erfitt væri að vera til án plasts. Vafasamt
verður að teljast hvort nútíma þjóðfélag væri starf hæft, ef allt plast hyrfi skyndilega. Þetta á ekki
síst við matvæladreifingu, en plastefni eru notuð mikið við pökkun matvæla.
Meðal þeirra plastefna, sem
flestir þekkja, er húseinangrun.
Hún er gerð úr plastkornum,
sem eru blásin upp í 30 til 40
sinnum upprunalega stærð, með
gufu. Þetta er nú lang algeng-
asta einangrunarefni í húsum á
íslandi, enda fellur það vel að
byggingarháttum hér á landi,
er ódýrt í innkaupi og hefur
mikið einangrunargildi.
Hinar miklu hitaveitur hér á
landi eru nú allar lagðar í plast-
rör, sem síðan eru einangruð að
innan með plastefnum og málm-
rör innst, þar sem vatnið renn-
ur. Þessi plastefni hafa meira
hitaþol en venjuleg einangrun,
sem ekki þolir nema um 80
gráðu hita.
Plaströrin, sem fyrr voru
nefnd, eru framleidd hér á
landi. Það sama má segja um
rafmagnsrör og tengidósir fyrir
rafkerfi.
PLASTUMBÚÐIR KUNNAR
Umbúðir eru ein af algengustu
vörum úr plasti, sem fólk um-
gengst. Margir framleiðendur
búa til poka, bæði gagnsæja,
litaða og áprentaða, sem not-
aðir eru fyrir vörur, eða sem
burðarpokar í verzlunum. Tveir
framleiðendur búa til svokall-
aða slöngu, sem plastpokar eru
síðan búnir til úr.
Ýmiskonar flöskur, fötur, og
box eru gerð úr plasti hér á
landi. Þessar umbúðir eru
meðal annars notaðar utan um
þvottalög, ávaxtasafa, bón, jó-
gúrt, skyr, og fjölmargt annað.
Þá er sama tækni notuð til að
framleiða leikföng, svo sem
bíla, snjóþotur og fleira.
Það sem í daglegu tali er kall-
að svampur í húsgögnum, er í
raun plastefni, sem blásið er
upp með sérstakri tækni. Það er
nú notað sem stopp í nær öll
húsgögn sem framleidd eru hér
á landi.
FISKKASSAR FRAMLEIDDIR
HÉR
Mikið hefur verið talað um
fiskkassa og þá hagkvæmni,
sem af þeim leiðir í meðferð
fisks á hafi úti. Að minnsta
kosti einn framleiðandi er að
í vinnusal Plastprents. Það er eitt þeirra fyrirtækja, sem framleiða
áprentaða poka utan um margs kyns varning.
FV 2 1975
57