Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1975, Qupperneq 73

Frjáls verslun - 01.02.1975, Qupperneq 73
hugsuð þéttari byggð, hverfi með þriggja hæða fjölbýlishús- um, til að styrkja uppbyggingu og rekstur miðbæjarins. Lagt er til að umferðaræðar verði umhverfis Grindavík fyrir þá umferð, sem ekki á erindi inn í byggðarlagið eða ekki er talið æskilegt að fari um innanbæjar- götur þéttbýlisins. Hér er átt við umferð, sem á erindi út að Reykjanesi eða í átt til Krísu- víkur. Eiríkur sagði, að ef mið- að væri við að Grindavík þró- aðist einungis sem sjávarpláss, væri þessi hringbraut umhverf- is bæinn ekki óraunhæf hug- mynd, enda væru þenslumögu- leikar sjávarplássa takmarkað- ir. Uppi eru hugmyndir um að skapa aukna fjölbreytni í at- vinnulífi Grindavíkur og má þar t. d. benda á möguieika á aukinni verslun og þjónustu. Þá eru hin nýju iðnaðarhverfi ekki deiliskipulögð, svo þar eru möguleikar á að koma upp ein- hverju öðru en eingöngu fisk- iðnaðarfyrirtækjum. Þá býður aukin þjónusta við bátaflotann upp á mikla möguleika, en hún er nú af skornum skammti og mætti stórauka hana, t.d. með að koma upp fulikominni við- gerðarþjónustu fyrir siglingar- tæki og þessháttar, en hún er nú ekki til í Grindavík. Allt þetta miðar að því að það fólk, sem ekki vill eða getur unnið eingöngu við fiskvinnslu eða sjómennsku, þurfi ekki að flýja staðinn í atvinnuleit. Aðspurður um næstu verk- efni á vegum kaupstaðarins, nú þegar aðalskipulag lægi fyr- ir, svaraði Eiríkur að hin rnikla þensla undanfarinna ára, hefði staðið ýmsum öðrum framkvæmdum fyrir þrifum vegna þess hversu mikið fjár- magn hefði farið í að gera lóðir byggingarhæfar. Nú stendur það mál hinsvegar þannig að nokkuð svæði er byggingar- hæft, en ekki fullbyggt enn. Holræsamálið er einna stærst, en ’70 til 71 var byrjað á gerð holræsakerfis fyrir staðinn, en áður höfðu verið rotþrær við hvert hús. Þar sem Grindavik er að mestu byggð á hrauni, er Eiríkur Alex- andersson bæjarstjóri fyrir utan inn- ganginn í Festi, en bæj- arskrifstof- urnar eru þar til húsa núna. þessi framkvæmd erfið og fjár- frek, en er nú um hálfnuð. VARANLEGT SLITLAG KOMIÐ Á 3 KM. Gerð varanlegra gatna verð- ur haldið áfram, en gatnakerfi Grindavíkur er röskir 13 km. og er komið varanlegt slitlag á röska 3 km. Þá geta hitaveitu- framkvæmdir væntanlega haf- ist á þessu ári og er jafnvel reiknað með að heitt vatn verði komið í um helming húsa í Grindavík um næstu áramót, ef allar áætlanir standast til fulls. Jafnhliða að hitalagnir hafa verið lagðar í gangstéttir, verð- ur hægt að ganga frá þeim til frambúðar, en gangstéttarfram- kvæmdir hafa beðið hitalagn- anna. Nægilega mikið er af góðu ferskvatni í kaupstaðnum, eða síðan ’51 að hætt var að nota rigningarvatn af þökum og borað var eftir vatni. Fisk- vinnslustöðvarnar eru ekki mn á kerfi bæjarins, og taldi Eirikur ekki ólíklegt að þær og höfnin yrðu innan tiðar tengd á kerfið, en það er talsverð framkvæmd. Þá stendur nú fyr- ir dyrum að stækka barnaskól- ann um 1000 fermetra, enda býr hann nú við mjög þröngan kost, að sögn Eiríks. Stofnun dagheimilis og leikskóla eru nú á umræðustigi, en það er mikil- vægt atriði með hliðsjón af því hversu húsmæður í Grindavík taka virkan þátt í framleiðslu- störfunum. Loks má svo nefna að fyrirhugað er að byrja á átta nýjum íbúðum skv. nýjum iög- um um byggingar leiguíbúða út um landsbyggðina, og verða væntanlega 48 þessháttar íbúðir byggðar í Grindavík á næstu fimm árum. Að sögn Eiríks ættu þær að leysa nokkuð úr hinni miklu húsnæðiseklu í Grindavík, en hann benti á að Viðlagasjóðshúsin hefðu einnig leyst nokkurn vanda. Margir Vestmannaeyingar hafa flutt aftur til Eyja og hafa þá húsin verið seld. Hafa jafnan verið mörg tilboð í hvert hús, en sala þeirra hefur þó leyst nokkurn vanda. Eiríkur gat .þess að lok- um að ekkert lát virtist á vexti Grindavikur, því enn væri þangað mikið aðstreymi fólks og ekkert fyrirsjáanlegt myndi breyta því. FV 2 1975 73
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.