Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1979, Blaðsíða 75

Frjáls verslun - 01.01.1979, Blaðsíða 75
I Uppbyggingarár í Nígeríu þykir íslenzka skreiðin herramannsmatur Spjallað við Pál B. Melsted, stórkaupmann Útþráin hefur löngum verið íslendingum í blóð borin. Þeir hafa frá fornu fari boriö í brjósti löngun til að kanna ókunn lönd, og þá oft á tíðum lent í hinum ótrúlegustu ævintýrum. Sagt er um Árna Magnússon frá Geitastekk, að hann hafi verið einn hinna víðförlustu íslendinga fram á síðustu mannsaldra. Um miðja 18. öld komst hann alla leið austur til Kínaveldis, og er ekki vitað, að nokkur íslendingur hafi þangað komið á undan honum. Breyttir tímar hafa valdið gjörbyltingu í samgöng- um landa og álfa á milli. f dag finnst mönnum það ekki öllu merkilegra að heimsækja fjarlægar heimsálfur en þaö þótti fyrir mannsaldri aö fara kaupstaðarferð hér norður á fslandi. Sú stétt manna hérlendis, sem víðreistust gerist nú til dags, er sennilega kaupsýslumannastéttin. Sök- um hins mikla víðfeðmis í mörkuðum okkar og stööugra breytinga, þá reynist þaö óhjákvæmilegt fyrir þann kaupsýslumann, sem fylgjast vill með nýjungum og öðru því, er varðar aukið athafna- svið, að heimsækja fjarlægar þjóðir og kynnast markaðsmöguleikum af eigin reynd. í febrúar sl. lagði Páll B. Melsted stórkaupmaður í Reykjavík land undirfót í leit að nýjum mörkuðum fyrir íslenzkar afurðir og þá aðallega skreið. Páll er með víöförlari fslendingum, og í þetta skiptið var ferðinni heitið á fjarlægar slóðir — alla leið til Afrí ku. FRJÁLS VERZLUN kom nýlega aö máli við Pál og spurðist frétta af feröalaginu. — Þér haflð víst slopplð frá öllum villimönnum? — Ég hafði lítil afskipti af þeim á þessu ferðalagi mínu. í norðausturhorni Nígeríu eru stór svæði með öllu ókönnuð, og er talið, að þar muni enn hafast við þjóðflokkar, sem aldrei hafa komizt í tæri við okkar vestrænu siömenningu. Fyrir tveimur árum hvarf brezkur landkönnunarleið- angur á þessum slóðum, og hefur ekkert til hans spurzt síðan. I' Calabar-héraðinu í Nígeríu eru vígaferli tíð meðal ættbálka, og er þá oftast deilt um veiðirétt. Eru aðfarir heldur óhugnanlegar, því líkunum er venjulega fleygt í ár og þau kviðrist áður svo þau sökkvi. Veldur þetta lögregluyfir- völdum miklum erfiðleikum við að upplýsa margs- konar glæpi. — Hvað er að segja um verzlunina? — Nígería er langsamlega stærsta viðskiptaland okkar í Afríku, og kaupa þeir af okkur skreið. f septemberlok í ár höfum við flutt út skreið til Ní geríu að verðmæti röskar 50 milljónir króna, en Páll B. Melsted heildarskreiðarútflutningur okkar nam þá um 70 millj. króna. Erum við fslendingar næstir á eftir Norðmönnum í útflutningi skreiðar til landsins, en þeir hafa á sama tíma í ár selt þangað skreið fyrir um 117 milljónir króna. Sala annarra þjóða er hverfandi. Við munum fyrst hafa byrjað sölu á skreið til Nígeríu árið 1951, og viðskipti verið mikil ávallt síðan. Ekki er ósennilegt, að auka megi markaðinn til muna eftir því, sem fleiri íbúar Ní geríu komast upp á lagið meö aó borða íslenzka skreið. — Hvernig matbúa þeir innfæddu skreiðina? — Þeir saga hana fyrst niður í smá stykki og bleyta síðan í vatni yfir nótt. Síöan sjóða þeir skreiðina og krydda drjúgan. Þeir borða hana með beztu lyst — ásamt beinum og roði, því ekkert er látið fara til spillis. Þykir íslenzka skreiðin hinn mesti herramannsmatur í Nígeríu. 3 Verzlunarhús f Lagos í Nígeríu. 75
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.