Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1981, Side 8

Frjáls verslun - 01.09.1981, Side 8
I FRETTUIMUM Gerðardómur Verzlunar- ráðs íslands endurreistur ENDURREISTUR hefur veriö gerðardómur í viö- skiptamálum, af hálfu Verzlunarráðs íslands og hefur reglugerð fyrir dóminn verið samþykkt af stjórn ráðsins. Stjórn gerðar- dómsins er skipuð eftirtöld- um mönnum: Sveinn Snorrason hrl., formaður, Guðmundur Pétursson hrl. og Gunnar Ásgeirsson stór- kaupmaður. Varamenn eru þeir Jóhann J. Ólafsson stórkaupmaður, Baldur Guölaugsson hdl., og Gunnar Petersen stórkaup- maður. I samtali við Frjálsa verzl- un sagði Árni Árnason framkvæmdastjóri Verzlun- arráðs íslands að upphaf- lega hefði gerðardómi verið komið á fót fljótlega eftir stofnun Verzlunarráðsins og sagði Árni að dómurinn hefði tekið tvö mál fyrir. Hins vegar hefði lítiö sem ekkert komið fyrir dóminn af málum eftir það og hann hefði lognast út af á fjóröa ára- tugnum. ,,Nú hefur okkur hins vegar fundist að þörf sé á gerðardómi, því utanrikis- viðskiptin hafa margfaldast og við höfum ekki haft neinn gerðardóm hér á landi til að skera úr um ágreiningsmál varðandi slík viðskipti og hafa menn þurft aö sætta sig við gerðardóma i öðrum löndum," sagði Árni. ,,Því vildum við koma á fót okkar eigin gerðardómi til þess að skera úr ágreiningsmálum sem upp koma og menn hefðu þannig samningsað- stöðu, að þeir gætu bent á gerðardóm hér. Hugsunin bak við endurreisn dómsins er tvíþætt, bæði aö menn geti farið með mál beint fyrir gerðardóminn hér og séu í Vísir pantar eigin pressu heldur koma sér upp eigin prentsmiðju, því nýverið pantaði þlaðið nýja pressu af Goss-gerð, sömu gerð og Blaðaprent notar nú. Var það gert án samráðs við hin BLIKUR eru á lofti þess efnis að samstarf dagblaðanna fjögurra, Vísis, Tímans, Al- þýðublaðsins og Þjóðviljans um rekstur Blaðaprents, sé að líða undir lok. Fjölmörg tæki Blaðaprents eru að verða úr sér gengin og því fer að koma að meiriháttar endurnýjun á tækjakosti. Vísir virðist hinsvegar ekki ætla að verða með í því. blöðin. Hvort Vísir leysir vél- ina út og hvar á að setja hana upp, er enn á huldu, og rifjast þá upp sagan þegar Blaðaprent pantaði pressu á sínum tíma. Hún kom til landsins en þá reyndist ekki unnt að leysa hana út svo hún var send út aftur. Þurfti því aftur aö sækja hana út þegar nægi- legt fjármagn var tryggt. aðstöðu til þess að fá gerð- ardóm í þriðja landi, ef aðilar vilja ekki sætta sig við gerð- ardóm í okkar landi eða heimalandi hins," sagði Árni. í kjölfar 01 ís- deilunnar - Örn tekur við af Ottó og Halldór í innra eftirlit hjá Flugleiðum DEILURNAR sem urðu innan Olíuverslunar fslands hf. við uppsögn önundar Ásgeirssonar úr forstjóra- stóli hafa haft nokkrar hreyfingar í för með sér þar. Örn Guðmundsson skrif- stofustjóri Olís hættir þar og fer til starfa hjá Kassagerð Reykjavíkur hf. Hann tekur þar við starfi framkvæmda- stjóra af Ottó Schopka, sem hverf ur nú til Hagvangs sem rekstrarráðgjafi. Halldór Vil- helmsson hættir einnig hjá Olís í kjölfar innanhús- deilnanna Hann mun taka til starfa hjá Flugleiðum hf. hinn 1. nóvember næst- komandi. Verður deildar- stjóri í þeirri deild fyrir- tækisins sem sér um innra eftirlit. Árni sagði að engin mál hefðu enn komið til kasta dómsins og væru menn nú fyrst að byrja að setja ákvæði um dóminn inn í viðskiptasamninga sína. Sigfús Bjarna- son inn- kaupastjóri hjá Þýsk-íslenska SIGFÚS BJARNASON tók snemma á árinu við starfi innkaupastjóra hjá Þýsk-ís- lenska verslunarfélaginu hf. Sigfús er fertugur og átti að baki nítján ára starf hjá Loftleiðum og Flugleiðum. Þar af starfaði hann í átta ár í New York fram til ársins 1974 er hann hvarf til starfa á skrifstofum félagsins í Reykjavík. 8

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.