Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1985, Side 10

Frjáls verslun - 01.02.1985, Side 10
í FRÉTTUM Velta íslensku ferðaskrifstofanna allt að 1.000 milljónir Athygli vakti á dögun- um þegar forsvarsmenn Samvinnuferöa & Land- sýnar tilkynntu aö um 7 milljóna króna hagnaöur heföi oröiö af rekstri fyr- irtækisins á s.l. ári og heildarvelta hefði veriö tæplega 300 milljónir króna. Nokkuð haföi ver- iö rætt um aö gangur ýmissa feröaskrifstofa heföi ekki veriö sem skyldi á s.l. ári, m.a. hefðu nokkrar þeirra lent i vandræðum vegna vanskila farþega sem fengiö höföu ferðirnar á skuldabréfakjörum. T.d. mun Útsýn eiga tals- veröar fjárhæöir úti- standandi vegna þessa. Þegar talan tæplega 300 milljónir króna er skoðuð leiöir þaö óneit- anlega hugann aö þvi hversu gríðarlegar fjár- hæöir fara í raun í feröa- lög landsmanna. Ef reiknað er meö aö Sam- vinnuferðir & Landsýn og Útsýn séu svipaðar að stærö má gera ráð fyrir allt að 600 milljóna króna veltu þessara tveggja fyrirtækja. Síö- Aukning frystingar hjá SÍS Heildarmagn frystra afurða hjá Sambands- fyrstihúsunum áriö 1984 varö um 46.545 tonn, sem er um 6.765 tonn- um meira en áriö á und- an. Hlutfallsleg er aukn- ingin um 17%. Frysting botnfiskaf- uröa jókst um 15% á s.l. ári, en hins vegar jókst frysting á þorski um 29% og grálúðu um 32%. Ef litið er til baka 10 ár aftur í tímann kem- ur í Ijós, aö frysting Sam- bandsfrystihúsanna hef- ur liölega tvöfaldast á því timabili. Á s.l. ári flutti Sjávar- afuröadeild SÍS samtals út liðlega 47.161 tonn af frystum sjávarafurðum, sem er um 7.554 tonn- um meira en árið 1983, eða um 19%. Um 42% aukning varð á útflutn- ingi til Bretlands, lítils- háttar aukning var á út- flutningi til Bandarikj- anna og um 14% aukn- ing varð á útflutningi til Sovétrikjanna. an koma ferðaskrifstof- ur eins og Úrval, Atlantik og Feröamiöstööin, sem saman eru trúlega með veltu upp á allt að 300 milljónir króna. Þaö má því gera ráö fyrir því, aö velta íslenskra feröa- skrifstofa í heild nálgist 1.000 milljónir króna á s.l. ári. Því til viðbótar kaupa siðan mjög marg- ir farseöla beint hjá flugfélögunum. Samstarf við Svía Fyrir nokkru haföi Sænska sendiráóiö í Reykjavík sambandi viö Félag íslenskra iönrek- enda og kynnti félaginu áhuga sænskra fyrir- tækja á því að kanna möguleika á auknu sam- starfi viö íslensk fyrir- tæki, ef gagnkvæmur áhugi væri fyrir hendi af hálfu íslensku fyrirtækj- anna. Formaöur og framkvæmdastjóri Fíl hafa átt fund meö sendi- herranum þar sem málin voru rædd. Þessar upp- lýsingar fékk Frjáls verzlun hjá Félagi ís- lenskra iönrekenda. Þaö er almennt viður- kennt aö aukiö alþjóð- legt samstarf fyrirtækja sé mjög æskilegur og raunar nauösynlegur þáttur iðnþróunar. Þetta gildir ekki síst um iön- þróun á íslandi. til þess aö auka iönaöarfram- leiðslu veröur aö auka útflutning og ná sam- starfi viö erlenda aöila á mörgum sviöum. Af hálfu Svía hefur m.a. verið nefnd heim- sókn sænskra fyrirtækja til íslands á þessu ári. Slík heimsókn gæti veriö mikils virði, ef vel til tekst. Ríkisstjórnir Noröur- landanna og Noröur- landaráö hafa fjallaö um aukið samstarf Noröur- landa í efnahags- og at- vinnumálum. Þá hefur veriö komiö á fót hópi manna úr atvinnulífinu til þess að fjalla um þessi mál og er Pehr Gyllen- hammar, forstjóri Volvo þar. 10

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.