Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1981, Side 13

Frjáls verslun - 01.09.1981, Side 13
að koma í veg fyrir taprekstur þeirra. Ég lýsti t.d. þessum sjónar- miðum innan stjórnar Loftleiða með yfirlýsingu í október 1971. Reyndar fóru fram viðræður milli Loftleiða og Flugfélags Islands um sameiningu þeirra seinni hluta árs 1971. Þessar viðræður gengu mjög vel og var kominn góður samningsgrundvöllur. í ársbyrjun '72 var þessum viðræðum slitið af meirihluta stjórnar Loftleiða. Þeg- ar þetta var, voru styrkleikahlutföll fyrirtækjanna allt önnur en þegar sameiningin varð svo endanlega 1973. Loftleiðir voru mun sterkari, en taprekstur fyrirtækisins næstu árin breytti þessum hlutföllum verulega. Um þetta leyti voru uþpi hugmyndir í stjórn Loftleiða að hefja þotuflug með DC-8 55 flugvél til Skandinaviu og Bretlands og stórauka þannig sætaframboð á þessum leiðum. Fjárhagur Loft- leiða stóð völtum fótum og mér varð það strax Ijóst að hörð sam- keppni og allt of mikið sætafram- boð yrði báðum félögunum til stórfellds tjóns, eins og síðar kom í Ijós. í yfirlýsingu minni til stjórnar Loftleiða í október 1971 og í minnisblöðum frá sama ári varaði ég við þessu og óskaði eftir því að þotuflugi á Evrópuleiðum yrði frestað í nokkra mánuði og tíminn notaður til könnunar á samstarfi viö Flugfélag Islands um flugleið- irnar Ísland-Skandinavia og ís- land-Bretland. í minnisblaði mínu til stjórnar Loftleiða í október og sem ég óskaði eftir að yrði bókað á stjórnarfundi segi ég meðal ann- ars: ,,Vitað er að með því að sam- ræma starfsemi Loftleiða og Flug- félags íslands, myndu við það skapast aðstæður til verulega aukinnar hagkvæmni í rekstri beggja félaganna, auk þess sem samkeþpnisaöstaða gegn erlend- um félögum myndi stórbatna, bæði í Evrópu og í Bandaríkjunum. Er þá miðað við að allar áætlanir félaganna yrðu samræmdar. Geri ég það að tillögu minni, að kannað verði til hlítar, hvort möguleikar eru fyrir hendi á algerri sameiningu félaganna. Séu slíkir möguleikar ekki fyrir hendi verði athugað, hvort hægt væri að koma á náinni samvinnu og samstarfi, sem leiöa myndi af sér aukna hagkvæmni og sparnað í rekstri fyrir bæði félögin. Mitt mat er það, að væri hægt að koma slíkum samruna eða nánu samstarfi á milli félaganna, yrði auðveldara um þá fjáröflun, sem óhjákvæmilega verður að koma til, svo að tryggja megi framtíðar- rekstur Loftleiða.” Því miður var þessum sjónar- miðum þá hafnað í stjórn Loftleiða og ákveðið að henda sér út í villta samkeppni við Flugfélagið, í Skandinaviu- og Bretlandsflugi. Flugfélagiö var þegar með tvær Boeing 727 þotur í þessu flugi og Loftleiðir bættu við DC-8 þotu, sem flaug milli New York, íslands og Skandinaviu. Afleiðingin varð sú að sætaframboð milli íslands og Skandinaviu veturinn 71/72 varð 70.850 sæti miðað við 26.713 veturinn á undan. Sætanýting hjá báðum flugfélögum varð um 20% á milli íslands og Skandinaviu þennan vetur og aðeins 11.4% sætanýting á leiðinni New York— Skandinavia allt árið 1972. Tapið á rekstri þessarar DC-8 þotu frá 5. nóvember 1971 til 15. maí 1972 varð rúmlega 960.000 dollarar eða 7,2 milljónir nýkróna á núgildandi gengi. Heildarrekstrartap á Bret- lands- og Skandinaviuleiðunum á árunum 1968 til 1971 nam $6.169.706. Við það bættist svo tap ársins 1972 upp á $ 1.556.000. Tap fyrirtækisins á þessu flugi var því á þessum fimm árum orðið rúmlega 7,7 milljónir dollara, eða um 60 milljónir króna á núgildandi verðlagi. Á þessum árum var hagnaður á Atlantshafsfluginu milli Bandaríkj- anna og Luxemborgar og nýting góð, svo hver heilvita maður hefði mátt sjá hvort ekki hefði borgað sig að einbeita sér að þessu flugi í stað þess að láta fjármuni renna út úr höndunum á sér með þessum hætti." — Hversu alvarlegur var vandi Loftleiða á þessum árum? Stefndi kannski í gjaldþrot? Sigurður: ,,Fjárhagsvandi fyrir- tækisins var mjög alvarlegur. Taþ- rekstur fór vaxandi árin ’71, ’72, og ’73. Norðurlandaflugið varð stöð- ugt meir íþyngjandi og þar við bættist óhagstæð fargjaldaþróun á Atlantshafinu samfara stöðugt hækkandi kostnaði. Þetta olli verulegum og mjög alvarlegum rekstrarfjárskorti. Þessi þróun hélt áfram, þannig var sætaframboð til Skandinaviu til dæmis aukið um 65% sumarið 1973. Allt þetta hjálpaðist að við að gera reksturinn erfiðan enda var svo komið í byrjun árs 1973 að fyrirtækið varð að leita ríkis- ábyrgöar á 5 milljón dollara láni og þurfti jafnframt að lúta ýmsum skilyrðum af hálfu ríkisins svo sem að láta gera úttekt á rekstrinum, ráðast ekki í frekari fjárfestingar og taka þátt í viðræðum um sam- einingu flugfélaganna. Auk veða í fasteignum félagsins varð það að afhenda Landsbankanum hluta- bréf sín að handveði." — Með öðrum orðum, þá hefur fyrirtækinu ekki verið vel stjórnað að þínum dómi? Sigurður: ,,Ég álít að stefnu- festa og dirfska til að takast á við vandann hafi ekki verið fyrir hendi í sama mæli og áður, og menn hafi ekki gert sér grein fyrir hvar meg- inhagsmunir félagsins lágu.” — Þú virðist hafa haft sérstöðu innan stjórnar Loftleiða á þessum tíma og reyndar verið í algerum minnihluta? Sigurður: ,,Það er rétt að ég hafði sérstöðu hvað varðar af- stöðu til ýmissa þátta rekstrarins. Vafalaust stafaði það að sumu leyti af því að ég var starfandi í New York á meðan aðrir stjórnarmenn störfuðu hér í Reykjavík í mjög nánum tengslum við fram- kvæmdastjórn og daglegan rekst- ur fyrirtækisins. Þar af leiðandi hef ég líklega séð hlutina í talsvert öðru Ijósi. Reyndar sótti ég flesta stjórnarfundi á þessu tímabili og var í Reykjavík á eins til tveggja mánaða fresti. Sérstaða mín var- aði þó ekki ýkja lengi, því að því kom að mönnum urðu staðreynd- irnar Ijósar og gerðu sér grein fyrir því að áframhaldandi gengdarlaus samkeppni tveggja lítilla flugfé- laga á leiðum til og frá íslandi gat ekki gengið til lengdar. Ég held því að stjórn Loftleiða hafi því á end- anum þjapþað sér saman og gengið heilshugar til sameining- arviðræðnanna við Flugfélag ís- lands." 13

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.