Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1975, Page 61

Frjáls verslun - 01.08.1975, Page 61
Ráðgjafarstarfsemi F.í.l.: Starfsemin sameinar fræðslu og tækni- þjónustu Fyrir nokkru réði Félag íslenzkra iðnrekenda tvo menn í þjón- ustu sína, til að sinna ráðgjafarstörfum á vegum félagsins, fyrir fyrirtæki í framleiðsluiðnaði. Hlutvek þeirra er að aðstoða fyrir- tæki við að kanna stöðu fyrirtækisins og gera tillögur um leiðir til úrbóta, 'þar sem vandatnál eru fyrir hcndi. Þá er þeini ætlað það hlutverk að gera tillögur um þarfir framleiðsluiðnaðarins, hvað viðkemur eftirmenntun. Leiðbeinendur á stjórnendaseminari F.Í.I.: Mogens Höst, verk- fræðingur, Guðmundur S. Guðmundsson, tseknifræðingur og Berg- þór Konráðsson, hagfræðingur. hugsa um álagningu, heldur beina huganum að framlegðar- hugtakinu. Það varð niður- staða okkar að framlegðar- reikningur væri heppilegri en álagning, þó að við fullyrðum ekki þar með að ekki sé hægt að nota þá aðferð með góðum árangri. í sjöunda kafla er fjallað ura skilgreiningu á reikningum og notkun kennitalna í rekstri. í áttunda kafla er gerð grein fyr- ir stöðluðu bókhaldskerfi fyrir slí'k fyrirtæki, sem byggt er á norskum staðli. Níundi kafli er um lagerskipulag og birgðaeftirlit. í tíunda kafla kristallast allt sem á undan er farið. Hann fjallar um áætlana- gerð, en til að hægt sé að segja að fyrirtæki sé vel stjórnað, er nauðsynlegt að allir í fyrirtækinu skynji á- ætlanagerð og eftirlit með á- ætlunum, sem stöðugan og nauðsynlegan þátt í rekstri þess. Nauðsynlegt er að að- gerðir fyrirtækisins séu í sam- ræmi við fullmótaða áætlun og sífellt sé skráð þróun mála, til að sjá hvernig áætlun stenst. í ellefta kafla er rætt um kostnaðareftirlit, því að lítið gagn er í áætlunum, ef ekki er litið eftir þeim. BREYTING Á HUGARFARI. Nú er unnið að því að fylgja eftir því, sem rætt var á nám- skeiðinu og hrinda hugmynd- um í framkvæmd. Það kom mér á óvart hversu mikil breyting hefur orðið á hugar- fari þátttakenda í námskeið- inu gagnvart þessum aðgerð- um. Áður þurftum við að leggja talsverða vinnu í að sannfæra þá um gagnsemi hagræðingaraðgerða. Nú má segja að sú vinna sparist nær alveg. Menn trúa því að þetta sé nauðsynlegt. Mér virðist að þessi aðferð, að blanda saman tækniþjónustu og fræðslu, sé sú aðferð, sem líklegust er til árangurs. Þetta námskeið und- irstrikar það. Til þessara starfa voru ráðnir þeir Bergþór Konráðs- son, sem áður var fram- kvæmdastjóri fyrir Loðskinn hf. á Sauðárkróki, og Guð- mundur S. Guðmundsson, sem starfaði sem framkvæmdastjóri verslunarinnar Vogue hf. i Reykjavík. Bergþór hefur masters-gráðu í hagfræði frá University of Minnesota og Guðmundur próf í tæknifræði frá Katrineholms Tekniska i Skola í Svíþjóð. Að vekja stjórnendur til umhugsunar. Þeir Guðmundur og Bergþóv hafa notið leiðsagnar danska verkfræðingsins Mogens Höst, við undirbúning starfa sinna. Raunar er ráðning þeirra ár- angur af því, að stjórn Félags íslenzkra iðnrekenda fékk Höst til að gera úttekt á starf- semi félagsins. Meðal ráðlegg- inga hans var að ráða þvrfti rnenn til að vekja félagsmenn til umhugsunar um þarfir fyr- FV 8 1975 61

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.