Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1981, Page 43

Frjáls verslun - 01.09.1981, Page 43
Dan Greenberg heitir maöur sem skrifar greinar fyrir breska tímaritið New Scientist. Oft eru greinar þessar í léttum tóni og hin breska kímni liggur á milli lín- anna. Dæmi um eina slíka mátti finna í tímaritinu þann 4. júní sl. sem er þýðing á enska heitinu „intelligent machines" þ.e.a.s. tölvur og önnur tæki með raf- eindaminni til stjórnunar. Dan Greenberg, að hætti margra kíminna Englendinga, byggir grein sína á dæmum um „tæknibrjálun hins bandaríska þjóðfélags". Greinin sem hér verður reynt að endursegja í stór- um dráttum ber heitið: Stupidity index goes up again (bls. 644). Þar segir að vísitala heimsku sé aftur á uppleið í Bandaríkjunum um þessar mundir. Að þarlendra hætti þykist enginn vita ástæðuna en félagsvísindamenn þegar komnir á kaf í rannsókn á orsök- inni eða a.m.k. þyrjaðir að leita hennar. En á meðan þeir séu að leita, segir Dan Greenberg, er ekki annað að gera en að viðra þann fróðleik sem við hin höfum þegar aflað okkur, ef þannig mætti varpa Ijósi á orsakir vandamálsins. Við hlaupum yfir þann kafla þar sem Greenberg greinir frá vits- munamælingum og þroskaprófum á bandarískum menntskæling- um, sem staðið hafa yfir sl. 14 ár og alltaf sýnt vaxandi heimsku samhlióa stöðugt auknum lær- dómi. Síðan segir Greenberg að ástæðan fyrir hnignun hinnar huglægu getu sé auðvitað sú sama og fyrir hnignun hinnar lík- amlegu getu: Minni þjálfun vegna minna álags, þ.e. notkunarleysi. Líkamleg hrörnun eftir að vélar tóku við svo til öllum erfiðisverkum er þegar sönnuð með trimmæði og sölu þrekhjóla um allan heim. Á sama hátt sé ástæðan fyrir vax- andi heimsku einfaldlega sú raf- eindatækni sem nú sé á góðri leið með að uppræta alla viðleitni til þess að beita heilanum og hugsa. Á sama hátt og vélskóflan losaði manninn við óumflýjanlega þjálfun bakvöðvanna hefur rafeindatækn- in, í auknum mæli, losað hann við aó þjálfa heilann. Árangurinn er vaxandi bakveiki og heimska. Greenberg segir ennfremur að augljóslega þurfi enga félags- fræðilega rannsókn til þess að leiða í Ijós, að nauðsynleg beiting heilans nútildags sé mun minni en fyrr á árum. Dæmi úr daglegum verslunarstörfum sýnir þetta svart á hvítu: Hér áður fyrr þurfti af- greiðslumaður að beita hugsun við það að reikna hve mikið ætti að gefa til baka. Nú gera afgreiðslu- tölvur, greiðslureiknar, rafeinda- búðarkassar, eða hvað sem þessi tæki kallast, upp við kaupandann á augabragði og segja afgreiðslu- manninum hve mikið hann á að gefa til baka, sem sagt engin hug- læg starfsemi lengurá þvísviði,— heilinn er „stikkfrí". Vasatölvur gera búreikninga og útreikning á kostnaði við innkaup að verki án teljandi hugsunar eða kunnáttu. Tölvusérfræðignar spá því að örtölvubylting, sem alltaf er aö hefjast, muni skapa mörgum mun áhugaverðari verkefni og mögu- leika á aukinni menntun. Hitt er jafn víst að sú bylting mun skapa miklu fleirum möguleika á að hætta að hugsa, alveg eins og aukin vélvæðing, á sínum tíma, upprætt erfiöisvinnu. Og Greenberg heldur áfram að nefna dæmi. Hann tekur eitt úr daglega lífinu sem sýnir hvernig þróun neysluþjóðfélagsins stuðlar að því að neytendur kaupi þekk- ingu án þess að öðlast hana, þekkingu sem áður fyrr varð að afla sér til þess að geta notið hennar. Þar á hann við hið sívax- andi framboð á tilbúnum matar- réttum. Áður þurfti fólk að beita heilanum við að læra að matreiða slíka rétti. Kosturinn við fyrirbærið er sá að þeir sem ekki nenntu að læra slíkar kúnstir áður fyrr geta nú notið þeirra með því að greiða fyrir það, — hinir hugsi minna fyrir bragðið. Kveikjan að slíkum upp- finningum, segir Greenberg, er til- búinn markaður fyrir tímasparnað en gjaldið fyrir þann sparnað gæti orðið vaxandi heimska. Hann nefnir annað dæmi máli sínu til sönnunar. Nú þurfi næstum enga þekkingu til þess að aka bíl í Bandaríkjunum. Áður fyrr þurfti fólk að leggja það á sig aö læra að skipta um gír, nú er einungis sett í „,D" og gefið í. Þá nefnir hann að bandarískir skólakrakkar verji nú mun lengri tíma í sjónvarpsgláp en til skóla- setu og heimavinnu. í stað heima- vinnu séu jafnvel sérstakir sjón- varpsþættir. Bóklestur heyri til undantekninga hjá stórum hluta almennings. Allt beri þetta að sama grunni , — að minnka þörf- ina fyrir hugsun, jafnvel mynda- blöðin, sem bandarískir unglingar lágu í hér fyrr á árum eru á hröðu undanhaldi fyrir sjónvarpsglápi. Það þýðir að ekki þarf einu sinni að hafa fyrir því að lesa, eða fletta lengur: Allt stefnir að hvíld hug- ans. Þar með telur Dan Green sig hafa-fært nægileg rök fyrir því að það sé af og frá aö „Holl sé hugarró". Þegar tæknin fari að hugsa fyrir okkur geti varla farið öðruvísi en hjá Bandaríkjamönn- um: Heimskan vex í jöfnu hlutfalli atvinnuleysi heilans. 43

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.