Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1982, Qupperneq 39

Frjáls verslun - 01.01.1982, Qupperneq 39
Sjö umbúðir hlutu viðurkenn- ingu í umbúðasamkeppni FÍ11981 Umbúöasamkeppni Félags islenskra iönrekenda lauk skömmu fyrir ára- mótin, og var þetta í sjötta sinn, sem félagið gengst fyrir slíkri keppni. Samkeppnin var fyrir allar gerðir um- búða, svo sem flutningsumbúðir, út- stillingarumbúðir og neyzluumbúðir. Gerð var krafa til þess, að umbúðirn- ar væru hannaðar á íslandi og að þær hefðu komizt á markað hér eða er- lendis. Allir íslenzkir umbúðafram- leiðendur og umbúðanotendur gátu tekið þátt í keppninni, svo og þeir aðrir sem hafa með höndum gerð og hönnun umbúða. Einungis var leyfi- legt að senda inn umbúðir, sem kom- ið hafa á markað frá miðju ári 1977. Það var mat dómnefndar, að verð- launa skyldi sjö gerðir umbúða og í því sambandi vakti það athygli, að fimm þessara sjö umbúða voru hannaðar á Auglýsingastofu Kristínar. Alls bárust 74 tegundir umbúða, alls yfir 150 mis- munandi einingar til nefndarinnar, sem ákvað að veita eftirtöldum um- búðum viðurkenningu: 1. Póstumbúðir, sem íslenskur mark- aður h. f. notar. Framleiðandi var Plastprent h. f., en hönnuður var aug- lýsingastofa Gísla B. Björnssonar. [ umsögn dómnefndar segir m. a., að umbúðirnar séu vandaðar og hagnýt- ar, og veiti vörunni góða vörn. Hönnun einföld og stílhrein. 2. Umbúðir utan um ávaxtasúpur og grauta frá Vilko, en þær eru framleidd- ar í Kassagerð Reykjavíkur, en hann- aðar á Auglýsingastofu Kristínar. í umsögn dómnefndar segir m. a.: Fall- egar umbúðir, þar sem Ijósmyndir eru notaðar á virkan hátt í söluhvetjandi tilgangi. Upplýsingar ýtarlegar og greinilegar. Prentun góð. 3. Umbúðir um eplajóka, jarðaberja- jóka og Sopa, sem framleiddar voru fyrir Mjólkurssamsöluna í Reykjavík og Mjólkurbú Flóamanna hjá sænska fyrirtækinu Tetra Pac, en það var Aug- lýsingasofa Kristínar, sem sá um hönnunina. í umsögn dómnefndar segir m. a.: Fallegar umbúðir. 39

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.