Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1975, Page 65

Frjáls verslun - 01.02.1975, Page 65
Börkur hf.: Framleiðir Ureþan- plast til einangrunar Börkur hf. við Hjallahraun 2 í Hafnarfjrði hefur frá upphafi, þ.e. stofnun fyrirtækisins 1964 framleitt Ureþan einangrunarefnlð (Polyurethane) en það plastefni er t.d. mun hitaþolnara en hvíta einangrunarplastið og þolir vel jafnan 120 gráðu hita. HEFJA FRAMLEIÐSLU Á BYGGINGAPLASTI. Nýju deildinni er þó ætlað meira verkefni en bara að framleiða plast í poka. Ætlun- in er að framleiða bygginga- plast að mestu fyrir landið. Byggingaplast er t. d. notað í staðinn fyrir glerrúður meðan hús er í byggingu, það er þykkt og sterkt þótt það sé 'gegnsætt. Það er einnig notað til að breiða yfir húsgrunna. Við bindum einnig miklar von- ir við það sem við köllum „krumpuplast“ (á dönsku krympefolium) en það skrepp- ur saman við hita og er t. d. notað utan um ýmiskonar mat- væli. Við notuðum um 700 lestir af plasti í framleiðslu okkar á síðasta ári og það verður væntariiega töluverð aukning með þessum nýju lið- um. Starfsmönnum fækkar sjálfsagt ekki heldur en þeir eru nú milli 20-30. Aðspurður um, hvernig rekstur svona fyrirtækis gengi sagðd Haukur. — Ég get varla kvartað þVí reksturinn hefur gengið vel þótt við örðugleika hafi verið að etja öðru hvoru. Það hafa orðið gífurlegar hækkanir á plastefnum, vextir hafa hækk- að og rekstrarfé liggur ekki á lausu. TOLLAR ÞUNGBÆRIR. — Við erum ejtki i jafn góðri aðstöðu og fyrirtæki í nágrannalöndum okkar sem hafa miklu stærri mar-kaði og geta því gert meiri og stærri hluti. Við stöndum þó jafn- fætis þeim að öðru leyti. Véla- kostur er sambærilegur nema hvað við höfum kannske ekki eirihverjar súper-sérhæfðar vélar sem þurfa milljónamark- að til að borga sig. — Okkar meginerfiðleikar eru þó í sambandi við tolla af okkar framleiðslutækjum, þótt þeir hafi verið lækkaðir unn síðustu áramót. Það þarf ró- lyndi og hugarjafnvægi hjá mönnum sem eru að berjast fyrir því að tvær verksmiðjur sem á að reisa hér „fái allt frítt“ meðan við erum að borga tolla. Aðalverkefni Barkar undan- farin ár hafa verið í sambandi við hitaveituframkvæmdir. Ureþan kemur í fljótandi formi til verksmiðjunnar og þar er það blandað í sérstök- um vélum og eru eiginleikarn- ir hafðir í samræmi við það verk sem á að vinna. Þegar um hitalagnir er að ræða er komið með þær í verksmiðjuna og er þar úðað utan á leiðslurnar „plastkápu" og þær þá tilbúnar í skurðinn. Efnið er þó mun fjölhæfara en svo að það sé eingöngu notað við hitaveituna. Það þykir einnig mjög gott til að ein- angra fiskilestir í skipum og stærstu skipasmíðastöðvarnar, eins og Stálvík, Slippstöðin á Akureyri og Marselíus Bern- harðsson á ísafirði nota það við nýsmíðar. EINANGRUNARFLEKAR Mest er Ureþan notað í fljót- andi formi og er því sprautað á þann stað sem á að einangra. Hinsvegar er einnig hægt að hafa það í föstu formi og steypa t. d. fleka til að ein- angra hús. Runólfur Halldórsson, fram- kvæmdastjóri kvað flekana mjög hentuga við t. d. smíðd verkstæðishúsa, gripahúsa, bil- skúra og þar fram eftir götun- um. Börkur hf. er að færa út kvíarnar. Fyrirtækið hefur hingað til verið í 750 fermetra húsnæði sem fyrir löngu er orðið of lítið og hefur töluvert háð starfseminni. Það er þvi verið að byggja 1100 fermetra viðbótarhúsnæði og við ein- angrun þess eru auðvitað not- aðir Ureþan flekar sem eru boltaðir utan á grindina. ENGAR LÖGBOÐNAR FYRIRGREIÐSLUR — Hinar gífurlegu hækkan- ir á plastefnum hafa verið mjög tilfinnanlegar, sagði Run- ólfur. Það er gamla sagan að það skapar alltaf erfiðleika þegar þeir lagerar sem maður þarf að eiga hækka mjög í verði. Fyrirgreiðsla er einnig mjög takmörkuð. Erfiðleikar iðnaðarins eru meðal annars þeir að við höfum engar lög- boðnar fyrirgreiðslur eins og sjávarútvegurinn og bændurn- ir. Ég er ekki að segja að það væri heppileg heildarlausn að við fengjum það, en þetta er greinileg mismunun. Þar að auki hefur ríkið vegið að okk- ur harkalega. Okkar fjármagn til fyrirgreiðslu er hið al- menna sparifé í lánastofnun- um. Ríkið sjálft hefur verið í beinni samkeppni við okkur um þetta fé með útgáfu skuldabréfa. Þessi skuldabréf eru boðin með kjörum sem aðrir geta ekki staðið undir og sala þeirra á almennum mark- aði þurrkar upp það lausafé sem iðnaður, verzlun og al- menningur eiga að hafa. Þrátt fyrir erfiðleikana er ei hægt að segja annað en fyrir- tækið hafi gengið vel á síðr asta ári, hvað sem nú verður. Það er augljóst að í augnablik- inu a. m. k. er ekkert fé að fá til nauðsynlegra fjárfestinga. Iðnaðurinn verður að hafa rekstrarfé til nauðsynlegra endurbóta og endurnýjunar, en ég sé ekki fram á að við förum út í nein vélakaup á næstunni. Við verðum að kom- ast af með það sem við höfum þar til úr rætist. Hjá Berki hf. eru 24 starfs- menn. FV 2 1975 65

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.