Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1985, Síða 23

Frjáls verslun - 01.02.1985, Síða 23
gripið hafi verið til lánalenginga í fjárfestingarlánasjóðunum og lækkunar vaxta. Rekstrarafkom- an er mjög léleg, en þó tókst aðeins að rétta út kútnum siðast- liðið ár með viðtækum ráðstöfun- um sem gerðar voru á því ári. Samt sem áður eigum við langt i land með það að hafa tekjur til þess að mæta gjöldum, olia hefur hækkað og breytingar hafa orðiö á launakjörum allt er þetta til þess fallið að hækka kostnaðinn. Það er kannski lang eðlilegast að fella gengiö með þeim hætti að láta áhrif þess ekki koma út í launin, en ég tel þessa leið ekki færa. Það sem þá blasir við er að bæta rekstrarskilyrðin, þannig að meðalskipinu er gert kleyft að bera sig. Það er nauðsynlegt aö gera, þar sem fjöldi skipa er það illa staddur að mikill taprekstur er hjá stórum hlutaflotans. Auðvitað á ástandið að vera þannig að þau útgerðarfyrirtæki sem standa sig eiga að halda áfram rekstri, en hin eiga að fara, en það verður að gera útgerðinni það kleyft að meðalskip geti staðið sig. Mergurinn málsins er sá að það á að leyfa fyrirtækjun- um að njóta þess þegar vel geng- ur, en þegar illa árar þá eiga menn að standa og falla með fjárfestingum sinum i þessari at- vinnugrein, eins og er i öðrum at- vinnugreinum,“ sagði Ágúst Ein- arsson að lokum. Útflutningsvörur seldar langt undir framleiðsluverði — segir Jdn Páll Halldórsson framkvæmdastjóri Norðurtangans „GENGIÐ er megin þátturinn í tekjumyndun sjávarútvegsins og ræður því mestu um afkomu þessarar atvinnugreinar. Sjávar- útvegurinn selur alla sína fram- leiöslu á erlendum mörkuðum í samkeppni við aðrar þjóðir og fær litlu sem engu ráðiö um það verð sem ríkir á markaðinum. Framleiðslukostnaður ræðst hins vegar af launa- og verð- bólguþróun hér innanlands," sagði Jón Páll Halldórsson, framkvæmdastjóri Hraðfrysti- húss Norðurtangans á ísafirði í samtali viö Frjálsa verzlun, þeg- ar hann var spurður spurningar- innar: Hvernig á að leysa vanda útgerðarinnar? Aukin framleiðni hefur ekki dugaðtil „Sjávarútvegur hér á landi get- ur því ekki starfað með eðlilegum hætti, nema gengi krónunnar sé á hverjum tíma rétt skráð, en á þetta hefur mjög skort á liðnum árum. Innlendur kostnaður hefur ætt upp, langt umfram það sem gerst hefur í helstu markaðslönd- um okkar. Fyrirtækin hafa reynt Jón Páll Halldórsson. að mæta kostnaðaráhrifunum með aukinni framleiðni, en það hefur engan veginn dugaö til. Þá hefur verið gripið til gengisbreyt- inga til þess að forða fyrirtækjun- um frá stöðvun og koma í veg fyrir almennt atvinnuleysi i landinu. Gengisbreytingarnar hafa þjónað þeim megintilgangi að leiðrétta það sem þegar hefur gerst, en ekki að skapa fyrirtækjunum rekstursgrundvöll til frambúðar. Afleiðingarnar eru öllum þeim Ijósar sem á annað borð vilja sjá. Þetta ástand hefur gengiö svo nærri afkomu fyrirtækja i sjávar- útvegi og lamað svo fjárhagslega stöðu þeirra, að þau eru ófær um að standa undir eðlilegri endur- nýjun og uppbyggingu, að ékki sé talað um að skila arði af því fjár- magni, sem í þeim er bundið. Vaxtarbroddur atvinnulifsins hef- ur þvi færst yfir i þjónustugrein- arnar sem ekki eru háðar þessum ytri skilyrðum,“ sagði Jón Páll. Útflutningsvörur seldar undir framleiösluveröi sl. ár „Þetta hefur síöan leitt til þess að ungt fólk fýsir ekki lengur að starfa í þessum atvinnuvegi og þeir sem fyrir eru leita sér starfa á öðrum sviðum. Svo einfalt er það. Ef ekki tekst að gera nauðsynleg- ar ráðstafanir, sem tryggja stöð- ugt gengi krónunnar, þýðir ekki að binda gengið fast eins og hér hefur verið gert á liðnum árum. Mitt svar er einfaldlega það, að ef gengisskráningin er rétt, þá þarf engin bjargráð fyrir sjávarút- veginn. Þá geta þau fyrirtæki sem 23
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.