Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1975, Blaðsíða 43

Frjáls verslun - 01.08.1975, Blaðsíða 43
Séð yfir hluta Sauðárkróks- kaupstaðar. Ofarlega á myndinni er gamli flug- völlurinn, sem senn verður tekinn undir iðnaðarhverfi. sem nú er unnið að hér, en það verk er unnið eftir fjög- urra ára áætlun. Á sl. ári var yfir 20 milljónum varið til hafnarinnar og í ár er ráðgert að nota um 40 milljónir til hennar. Á að ljúka stálrekstri og koma fyrir 270 metra löngu stálþili og steypa kant. Á næsta ári verður steypt þekja og á því ári á að verja 17 milljónum í verkið. Þá er einnig ráðgert að dýpka höfn- ina á næstu tveimur árutn, lengja hafnargarðinn og end- urbæta og lagfæra sandfang- ara, sem liggja til norðausturs frá höfninni. Einnig má geta þess að unnið er að fullkom- inni lýsingu á hafnarsvæðinu og frágangi vatnslagna í hafn- argarðinum. Af öllu þessu má sjá að hér er um mjög um- fangsmiklar framkvæmdir að ræða, sem eiga að skapa mjög góða höfn hér, enda eru hafn- arskilyrði frá náttúrunnar hendi góð á Sauðárkróki. F.V.: — En hvernig er atvinnu- málum staðarins háttað? Þórir: -- Sauðárkrókur bygg- ir afkomu sína fyrst og fremst á útgerð, en héðan eru gerðir út 5 þilfarsbátar 10-45 lestir að stærð, 25 opnir bátar 1,5-5 lestir og þrír skuttogarar, þ. e. Hegranes, Drangey og Skafti. Hofsós á þriðjung í togurunum og 1/3 hluta afl- ans er ekið til Hofsóss til vinnslu. Þetta kemur til af því að hafnaraðstæður á Hofs- ósi eru enn svo slærnar að ekki er hægt að landa þar úr togurunum. Á Sauðárkróki eru tvö frystihús, en alls vinna urn 300 manns við útgerð og fisk- vinnslu hér. Næst á eftir út- gerðinni kemur byggingariðn- aðurinn, en hann skapar mörg- um atvinnu hér og stuðlar að uppgangi ýmissa fyrirtækja. Þar má til dæmis nefna Plast- verksmiðju Bjarna Sigurðsson- ar sem nú er einmitt að stækka mikið við sig og Steypustöð Skagafjarðar. Þetta eru hvoru tveggja ung fyrir- tæki í uppgangi. F.V.: — Nú er Sauðárkrókur 25 km frá Varmahlíð og því er það töluverður krókur að fara frá aðalveginum hingað. Háir staðsetning bæjarins ekki nokkuð vexti lians? Þórir: — Ég held að það sé ekki staðreyndin. Við teljum okkur alls ekki einangruð hér og teljum reyndar að sam- göngur hingað séu góðar bæði á landi sjó og 1 lofti. Flug- félag íslands flýgur hingað fimm sinnum í viku yfir sum- artímann og fjórum sinnum yfir veturinn og er stefnt að því að auka ferðafjöldann upp í 6 ferðir að sumrinu og 5 að vetrinum þegar á næsta ári. Vegurinn milli Varmahliðar og Sauðárkróks er góður og ætti hann því ekki að vera nein hindrun þeim sem hing- að vilja koma á annað borð, en hitt skal þó játað að við missum þessa gegnumumferð sem er t. d. í gegnum Blöndu- ós, en ég veit ekki hversu mik- ið Blönduós hagnast á henni — Á vegaáætlun næsta árs er gert ráð fy.rir því að byggð verði brú yfir Laxá á Skaga og fæst þá vegasamband yfir Þverárfjall. Það mun gera bað að verkum að gjörbreyting verður á vegasambandinu milli Blönduóss, Skagastrand- ar og Sauðárkróks, en pá verður aðeins 40-50 km akst- ur milli þessara þriggja staða. Við bindum miklar vonir við þessa brú og þá samgöngu- bót sem hún mun hafa í för með sér. Þá má geta þess að um þess- ar mundir er unnið að lagn- ingu nýs flugvallar á Sauð- árkróki og verður hann um 2000 km langur og er hugsaður sem varaflugvöllur fyrir milli- landaflug ef þörf krefur. Völl- urinn liggur í norður og suður og er rétt við Héraðsvötn. í ágúst sl. ár var kostnaður við völlinn áætlaður 215 FV 8 1975 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.