Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1975, Síða 27

Frjáls verslun - 01.08.1975, Síða 27
Við reyndum að gera okkur nokkra grein fyrir tekjum manna í Luxemborg og fram- færslukostnaði í samræðum við íslendinga þennan sunnudags- eftirmiðdag. Það þykja sæmi- leg mánaðarlaun í Luxemborg að fá 50 þús. franka en flug- menn Cargolux eru með alit að helmingi hærra kaup. í húsaleigu mega þeir gera ráð fyrir að greiða 10 þús. franka á mánuði og ætla má að 15-20 þúsund frankar fari í heim- ilisreksturinn yfir mánuðinn. Verðbólga hefur verið hæg- fara í Luxemborg. Þó hafa verðbreytingar átt sér stað og verið umtalsverðar á sumum sviðum. Þannig hafði mjólkur- lítirinn hækkað á einu ári úr 9 frönkum í 17. í sparnaðar- skyni eru farnar innkaupafeið- ir við og við til Trier í Þýska- landi, skammt frá landamær- unum. í þessari fæðingarborg Karls Marx getur að líta á- berandi dæmi um velferð fólks við nútíðarkapitalisma, hraustlegt fólk, glæsilegar byggingar og þrifaleg stræti, — vöruúrval í verzJunum sem óvíða á sinn líka. Þarna verzla íslendingar og gera alla jafna hagstæðari innkaup en heima í Luxemborg. Fráleitt væri að segja þá Cargoluxmenn lifa neinu. sult- arlífi þó að mjólkurverðið hafi farið upp á við. Þeir njóta nokkurra hlunninda umfram það sem gerist um Luxemborg- ara sjálfa, t. d. geta þeir ekið í tvö ár á nýjum bílum, ó- tollafgreiddum, sem keyptir eru í gegnum umboðin heima á íslandi. Að öðru leyti njóta þeir ekki sjálfsagðra mann- réttinda. Þeir geta nefnilega hvergi kosið til sveitarstjórna eða þjóðþings. Lögheimili hafa þeir flutt frá íslandi en hafa ekki kosningarétt þar ytra, þó að þeir greiði skatta þar. 9 Þorrablót ocj matarkaup Þessari sunnudagsheimsókn okkar lauk með stuttri heim- sókn á heimili Þórðar Svein- björnssonar og Þórhildar Hin- riksdóttur, en hún er for- maður í íslendingafélaginu í Luxemborg. Góður félagsandi ríkir í hópi íslendinga og ann- að veifið eru haldnir dansleik- ir á vegum þeirra. Einn slik- ur hafði verið tveim kvöldum áður í samkomusal i verzlun- armiðstöð rétt fyrir utan borg- ina. Aðalsamkoma íslending- anna á hverju ári er þó þorra- blótið. Það hefur verið hald- ið sl. fimm ár og er eins kon- ar árshátíð félagsins. íslenzkur þorramatur er fram borinn og svo að lollvörðurinn gat ekki orða bundizt: „í guðs bænum gerið þetta ekki aftur. Smygl- íð þessu heldur lyktarlausu framhjá okkur.“ 0 Fjölritað málgagn ,,Brúin“ heitir fjölritað mál- gagn íslendingafélagsins í 1-rux- emborg. Það hefur komið út 1 þrjú ár, og er ritstjóri þess nú Brynjar Þórðarson. Biaðið flytur fréttir aí' starfi félags- ins, bréf frá lesendum, tilkynn- ingar um nýfædda íslendinga Helena Björgvins- dóttir og Berglind Pálsdóttir í orðaleik á íslenzku auðvitað. hafa Loftleiðir reynzt hjálp- legar við undirbúning þess viðburðar. Af þessu tilefni kom fram, að vitaskuld þykir íslending- um þarna sem annars staðar í útlöndum kærkomið að fá ís- lenzkan mat annað slagið. Hefur það oftast verið gert með þeirn hætti, að einhver kunningi i flugliði Loftleiða hefur tekið með sér matar- pakka að heiman, og hefur ekki verið haft hátt um þær sendingar við tollþjóna í Lux- emborg. En svo bar við einu sinni, að fslendingar ákváðu að gera sameiginlega stærri inn- kaup á mat að heiman og fá hann afgreiddan eftir réttum leiðum í Luxemborg. Svo ó- heppilega vildi til að matar- sendingin týndist. Þetta var á heitustu dögum sumarsins og eftir tvo eða þrjá sólarhringa fannst pakkinn einhvers staðar undir húsgafli á flugvallar- svæðinu. Var nú farið með allt góssið í gegnum tollinn en af þessu lagði fnyk mikinn, í Luxemborg og' ljóðmæli, sem orðið hafa til við margvísleg tækifæri. Margt er þarna spaugilegt sagt um nágrann- an, eins konar „innanhúss brandarar", sem ekki er á- stæða til að rekja hér. Þarna er líka vettvangur fyrir al- varlegri hugrenningar þess, sem er stöðugt á faraldsíæii og skoðar tilveruna grannt, þegar komið er á fjarlægan á- fangastað: Að sitj’inn á bar og sjá ekki neitt, segi ég öllum mér finnist ei leitt. En raunin er sú, ef ráðum við í, að reyndar við höfum ei gam- an af þvi. Það er einmanaleikinn, sem á mig og þig. Vera innan um fólkið, þörfin örmagnar sig. Ég augum lít fólkið, ég ályktun dreg: Þetta eru einmana mannverur, rétt eins og ég. FV 8 1975 27
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.