Frjáls verslun - 01.02.1975, Síða 83
Plastiðjan:
Það er arðbær fjárfesting að
einangra vel
Plasteinangrun frá Plastiðjunni hefur
nú verið notuð á íslandi í meira en
fimmtán ár. Hún heldur enn fullu ein-
angrunargildi, jafnvel í fyrstu húsun-
um, sem hún var sett í. í nágranna-
löndum okkar er þegar fengin þrjátíu
ára góð reynzla af plasteinangrun, sem
tryggir gæði og endingu.
ÓDÝR MIÐAÐ VIÐ
EINANGRUNARGILDI
Plasteinangrun er miklu ódýrari en
önnur einangrunarefni, sem hafa sama
einangrunargildi. Þá hefur hún þann
stóra kost, að einangrunarlagið verður
ekki þykkt, vegna þess hve mikið ein-
angrunargildi er í hverjum sentimeter.
Hún verður því ekki til að gera veggi
þykkari. Plasteinangrun er mjög ódýr,
þegar hún er borin saman við kynd-
ingarkostnað.
NOTKUN VIÐ MARGVÍSLEGAR
AÐSTÆÐUR
Plasteinangrun er notuð í meginhhita
allra íbúða, sem byggðar eru hér á
landi. Hún er notuð í gólf, loft og vegg'i.
Þá er hún mikið notuð í iðnaðarhús-
næði og öðru atvinnuhúsnæði, þar á
meðal útihúsum í sveit. Plasteinangrmi
er notuð við kæligeymslur, svo sem
frystiklefa í frystihúsum, kartöflu-
geymslur og kæliklefa verzlana.
MÖRG STÓR VERKEFNI
Á undanförnum fimmtán árum hef-
ur Plastiðjan séð um einangrun í
mörgu af stærstu mannvirkjum á land-
inu. Þar sem Plastiðjan er stærsti
framleiðandi á húsaeinangrun í land-
inu, á hún hægast með að tryggja af-
hendingu á miklu magni í senn. Löng
reynsla í að sinna stórum verkefnum er
mikils virði.
MARGVÍSLEG ÞJÓNUSTA
Plastiðjan hefur alltaf ástundaö þjón-
ustu við viðskiptavinina, sem hefur oft
haft í för með sér tilraunastarfsemi til
að reyna nýja notkun á einangrunar-
plasti.
Eins og fyrr hefur fyrirtækið af-
greiðslu á tveimur stöðum, aðra á Eyr-
arbakka og hina í húsi Korkiðjunnar að
Skúlagötu 57 í Reykjavík. Hringið til
að afla ykkur allra upplýsinga um
notkun á plasteinangrun og til að
kynna ykkur verð.
Plastiðjan hf. Eyrarbakka
SÍMI 23200 EYRARBAKKA
SÍMI 99-3116