Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1983, Síða 95

Frjáls verslun - 01.06.1983, Síða 95
ist sérstaklega að því að draga úr áhrifum streituvaka með því að sinna persónubundnum málum starfsfólks, þ.e. vinnu- veitandinn reynir eftir mætti að fylgjast með líðan starfsfolks- ins og að hjálpa því að vinna bug á erfiðleikum á vinnustað eða í persónulega lífinu, eftir því sem tök eru á í formi að- stoðar eða stuðnings. Það er eins víst að streitu- vakar eru ekki síður utan starfs sem innan. Lífsgæðakapp- hlaupið er streituvaki sem allir þekkja. En í Ijósi þess sem sagt varhérá undan, aðsífelld krafa um aðlögun væri streituvaki, vaknar sú spurning hvort Is- lendingar séu ekki öörum þjóðum streittari? f óðaverð- bólgu byggist afkomumögu- leiki einstaklingsins á hæfileika hans til að aðlagast sífellt nýju ástandi, hver nýr dagur í 100% verðbólgu skapar auknar kröf- ur, ný vandamál og minna öryggi. Enginn vafi er á því að streita er veruleg af þessum sökum þótt engar rannsóknir hafi verið gerðar á því hve mikil hún er enda erfitt aó finna mælikvarða á slíka hluti sem streitu. Hins vegar ætti fá- mennið á íslandi að draga úr streituvökum, en rannsóknir eru taldar hafa sýnt að þegar ákveðnum mörkum þéttbýlis er náö orsakar þröngbýli streitu. Getum við varist streitu? Þær kenningar hafa verið settar fram af málsmetandi vís- indamönnum að samband sé á milli flestra, ef ekki allra sjúk- dóma, og streitu. Ef hægt er að draga úr streitu eða streitu- vökum getur því veriö eftir miklu að slægjast. En það er einnig unnt að draga úr áhrif- um streitu á líkamann, þ.e. að- lagast streituástandinu og er það vissulega áhrifamikil varn- araðgerð þótt hún minnki ekki streituna heldur aðeins aðlag- ar manninn að streituástandi. Áhrifarík aðferó til þess að draga úr streituvökum er að ráðast gegn vandamálum strax og færi gefst í stað þess að draga í lengstu lög. Erfið vandamál verða yfirleitt því erfiðari sem lausn þeirra dregst á langinn en það skapar sívax- Streitan er fylgifiskur öryggisleysis, afleiðing metnaðar, þrákelkni, efasemda og kvíða andi spennu sem fyrr eða síðar leiðir til streitu. í sinni einföldu mynd gildir hér gamla máltæk- iö: Dragðu ekki til morguns það sem þú getur gert í dag.“ Ástæðan er sú að áhyggjurnar af því að þurfa að leysa erfitt vandamál geta orsakað mun meiri streitu en lausnin sjálf. En þaó er meira en að segja það, hvernig á að byggja upp það hugrekki sem þarf til að ráðast beint gegn vandanum? Ein aðferðin er sú að leggja niður fyrir sér hvað sé það versta sem upp gæti komið. í því Ijósi kemur yfirleitt greini- lega í Ijós að afleiðingar dráttar eru verri en afleiðingar lausnar á vanda, en það auðveldar ákvörðun um að taka til hönd- um. Andleg vellíðan þarf ekki endilega að fylgja hraustum líkama. Einn þáttur Joga tækn- innar beinist að því að hvíla heilann og skýringin sú að andleg hvíld sé ekki sú sama og líkamleg hvíld, a.m.k. sé hægt að öðlast aukna andlega hvíld með því að einbeita sér að því. Það er engin tilviljun að eldgömul indversk vísindi, svo sem Veda vísindin o.fl. hafa náð svo mikilli útbreiðslu á meðal vesturlandabúa á síð- asta áratugi. Joga æfingar, hugleiðsla, innhverf íhugun o.fl. o.fl. hafa hjálpað fjölda fólks til andlegs jafnvægis þrátt fyrir sívaxandi álag og streitu- vaka sem fylgir þróun neyslu- þjóðfélags. í Bandaríkjunum var t.d. hlegið að forstjórum stórfyrirtækja sem stunduðu innhverfa íhugun fyrir nokkrum árum, nú hlær enginn að því lengur því árangur orkar ekki tvímælis. „Trimmið" getur bjargað miklu Þreyta, slen, höfuðverkur, magatruflanir, svefnleysi, sviti, þunglyndi, allt getur þetta staf- að af streitu. Varnarmáttur lík- amans gagnvart stöðugu yfir- álagi er takmarkaður, streitan brýtur niður mótstöðuaflið og ryður brautina fyrir sjúkdóma. Aukin líkamlegur styrkur getur því verið virk varnaraðgerö enda er þar komin skýringin á öllu heilsuræktarstarfinu og skokkinu sem varla hefur farið framhjá neinum. Líkamsþjálfun er öruggt ráð til þess aó stöðva niðurrifsafl streitunnar. Málið er ef til vill þaö að þeir sem eru í mestri þörf fyrir þjálfunina eru streittir vegna þess að þeim gengur illa að ráöast gegn vandamálunum. Ef til vill væri það byrjunin á herferöinni gegn streitunni að taka á sig rögg og snara sér í líkams- þjálfun, annað hvort í einhverri heilsuræktarstöðinni eða byrja að hlaupa upp á eigin spýtur. Eitt er víst að því lengur sem sú ákvörðun er dregin því meiri skaða getur streitan valdið. □ 95
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.