Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1983, Blaðsíða 30

Frjáls verslun - 01.06.1983, Blaðsíða 30
150 STÆRSTU FYRIRTÆKIN á Ísí Hrun í fiskinum — bankarnir Mikið umrót varð í rekstri fyrirtækja á íslandi á síð- asta ári. Þetta kemur glögglega í Ijós, þegar skoðaður er listi Frjálsrar verzlunar yfir 150 STÆRSTU FYRIRTÆKIN Á ÍSLANDI ’82. Fyrirtæki í út- gerð og fiskverkun og fyrir- tæki sem annast sölu af- urðanna til útlanda, fara mjög halloka. Aukning veltu þessara fyrirtækja milli ára er fjarri því að halda í við verðbólguna, en opinber verðstuðull fyrir hækkun verðlags var þetta ár 53,78%. Til samanburðar má taka að Bæjarútgerð Reykjavíkur, sem er stærsta hreina útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækið á lista FV, hefur aukið veltu sína ná- kvæmlega um 53,1%, eða nær sama og hækkun verðlags ársins. Hinsvegar tvö þau næstu í sömu grein: Útgerðar- félag Akureyringa h.f. með aukningu um 33,5% og Síldar- vinnslan h.f. á Neskaupstað með veltuaukningu upp á að- eins 2,7%. S(S sem í ár eins og endra- nær er langstærst íslenskra fyrirtækja, eykur veltu sína um 52,2%, heldur rétt í veróbólg- una. Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna, stærsti útflytjandi frystra fiskafurða, er með 43,9% veltuaukningu, 10% fyrir neðan ,,frostmarkið“. SIF, eini útflytjandi saltfisks er rétt á mörkunum, — en skreiðarút- flutningsfyrirtækin hrapa. Þannig er um íslensku um- boðssöluna h.f. sem þó ber af í hópi skreióarútflytjenda. Veltusamdrátturinn í krónum talið hjá ÍU í krónum talið er 8,6% sem sannarlega ber ástandinu ófagurt vitni, ekki síst í Ijósi þess að árið áður var veltuaukning fyrirtækisins 474% og var það fyrirtæki hálf- Bestu þakkir Listinn yfir 150 stærstu fyr- irtækin á Islandi var í ár unn- inn af Blaða og fréttaþjónust- unni sf., þeim Jóni Birgi Pét- urssyni, Ólafi Geirssyni og Kolbrúnu Önnu Jónsdóttur. Nutu semjendur listans víðtæks samstarfs við hundr- uð aðila vítt og breitt um landið, að ógleymdum Högna Isleifssyni hjá Hagstofu ís- lands og Sigrúnu Ásgeirs- dóttur og Benedikt Jónssyni hjá Launadeild fjármálaráðu- neytisins, en hjá þessum að- ilum fengust tölur um vinnu- vikur og launafjárhæðir. Öllum þessum aðilum er þakkað fyrir þeirra starf og aðstoð. gerður ,,spútnik“ á listanum í 20. sæti, en fellur nú í 42. sæti. En svo við Ijúkum þessum sorgarbálki íslensks sjávarút- vegs 1982. Síldarverksmiðjur ríkisins sem eitt sinn voru hinn mikli jöfur íslenskrar stóriðju, hefur hrapað úr 23. sæti lista FV 1981 niður í 70. sæti. Sam- dráttur í veltu var hvorki meira né minna en 48% og má sann- arlega segja að skarð sé fyrir skildi. Til að flytja þó einhver gleói- tíðindi af íslenskum fiskiðnaði getum við bent á „olnboga- barniö" sjálft, niðurlagningar- fyrirtækin. Þar er Sölustofnun lagmetis með veltuaukningu milli ára um 117,5% og stærsti framleiðandinn, K. Jónsson & Co á Akureyri, nær veltuaukn- ingu sem nemur 157,4%. Kannski er það tímanna tákn, aö meðan höfuðatvinnu- vegirnir fara niður á við, þá tekur Landsbanki íslands sér stöðu sem annað stærsta fyrir- tæki landsins á listanum, fer fram úr Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna, sem hefur trón- að í 2. sætinu allt frá því að Frjáls verzlun hóf að gera list- ann fyrir stærstu fyrirtækin. Veltuaukning Landsbankans er 92%. Útvegsbanki íslands gerir þó enn betur, — veltu- aukning hans var 133,9% og færðist bankinn úr 19. sæti 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.