Frjáls verslun - 01.01.1979, Side 59
| Framfaraár
Jól á flækingi milli
tveggja heimsálfa
— eftir Magnús Kjaran
Ég skildi við ykkur, lesendur góðir, vestur í New
York fyrir réttu ári, ásamt vini mínum Haraldi
Árnasyni. Við höfðum lokið erindum okkar þar og
hugurinn hvarflaði heim. Enda voru jólin í nánd.
Heimfararleyfið með flugvél drógst þó, en það
skipti ekki miklu máli í okkar augum, því við álitum
að heim væri minna en sólarhringsflug. Byggðum
við það á fyrri reynslu okkar, því vestur flugum við
á 15 tímum. En sunnudaginn hinn 16. des. kom
leyfið og var þá lagt af stað með járnbrautarlest frá
N.Y. yfir Boston til Presque Isle. Presque Isle er í
Maine, á landamærum Bandaríkjanna og Kanada,
um 18 tíma ferð frá N.Y. Já, hugsa sér það, lengri
tíma en flugið heim. Aldrei fer ég með járnbraut
oftarl! Við erum í sjöunda himni yfir að komast af
stað, eftir viku bið. Ein vika getur verið ótrúlega
löng, þegar beðið er eftir heimfararleyfi og ekki
sízt þegar það er rétt fyrir jólin. En nú er hún liöin
og það er dásamlegt. Allt gengur að óskum, við
komum til Presque Isle á tilsettum tíma. Þar er
snjór og nálega 20 stiga frost. Hvað gerir það til.
Hér eigum viö að stanza í mesta lagi hálfan annan
sólarhring, er okkur sagt. Að vísu heilum sólar-
hring meir, en við höfðum gert ráð fyrir. En í
veðurblíöunni í N.Y. höföum við gleymt því, að
kominn var hávetur. Við fáum ágæt herbergi á
gistihúsi hersins á flugvellinum.
Dagurinn fer í læknisskoðun og aö læra hjálp í
viðlögum, á hernaðarvísu: Læra að nota fallhlíf og
björgunarbelti; lækna kal og brunasár. Lífgunar-
aðferðir o.fl. o.fl. Að loknu þessu dagsverki geng-
um við til hvílu, með þá von þó, að við yrðum vaktir
fyrirvaralaust til brottferðar. En sú von brást og
hún brást líka næstu sex nætur. Þær liöu allar án
truflana. En svefnsamt varð okkur ekki alltaf. Þol-
inmæðin var á þrotum. Við vorum þarna fangar.
Máttum ekkert fara frá, urðum alltaf að vera ,,við-
búnir“, eins og skátarnir. Aðbúnaður var allur hinn
bezti. En við höfðum allt á hornum okkar. Jafnvel
matarlystin var horfin. Kuldinn óþolandi, en alltaf
glampandi sól og blæjalogn. Hvað olli þessari biö?
Veðurfarið á íslandi var okkur sagt. En síöar kom-
umst við að því, að flugvélaskortur olli.
Ég held að Haraldur viðurkenni það, að ég bar
mig miklu betur en hann. Ég reiknaði fastlega meö
að komast heim fyrir jól og það var mér nóg. En í
dag — aðfangadag — sé ég, að sú von er újti og þá
lækkaði nú á mér risið. Þaö bætti heldur ekki úr
skák að sjá skreytt jólatré og tvo drengi hj^því,
sem komnir voru þarna með móöur sinni að taka á
móti föður sínum, — liðsforingja í jólafríi. Ég finn,
að nú er ég að bila, barnabörnin eiga hug minn
allan. En þetta dugar ekki. Ég manna mig upp og
segi við Harald í léttum tón: „Hvað ætlar þú að
gera í kveld?“ ,,Fara upp í herbergi mitt og gráta
þar." ,,Já, einmitt það! Vatna músum var það kall-
aö í mínu ungdæmi. Engan ræfilshátt! í nótt las ég
Pollyönnu. Nú sé ég björtu hliöina á öllu eins og
hún. Til hvers er að æðrast yfir því, þótt við séum
hér tepptir í nokkra daga alheilbrigðir. Hugsaöu
þér bara, að við sætum hér annarhvor yfir hinum
dauðvona. Ef til vill náum við heim fyrir gamlárs-
kvöld eða þrettándann. Eða þá næstu jól. Bless-
aður farðu upp og skældu. En ég fer á herstöðina,
sæki farangur okkar, fæ mér bað, fer í allt hreint og
held jól hér, einsamall ef þú bregzt."
Þetta hreif. Hann rauk upp úr sæti sínu og
hrópaði: „Faröu til fjandans, Steini bróðir, ég kem
á eftir." „Nú kannast ég við þig maður."
Á herstöðinni ýti ég Haraldi til hliðar. Hann má
ekki sjá þessa prúðu og kurteisu menn, þeir fara í
taugar hans. Hann eys yfir þá skömmum, þetta eru
lygarar og svikarar. Ég segi við þá: „Við erum
komnir að sækja farangur okkar, förum til þaka til
N.Y. í kveld. Nennum ekki að halda jól hér."
„Það er heldur ekki til þess ætlast. Þið eigið að
vera komnir hingað kl. 3 og leggja af stað kl. 4.
Klukkuna vantar nú 5 mínútur í 1. Kl. 1 átti ég að
hringja til ykkar."
„Já, vitanlega, við erum farnir að þekkja þetta.
Það sama sögðuð þiö í gær. Afsakið, við erum
hættir að taka mark á þessu þófi." „Þið um það, en
vélin, sem átti að koma frá Boston í gær, kom fyrst
í dag. Hún tekur 16 farþega og þið eruð 1. og 2. á
listanum." „Er þetta satt?" „Yes, Sir!" Við féllumst
í faðma eins og elskendur, sem hafa ekki hitzt
lengi. Að komast af stað, var sama og að komast
heim. Þegar viðfórum frá N.Y., vorum við sammála
um, að taka ekki í mál að fara með öðru en fjögurra
hreyfla vél og það beint til íslands. Nú þökkuðum
við Guði fyrir að vera komnir af stað í tveggja
59