Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1983, Blaðsíða 15

Frjáls verslun - 01.06.1983, Blaðsíða 15
HAGKRONIKA Hátt gengi Bandaríkjadollars — háir vextir og jafnvel hækkandi Síðastliðið vor tók Bandaríkjadollar mikið stökk upp á við og hækkaði mjög gagnvart flestum Evrópumyntum. Sem dæmi má nefna, að Bandaríkjadollar hækkaði á tímabilinu frá áramótum 1982 til 30. apríl 1983 um tæp 7% gagnvart þýsku marki, tæp 19% gagnvart pund, 26% gagnvart franska frank- anum, 33% gagnvart sænsku krónunni en aðeins 5,8% gagn- vart yeni. Margar ástæður voru taldar liggja til þessa hágengis US$ til grundvallar. Vextir í Bandaríkj- unum eru tiltölulega mjög háir, en verðbólga fer minnkandi, efnahagsbatinn er miklu fyrr á sér þar. en í öðrum iðnríkjum. mikil óvissa ríkir í alþjóðamálum svo og í peningamálum og telja fjármálamenn Bandaríkjadollar vera öruggastan gjaldmiðla nú um stundir. Þegar líða tók á sumarið færð- ist nokkur ró yfir gjaldeyrismark- aði erlendis og var tíðinda lítið í haust og byrjun vetrar. í nóvem- ber dró aftur til tíðinda. Banda- ríkjadollar hækkaði jafnt og þétt í verði, sérstaklega gagnvart þýska markinu, pundi og franska frankanum, enda sést það best á því, að frá 1. nóvember til 13. desember sl., hækkaði US$ um 5% gagnvart marki, 4,5% gagn- vart pundi og 4,2% gagnvart franska frankanum. En nú er svo komið, að enska pundið, franski frankinn, sænska krónan svo og fleiri myntir hafa aldrei verið verðminni gagnvart US$ en nú er. Tvennt vekur sérstaka athygli: 1. Þýska markið lækkar meira en aðrar myntir, gagnvart dollar, enda er mikil staðkvæmd milli þessara tveggja mynta (þ.e. þegar önnur hækkar, þá lækkar hin að sama skapi). 2. Yen hefur haldið hlut sín- um, en yen er mikilvæg sam- keppnismynt við US$. Samhliða þessum sviptingum á gjaldeyrismörkuðum, hafa vextir farið nokkuð hækkandi. Það er nú skoðun margra að vextir í Bandaríkjunum muni alls ekki lækka á næstunni, t.d. lýsti Regan fjármálaráðherra Bandaríkjanna því yfir fyrir skömmu, að það væri skoðun sín, að vextir héldust óbreyttir allavega fram á mitt næsta ár. Henry Kaufmann einn virtasti fjármálamaður Wall Street tekur dýpra íárinaog telurvexti hækka í Bandaríkjunum á næstu mán- uðum um eða yfir 1%-stig. Þetta gæti þýtt, að skammtímavextir á dollara-lánum. svokölluð Euro- dollar-lán eða Libor-lán gætu farið í tæp 12% á seinni helmingi næsta árs. Betra er því að gá að sér, þegar menn hérlendis taka lán erlendis og velji lán í þeirri mynt. sem hyggilegast er miðað við vexti og gengisáhættu hverju sinni og að teknu tilliti til óviss- unnar í framtíðinni. Allar líkur eru á hágengi US$ muni halda áfram um ófyrirsjá- anlega framtíð. Kemur þar helst til. að allir þeir þættir, sem taldir eru valda háu gengi US$ eru og munu verða í fullu gengi á næst- unni. Þessir þættir eru meðal annars eins og áður er sagt frá, mikill vaxtamismunur, bæði á nafn- og raunvöxtum, milli Bandaríkjanna og annarra Evrópulanda. Mikil gróska í bandarísku efnahagslífi og ótrygg alþjóða- og peningamál. Island: Vextir og verðbólga fara enn lækkandi Þann 20. desember sl., voru vextir enn lækkaðir og þá um 4.5%-stig að meðaltali. Vaxta- lækkunin er staðfesting á því, að mjög hefur miðað í baráttunni við verðbólguna. Seðlabankinn mældi verðbólguna rétt fyrir seinustu vaxtalækkun og kom í Ijós að verðbólgan er nú 24%. Þessi mæling Seðlabankans byggist á raunverulegri verð- bólgu seinustu mánaða og spá fyrir þá næstu. En þrátt fyrir þessa geysimiklu lækkun vaxta nú á örfáum mán- uðum, er raunávöxtun sparifjár nú skárri en oftastáður.jafnhliða þessu eru útlánavextir auðvitað hærri í raun en oftast endranær. Er nú þess að vænta, að draga muni úr útlánum og að innlán aukist að minnsta kosti frá því, sem að óbreyttri verðbólgu og neikvæðum raunvöxtum, hefði orðið. Það er einmitt mjög mikil- vægt núna, að meira jafnvægi náist, þ.e.a.s. dragi úr útlánum en sparnaður aukist. 1 4 HAGKRONIKA OECD: Atvinnuleysi fer enn vaxandi Nú nýverið kom út á vegum OECD-stofnunarinnar í París skýrsla um atvinnuleysi og ráð gegn þeim mikla bölvaldi. Af skýrslunni sést að horfurnar eru heldur dökkar. atvinnuleysi mun halda áfram að aukast á árinu 1984 úr 35 millj. í tæplega 36 millj. 1985. Þarna eru þó Banda- ríkin undantekning. atvinnuleysi 3. Beita skal sérstökum ráðum til að sporna við atvinnuleysi ungs fólks og því langtímaat- vinnuleysi. sem farið er að gera vart við sig hjá mörgum þjóðfélagshópum. 4. Aðgerðir stjórnvalda til að draga úr vinnuaflskostnaði í einkageiranum í tengslum við aðgerðir til að skapa atvinnu hefur minnkað þar undanfarió og hjá hinu opinbera. mun það halda áfram. 5. Breytingar á vinnutíma Hagspá OECD 1982 — 1985 MAGNBREYTING ÞJÓÐARFRAMLEIÐSLU 1982 1983 1984 1985 fyrri árs- helmlngur Bandaríkin -1.9 3'/2 5 3 Japan 3,0 3.0 4 3 Þýskaland .1 1 % 2 21/4 OECD Evrópa 0.6 1 1'/2 1% OECD 0,3 2'A 31/2 21/4 VERÐBÓLGA Bandaríkin 5.8 4.0 5Va 53/4 Japan 2,9 iy2 11/2 21/4 Þýskaland 5,3 3,0 3'/4 3’/2 OECD 7,3 5'/2 5% 53/4 ATVINNULEYSI Bandaríkin 9.7 9,5 8 73/4 Japan 2,4 2% 2% 3 OECD Evrópa 9.5 101/2 111/4 12 OECD 8.4 9.0 9.0 9,0 OECD — Economic Outlook Dec. 1983 í OECD-skýrslunni eru nefndar þ.e.a.s. stytting vinnutíma án sex leiðir til að draga úr atvinnu- þess þó. að laun hækki. leysi. 6 Aðgerðir til að ná samkomu- lagi milli fyrirtækja og verka- 1. Auðvelda grundvallarbreyt- lýðsfélaga í þá átt. að efna- ingar á vinnumarkaðnum. hagsbatinn komi allur fram í það er að sveigja atvinnu- aukinni framleiðslu. en ekki í starfseminni frá framleiðslu til hærri launum og meiri verð- þjónustustarfsemi. bólgu. 2. Draga úr hækkun raunlauna í Bent er á í OECD-skýrslunni að Vestur-Evrópu. en einmitt í háum raunlaunum er að finna meginskýringuna á því, hve grunnatvinnuleysið er mikið. sköpun atvinnutækifæra með opinberu fé og niðurgreiðsla launa til atvinnurekenda kunni að vera heppileg lausn. ef vel er að verki staðið. Jafnframt er bent á. að almenn hækkun eftirlauna- aldurs hjálpi ekki. nema það leiði til ráðninga í staðinn úr hópi at- vinnulausra. Á árunum 1984—1989 mun vinnuaflið í OECD-löndunum aukast um 18—20 millj. Enn um sinn er búist við að atvinnutæki- færum fækki í Evrópu eða út allt næsta ár 1984. Upp úr því ætti að fara að rofa til. Búist er við að atvinnuleysi muni mjög minnka i Bandaríkjunum og er sú þróun reyndar hafin og má á það benda að atvinnuleysi í Bandaríkjunum nú í dag er undir 9%. en var fyrir nokkrum misser- um síðan 10V2—11%. í Evrópu mun atvinnuleysið hins vegar aukast í rúm 11.5% á síðari hluta ársins 1984. Ef atvinnuleysið í lok þessa áratugar á að verða það sama og var á árinu 1979 þ.e.a.s. 19 mill- jónir. þá þarf að búa til um 20.000 nýjar stöður á dag fram til ársins 1980 eða alls 35 millj. nýrra at- vinnutækifæra. Hér að ofan er talað um lang- tíma atvinnuleysi og er það mikið vandamál. Hlutfall þeirra sem at- vinnulausir eru til langs tíma hef- ur hækkað mjög. t.d. eru 45% af atvinnuleysi ÍFrakklandi og 40% í Bretlandi þesskonar langvinnt atvinnuleysi. þegar menn eru meir en eitt ár atvinnulausir samfellt. Talið er að þetta hlutfall muni enn hækka á næstu árum. í OECD-skýrslunni er bent á þá leið að lækka launatengd gjöld og greiðslur tryggingagjalda ým- iskonar. Ennfremur er bent á að varkárni í kjarasamningum sé nauðsynleg. Enn sem fyrr er vandi atvinnu- leysisins langþyngstur meðal hinna eldri og meðal ungs fólks.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.