Frjáls verslun - 01.01.1979, Page 37
■ Stríðsár
5. TBL.
2. ARG.
19 4 0
VERZLUNARMANNAFELAG
REYKJAVíKUR
FRJALS
VERZLIN
&ANN 10. mai s.l. steig í fyrsta sirm í sögu landsins erlendur her á
íslenzka grund.
Ríkisstjórnin mótmælti og vér mótmælum allir með henni.
Að vísu eru Islendingar neyddir til að lúta ofbeldinu en þeir sfanda
þó fasf á rétti sinum — þeim rétti, sem þjóðin hefur unnið sér með því að
byggja þetta land i friði við aðrar þjóðir og sjálfri sér til menningar í þús-
und ár.
Afleiðingarnar af hlutleysisbroti Breta og ófriðnum erlendis eru vafa-
laust.ekki enn komnar allar fram. Fyrst kemur í Ijós sú hliðin, sem snýr að
viðskiftunum. Síðan í sepfember síðastliðnum hafa Islendingum lokast dýr-
mætir markaðir í Pýzkalandi, á Norðurlöndum, í Póllandi, Hollandi .og Belgiu.
Pað þarf ekki að fara mörgum orðum um það hversu alvarlegan hnekki
utariríkisverzlunin hefir nú beðið. Nægir að benda á, að samkvæmt verzlun-
arskýrslum keyptu þessi lönd 1939 af okkur vörur fyrir 42 miljónir króna.
Allur útflutningur landsins var þá 69 miljónir.
Nú biður verzlunarstéttarinnar og framleiðendanna stórfelt verkefni
og er þess að vænta, að stjórnarvöldin veiti þessum aðilum lið og sýni þeim
fulla sanngirni. Engin sérdrægni né póíitízk óheilindi mega komast að. Verzl-
unarsféffin þarf að finna nýja markaði og framleiðendurnir verða að haga
framleiðslunni eftir hinum breyttu skilyrðum, en slíkt kostar átök og fórnir.
Oft hefir á undanförnum árum verið hvatt til þess að þjóðin sfæði
saman, en þessi orð hafa lengstum reynst máttlitil. En á slíkum timum sem
nú eru eiga þeir, sem hafa borið sverðin að slíðra þau og ganga til drengi-
legs samstarfs.
Verzlunarstéttin mun ekki bregðast skyldu sinni.
37