Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1982, Blaðsíða 42

Frjáls verslun - 01.01.1982, Blaðsíða 42
Sveitadrengurinn og prinsessan með sonum sínum. Karl er lengst til vinstri, þá Valur og Geir og Anne Mary lengst til hægri. Verslun Sigurðar Pálmasonar hf. á Hvammstanga: Sveitadrengurinn náði í prinsessuna og hálft ríkið Sigurði Pálmasyni kaupmanni, varð litið út um skrifstofuglugg- ann hjá sér, þar sem hann var að vinna við bókhaldið eitt síðkvöld- ið. Hann sá að bónda einn bar að girðingastaurahrúgu með hest- vagninn sinn. Bóndi fór að tína staura á vagninn, en Sigurð rak ekki minni til að bóndi hefði gert nein kaup í staurum. Sigurður hafði sig þó ekki í frammi, en taldi staurana, sem bóndi tók á vagn- inn sinn og færði þá síðan á reikn- ing hans. Reikningurinn var borg- aður umyrðalaust og engir eftir- máiar urðu. Saga þessi er sögð sem dæmi um lipurð Sigurðar í mannlegum samskiptum og telja fróðir menn þar megi finna lykil- inn að velgengni fyrirtækis hans í harðri samkeppni. Verslun Sigurðar Pálmasonar á Hvammstanga var stofnuð árið 1913og starfarnúaf meiri kraftien nokkru sinni fyrr. Hún er einkum athyglisverð fyrir þá hluti, að hún hefur fyllilega haldið sínum hlut í samkeppninni við kaupfélag stað- arins á takmörkuðum markaði og svo hitt, að á seinni árum hefur hún, ásamt öðrum, beitt sér fyrir auknu og fjölbreyttara atvinnulífi á staðnum, með þeim árangri að (- búatala Hvammstanga hefur nær tvöfaldast á síðasta áratug. Þannig hefur markaðurinn stækkað, af- koma íbúanna batnað og grund- völlurinn fyrir rekstri fyrirtækisins styrkist. Hálfgerður kastarholubúskapur Sigurður Pálmason varbóndason- ur úr Austur-Húnavatnssýslu, fæddur í Gautsdal, en fjölskyldan fluttist skömmu síðar að Æsustöð- um, þar sem Sigurður ólst upp. Hann sigldi ungur til Noregs og lærði garðyrkju. Eftir að hann kom heim aftur vann hann við jarð- ræktarstörf, mælingar og annað slíkt, í Húnaþingi, og ferðaðist gangandi því honum geðjaðist 42

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.