Frjáls verslun - 01.09.1981, Qupperneq 63
yrða að meirihluti allra hjóna í
landinu sofi á dýnum frá Ragnari.
Með þessum afköstum segist
Ragnar fullnaegja íslenska mark-
aðnum og innflutningur rúmdýna
sé hverfandi því séu gæði og verð
innfluttra dýna borin saman við
sínar, standist hann fyllilega sam-
anburð.
Fyrir utan standard stærðir
framleiðir Ragnar dýnur eftir ósk-
um kaupenda og eru þær æði fjöl-
breyttar. Veikt fólk hvílist t.d. ekki
nema á sérstaklega gerðum dýn-
um og segir Ragnar að starfsmenn
fyrirtækisins séu nokkurnveginn
farnir að þekkja hvað hentar
hverjum eftir því hvað er að, enda
er reynslan orðin mikil.
Þá hefur fólk ótrúlegustu hug-
myndir um rúmstærðir og áætlaði
Ragnar að hér væru framleiddar
um eða yfir 100 mismunandi rúm-
stærðir, sem þyrftu jafn margar
mismunandi dýnur. Þá vilja sumir
vera dálítið öðruvísi en aðrir og
þannig hefur Ragnar t.d. gert dýnu
upp í allt að tvo metra á kant.
Fyrir sex árum hóf hann svo
einnig framleiðslu á hinum svo-
nefndu amerísku rúmum með tvö-
faldri fjaðradýnu og bólstruðum
gafli. Viðtökur við þeirri fram-
leiðslu hafa verið góðar. Þá
bólstrar hann Chesterfield hús-
gögn í gömlum stíl, bólstrar upp
eldri húsgögn og býr til fjaðra-
botna í venjuleg rúm undir dýn-
urnar.
Öllu þessu kemur hann í verk í
500 fermetra plássi og með 10 til
11 manns í vinnu. Um nýjungar í
framleiðslu þessa dagana segir
Ragnar að hann hafi yfirdrifið að
gera íþeim verkefnum, sem þegar
eru fyrirliggjandi, þannig að ekkert
slíkt sé alveg á döfinni þessa
stundina. —
Impak sf.:
Þörfin fyrir umbúðatækni geysileg
Eyjólfur Karfsson (nær ó myndlnni) og Brynjólfur Slgurðsson vlð nýju límborða-
prentvéllna.
Impak sf. nefnist lítið fyrirtæki
til húsa í kjallara að Reykjavíkur-
vegi 68, en ef að líkum lætur mun
það verða þekkt innan skamms,
og eiga fjölda viðskiptavina úti í
athafnalífinu. Þetta einsárs gamla
fyrirtæki sérhæfir sig nefnilega í
plastpökkun, lokunartækní og
límmerkingum hverskonar, sem
verða æ þýðingarmeiri þættir í
allri vörudreifingu.
Eyjólfur Karlsson, sem veitir
fyrirtækinu forstööu, segir aðaltil-
gang þess að veita alhliða þjón-
ustu á sviöi vörumerkinga og frá-
gangi vara. Fyrirtæki þetta þróað-
ist út úr Vörumerkingu hf, ef svo
má að orði komast, og er Karl
Jónasson, faðir Eyjólfs, aðaleig-
andi Vörumerkingar og meðeig-
andi Eyjólfs. Eyjólfur vann þar og
vegna tíöra fyrirspurna um ýmsa
hluti, sem Vörumerking sá sér ekki
fært að sinna vegna annarra anna,
þótti tímabært að stofna Impak til
að koma til móts við þessa aðila.
Fyrirtæki spurðust mjög fyrir um
möguleika á áprentuðum lokunar-
límböndum með eigin firmamerk-
ingum, sem aðeins hefur verið
hægt að fá erlendis frá hingaðtil
með ærnum kostnaði. Til þess að
bæta úr þessari þörf keypti Impak
nýverið afkastamikla vél í þessum
tilgangi og að stofnkostnaði við
klisjugerð slepptum, getur fyrir-
tækið nú boðið fyrirtækjum
áprentaða límborða á litlu hærra
verði en óprentaða hingað til.
,,Það koma líka inn nýir viðskipta-
vinir daglega eftir að það spurðist
út," segir Eyjólfur. Þá hefur fyrir-
tækið tekið við framleiðslu Vöru-
merkingar á aðvörunarmiðum fyrir
jarðlagnir, svosem síma, rafmagn,
hitaveitu og videó. Er sú fram-
leiðsla upp á hundruðir þúsunda
metra á ári.
Þá útvegar og leiðbeinir Impak
viðskiptavinum sínum við val á
heppilegum merki-, pökkunar- og
bindivélum og hefur þegar aflað
sér nokkurra umboða til þess að
sinna þeim þætti. Impak hefur
umboð fyrir Payne Pakaging á
Bretlandi, sem framleiðir bindivél-
ar, bindiþræði og límbönd, fyrir
Perfa Rap í sama landi, sem fram-
leiðir pallettuplast og plastpökk-
unarvélar og fyrir Helix Labelling
System, einnig í Bretlandi, sem
framleiðir vélar, sem líma sjálfvirkt
á umbúðir. Vél þaðan mun m.a. sjá
um merkingar léttmjólkurumbúða
á Reykjavíkursvæðinu uns sér-
hannaðar umbúðir koma til lands-
ins.
Að sögn Eyjólfs hrannast verk-
efnin svo upp að hann og sam-
starfsmaöur hans, Brynjólfur
Sigurðsson, hafa vart undan þrátt
fyrir langan vinnudag alla daga
vikunnar. Er hann því ekki í vafa
um að tímabært hafi verið að koma
upp svona þjónustu hér og brátt
mun fyrirtækið þurfa að stækka
við sig í þriðja sinn á aðeins eins
árs starfsferli.
63