Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1981, Blaðsíða 16

Frjáls verslun - 01.09.1981, Blaðsíða 16
Þannig mælti Haukur Benediktsson, framkvæmdastjóri Borgarspítalans, er gengið var á fund hans fyrir skömmu þeirra erinda að forvitnast um starfsem- ina sem fram fer innan veggja spítalans í Fossvogi og í þeim stofnunum sem reknar eru á hans vegum, þ.e. á hjúkrunar- og endurhæfingadeildunum í Heilsuverndarstöð og við Grensás, geðdeildunum í Hvíta- bandi og Arnarholti og á Fæð- ingarheimili Reykjavíkurborgar. B-álman, sem Haukur nefndi, á að vera langlegudeild fyrlr aldr- aða. Hann lagði áherslu á aö „sjúkraþörf gamla fólksins er gíf- urlegt vandamál" og tiltölulega mest í Reykjavík þar sem hlutfall 67 ára og eldri af heildarfjölda borgarbúa losar nú sennilega 10%. ,,Það safnast saman hér," hélt Haukur áfram, ,,og ekkert er að gert. í Heilsuverndarstöð höf- um við 30 sjúkrarúm og fyrir u.þ.b. þremur árum var sjúkradeild opn- uð í Hafnarbúðum með 25 rúm, en auk þessa er sjúkradeild frá Land- spítala rekin á vegum ríkisins í Hátúni. B-álman verður eingöngu fyrir rúmbundið gamalt fólk, þó í sjálfu sér sé ég á móti því að ein- angra gamla fólkið og myndi held- ur kjósa að því væri dreift á aðrar deildir— fimm til sex einstaklingar á hverja. Þar verður sem sé ekki staður fyrir heilbrigt gamalt fólk frekar en á öðrum sjúkrahúsum. Það á að fá að vera heima hjá sér í vernduðum íbúðum eða á elli- heimilum." Stefnt að því að byggingu B-álmu Ijúki 1984 I upplýsingum Hauks um B-álm- una og framkvæmdum við bygg- ingu hennar kom m.a. fram að hér er um að ræða 23.176 rúmmetra byggingu — sjö hæðir og kjallari — þar sem gert er ráð fyrir 174 sjúkrarúmum. Þar verður og að- staða til bráðabirgða fyrir sjúkra- þjálfun og iðjuþjálfun, en áætluð er sérbygging til að leysa til fram- búðar húsnæðisþörf, sjúkraþjálf- unar o.fl. Einnig hefur komið til mála að þangað verði flutt aðal- skrifstofa spítalans, en hún er nú dreifð á marga staði og tekur upp húsnæði sem betur þykir fallið til annarrar starfsemi. Byggingaframkvæmdir hófust árið 1980, og var þá gert ráð fyrir 36 millj. gkr. kostnaði miðað við vísitölu 435 og að byggingin yrði tilbúin á árinu 1983. Þar eð minna fé var veitt til framkvæmda en ráð var fyrir gert á árunum 1980 og 1981, hefur áætlun þessi farið úr skorðum — útboðum verið frestað og skilafresturlengdur. Verkþáttur sá sem nú er í gangi nær til upp- steypu sem Ijúka á í febrúar 1982 og frágangs byggingarinnar utan- húss sem á að vera lokið 1. sept. sama ár — og eru þá ekki eftir fjármunir til frekari útboða á þessu ári. En vegna þess alvarlega ástands sem ríkir í málefnum aldr- aðra og þeirra umræðna sem uppi eru meðal ráðamanna, m.a. um bráðabirgðaráðstafanir, hefur bygginganefnd spítalans lagt fram áætlun þar sem gert er ráð fyrir að framkvæmdum verði hraðað og fjárframlög aukin þannig að tvær hæðir verði tilbúnar til notkunar og 58 rúm upp úr miðju ári 1982 og byggingunni lokið árið 1984 og öll 174 rúmin þá tilbúin til notkunar. ,,Við ætlum sem sagt að láta reyna á það," sagði Haukur, ,,hvort nokkur alvara er aö baki orða stjórnmálamanna um að leysa vanda gamla fólksins." í þessari áætlun er gert ráð fyrir að heildar- kostnaður við bygginguna verði 51 millj. gkr. fært til vísitölu 750. Launagreiðslur um 75% af rekstrarkostnaði En hvernig sem til tekst er víst að B-álman kemst fyrr í gagniö en aðalbygging Borgarspítalans gerði á sínum tíma. Hún var opnuð sjúklingum í desember 1967 — og hafði þá verið í smíðum frá því 1950. Sú tíygging er 55.000 rúm- metrar að stærð, og á síðasta ári var tekin i notkun 15.000 rúm- metra þjónustuálma. Á Borgarspítala og þeim stofn- unum sem heyra undir rekstur hans starfa nú hátt í 1.000 manns, en föst stöðugildi eru rúmlega 800, og nema launagreiðslur um 75% af rekstrarkostnaði. í árslok 1979 var læknalið þannig skipað að yfir- læknar voru níu, sérfræðingar 26 og sjö i hlutastarfi, og aðstoðar- læknar 27 og einn í hlutastarfi. Forstöðukonur voru fjórar og ein í hlutastarfi, hjúkrunarfræðingar 100 og 73 í hlutastarfi, og annað sérmenntað starfslið, þ.e. röntgen- og meinatæknar, sjúkra- þjálfarar, iðjuþjálfarar og sjúkra- liðar, 147 og 104 í hlutastarfi. Sjúkrarúmafjöldi er 421 og skiptist þannig milli deilda: lyf- lækningadeild 71, skurðlækn- ingadeild 74, geðdeild 31, slysa- deild 12, háls-, nef - og eyrnadeild 14, gjörgæsludeild*12, hjúkrunar- og endurhæfingadeild 90 (30 í Heilsuverndarstöð og 60 við Grensás), hjúkrunardeild í Hafnarbúðum 37, geödeild Hvíta- bandi 20 og geðdeild Arnarholti 60. Aðrar deildir eru röntgendeild og rannsóknardeild — og eru þær báðar í Borgarspítalanum í Foss- vogi. Loks er Fæðingarheimili Reykjavíkurborgar með 25 sjúkra- rúm. Árið 1979 var fjöldi innlagðra sjúklinga 6.844 og meðallegudag- ar voru 21,5. Sama ár var meðal- kostnaður á legudag á Borgar- spítala 56.903 gkr. og hafði þá hækkað um 51,9% frá fyrra ári, en meðallegukostnaður á sjúkling var 683.513 gkr. Fjármögnun er 85% frá ríki og 15% frá sveitarfélagi Að fengnum þessum grudnvall- arupplýsingum um starfsemina var framkvæmdastjóri spurður: — Hvað kostar reksturinn nú á sjúkling yfir sólarhringinn? „Grunngjaldið, þ.e. kostnaður við þá sem ekki er verið að gera annað en hjúkra, er kringum 40.000 gkr. á sólarhring. Ef sjúkl- ingurinn hefur aftur á móti lent í slysi og skera þarf upp á afbrigði- legum tíma og kalla út tæknilega þjónustu, hækkar gjaldið upp í 400.000—500.000 gkr. á sólar- hring." — Þetta eru háar upphæðir. Hver borgarbrúsann? „Með lögum frá 1967 um al- mannatryggingar var stofnaö til daggjaldanefndar sem ætlað er það hlutverk að ákveða daggjöld og gjaldskrár sjúkrahúsa á þann hátt að heildartekjur stofnana miðist við að standa straum af eðlilegum rekstrarkostnaöi. Nefndin er skipuð fulltrúum fjár- málaráðherra, heilbrigðisráð- herra, Tryggingarstofnunar, Sam- 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.