Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1975, Side 61

Frjáls verslun - 01.02.1975, Side 61
fyrir fyrirtæki og gerir ráð fyrir að auka þá starfsemi, til að spara útflytjendum tíma og fé, þegar leitað er á nýja mark- aði eða reynt að flytja út nýjar vörur. • Sameiginleg útflutnings- starfsemi fyrirtækja. Eitt a'í verkefnum Útflutn- ingsmiðstöðvarinnar er að fá fyrirtæki til samvinnu í útflutn- ingi. Þar sem fyrirtæki eru mörg og smá, eins og hér gerist, er mikilvægt að útflytjendur vinni saman að kynningu á vörum sínum, eftir því sem tök eru á. Stofnuð hafa verið Út- flutningssamtök húsgagnafram- leiðenda fyrir atbeina Útflutn- ingsmiðstöðvarinnar. Góð sam- vinna hefur verið hjá útflutn- ingsaðilum, þegar kynnt hafa verið matvæli, fatnaður og gjafavara og árangur orðið góður. • Heimsóknir erlendra aðila. Útflutningsmiðstöðin hefur aðstoðað erlenda aðila og skipu- lagt heimsóknir þeirra í fyrir- tæki. Slíkar heimsóknir auka tengslin milli framleiðenda og kaupenda og auðvelda sölustarf- semina erlendis, þegar menn sjá og kynnast íslenzkum aðstæð- um. Komið hefur til tals að bjóða innkaupsaðilum nokkrum saman hingað til lands og hafa þá skipulagða kynningu á ísl- enzkum vörum. Ferðir fram- leiðenda eða sölustjóra til lík- legra markaðslanda með kynn- ingar á vöruhópum eru áætlað- ar á þessu ári. • Vekja athygli iðnfyrirtækja á útflutningsmöguleikum. Skipulögð athugun á útflutn- ingsmöguleikum íslenzkra iðn- aðarvara fór fram á árunum 1971-1973. Hlutverk Útflutn- Framleiðsla á ullarjökkum til útflutnings í prjónastofunni Alís. ingsmiðstöðvarinnar er að vinna að slíkum athugunum áfram og fylgjast með nýjum vörugreinum og hvetja fyrir- tækin til að reyna útflutning þegar ljóst er að markaður er fyrir vörur þeirra erlendis. Með aukinni sérhæfingu má ætla að hægt verði að velja þær vöru- greinar og sölusvæði sem leggja þarf mesta áherzlu á í sam- vinnu við fyrirtækin. SAGA ÚTFLUTNINGSMIÐ- STÖÐVAR IÐNAÐARINS Félag íslenzkra iðnrekenda setti á stofn Útflutningsskrif- stofu 1968. Úlfur Sigurmund- sson hagfræðingur, var ráðinn til að veita henni forstöðu. Árið 1971 voru lögin um Útflutnings- miðstöð sett og Útflutnings- skrifstofa F.f.I. varð með þeirri skipulagsbreytingu að Útflutn- ingsmiðstöð iðnaðarins. í lögum segir: Útflutnings- miðstöð iðnaðarins skal vera sjálfstæð stofnun með sjálfstæð- an fjárhag og reikningshald. Stjórnina skipa 6 menn valdir til 4 ára í senn. Skulu tveir þeirra vera valdir af Félagi ísl. iðnrekenda, en Landssamband Þannig eru íslenzku ullarjakk- arnir kynntir í erlendum sölu- bæklingium. Þessir voru fram- leiddir hjá Alís. iðnaðarmanna, Samband ísl. samvinnufélaga, viðskiptaráð- herra og iðnaðarráðherra skipa einn mann hver. Kostnaður af rekstri Útflutn- ingsmiðstöðvarinnar er greidd- ur af árlegri fjárveitingu ríkis- sjóðs, framlagi stofnenda og styrkjum frá lánasjóðum iðnað- ar til einstakra verkefna. Árið 1974 nam framlag hins opinbera um 48% af reksturskostnaði en framlag stofnenda, sjóða og greiðslur fyrir veitta þjónustu 52%. Stjórnarformaður er Bjarni Björnsson, framkvæmda- stjóri í Dúk h.f. Framkvæmda- stjóri er Úlfur Sigurmundsson, annað starfslið eru fjórir full- trúar og tvær skrifstofustúlkur. FV 2 1975 61

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.