Frjáls verslun - 01.02.1975, Page 59
Hlutdeild iðnaðar í útflutningi
fer ört vaxandi
Sagt frá starfsemi IJtflutningsmiðstödvar iðnaðarins
Eftir Huldu Kristinsdóttur
Útflutningsmiðstöð iðnaðarins á að aðstoða fyrirtækin við útflutning framleiðslu sinnar.
Samsvarandi útflutningsstofnanir eru í öllum löndum Evrópu og hafa starfað allmörg undan-
farin ár. Elst þeirra mun vera Sveriges Exportraad, stofnsett 1887 af iðnrekendum undir nafninu
Sveriges Almánna Exportförening. Yngst er Idnadarstovan í Færeyjum stofnsett 1973.
Þegar útflutningur er að miklu leyti lítt unnin hráefni til vinnslu, eins og verið hefur Iengst af
hér á landi, er gagnsemi útflutningsstofnunar takmörkuð, en fullunnar iðnaðarvörur krefjast fjöl-
breyttrar sölustarfsemi, þekkingar á kröfum neytenda og viðskiptaháttum viðkomandi landa.
• Vaxandi útflutningur á iðn-
aðarvörum
Tölur um útflutning lands-
manna sýna vaxandi hlutdeild
iðnaðarvara í heildarútflutning-
num. Síðustu árin hefur þetta
hlutfall verið um 25% iðnaðar-
vörur, sjávarútvegur 73% og
landbúnaður 2%.
Árið 1968 voru flutt út 4.000
tonn, en 1974 um 91.000 tonn.
Verðmaetisaukning frá 157.4
millj. kr. 1968 í 7.000 millj.kr.
1974. Sérstök áherzla hefur
verið lögð á útflutning iðnaðar-
vara úr innlendum hráefnum,
einkum uli og skinnum. f þess-
um vöruflokkum hefur magnið
tífaldast og verðmæti aukist úr
70 millj. kr. 1968 í 1.200 mill-
jónir 1974.
Útflutningsmiðstöð iðnaðar-
ins hefur það hlutverk að efla
útflutning iðnaðarvara og veita
honum fyrirgreiðslu — segir í
lögum um útflutningsmiðstöð
frá 1971.
Þjónustuna við útflytjendur
má greina í sex þætti:
• Aðstoð við kynningu á vör-
um erlendis.
Útflutningsmiðstöðin skipu-
leggur þátttöku í vörusýning-
um með fyrirtækjum og sendir
starfsmenn til að aðstoða þau á
sýningum, útvegar húsnæði
fyrir þátttakendur og aðra
fyrirgreiðslu, sem nauðsynleg
er þegar á staðinn er komið.
í Bandaríkjunum eru vöru-
kynningar í stórverzlunum
skipulagðar með hjálp Útflutn-
ingsmiðstöðvarinnar, þannig að
matvæli, fatnaður og gjafavör-
ur eru kynnt samtímis. Jafn-
framt er útbúið kynningarefni
um vörurnar og landið, til
notkunar við slíkar kynningar.
• Leiðbeiningar um útflutning
og söluaðgerðir.
Hægt er að leita til Útflutn-
ingsmiðstöðvarinnar um gerð
vörureikninga, útflutnings-
skjala og innflutningsskjala.
Hægt er að veita upplýsingar
um greiðslukjör, flutningsleiðir
og kostnað við sendingar, og
allar almennar upplýsingar um
lönd og markaðssvæði.
Námskeið eru haldin um
söluaðgerðir og undirstöðuatriði
í útflutningsverzlun, á vegum
Útflutningsmiðstöðvarinnar eða
með aðstoð hennar.
• Markaðsathuganir fyrir
íslenzk fyrirtæki.
Markaðsathuganir eru gerðar
til að kanna þjóðfélagsaðstæð-
ur, viðskiptahætti og sölukerfi
viðkomandi landa. Þá veitir Út-
flutningsmiðstöðin leiðbeining-
ar um söluaðgerðir, sem við
eiga fyrir ákveðnar vörur eða
vöruflokka.
Útflutningsmiðstöðin hefur
gert nokkrar markaðsathuganir
Rafknúnar handfæravindur frá Elliða Nordal Guðjónssyni voru
fluttar út til Noregs, Færeyja og Kanada árið 1974.
FV 2 1975
59