Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1985, Síða 24

Frjáls verslun - 01.02.1985, Síða 24
byggö eru upp á eðlilegan hátt starfað, því það er óeðlilegt eins og nú er, að ekkert fyrirtæki geti starfað með eðlilegum hætti. Það er meginatriði og á að vera meg- inmarkmið að fyrirtækin hafi eöli- leg starfsskilyrði. Það er óeðlilegt ástand, eins og var lengst af á síðasta ári, að út- flutningsvörurnar voru seldar langt undir framleiðsluverði," sagöi Jón Páll Halldórsson að lokum. Laga þarf ytri skilyrði, þá sérstaklega gengisskráning — segir Vilhjálmur Egilsson hagfræðingurVinnuveitendasambandsins „NÚMER eitt er þaö aö lag- færa þau ytri skilyröi sem sjáv- arútvegurinn býr viö og þá er fyrst aö nefna gengisskráning- una og peningastjórnunina," sagði Vilhjáimur Egilsson, hag- fræöingur Vinnuveitendasam- bands íslands í samtali viö Frjálsa verzlun, þegar undir hann var borin spurningin: Hvernig á aö leysa vanda út- geröarinnar? „Bæði gengisskráningin og peningapólitikin miðast við að halli sé á utanríkisviðskiptunum, en þegar svo er verða alltaf vandamál i sjávarútveginum. Þegar þessi tvö atriði eru þannig að halli skapast i utanrikisversl- uninni, þá verða rekstrarvanda- mál viðvarandi i sjávarútveginum og koma niður á útgerð og fisk- vinnslu sitt á hvaö. Það er frum- skilyrði að hafa þessi tvö atriði i lagi. Gengisskráningin ræður þvi hvað við fáum fyrir afuröirnar i ís- lenskum krónum og ef aöhalds- leysi er i peningamálunum og eytt er meira en aflast en kostnaðar- stigiö hjá atvinnuvegunum er eig- inlega það sama og eyðslustigið hjá þjóðinni. Á meöan umfram- eyðsla er þá er kostnaöarstig of hátt miðaö viö tekjur," sagði Vil- hjálmur. Gera fiskverð sveigjanlegra og frjálsara „Síðan er ýmislegt annað sem þarf að huga að og raunar er um langan lista aö ræða, en á meöan þessi atriði eru ekki i lagi, þá ger- ist ekki neitt. Það þarf að opna fyrir fiskverð- ið og gera þaö sveigjanlegra og frjálsara, þannig að fiskurinn verði metinn meira eftir gæöum en nú er gert. Ályktunin sem mað- ur dregur er að frelsi i fiskverðs- ákvöröunum sé eina leiðin til að koma skynsamlegri verölagningu á fót. Það þarf að verðleggja fisk- inn eftir gæðum meira en gert hefur verið og einnig verði það metið hvers viröi hann er fyrir vinnsluna. Þaö má halda þvi fram að vinnslan kaupi oft fisk á yfir- veröi, það er of lakan fisk á of háu verði og einnig öfugt. Það má til dæmis benda á aflahrotuna sem kom siðastliðið sumar sem dæmi um aö fiskurinn hafi veriö of dýru verði keyptur. Þá barst mikið magn af fiski á land og frystihúsin önnuðu ekki aflanum, sem leiddi til þess að fiskurinn fór i ódýrustu pakkningarnar sem leiddi til þess að frystihúsin töpuðu á meðan. Eins er fiskurinn ekki sérlega gott hráefni á sumrin. Þaö kemur einnig oft fyrir að fiskvinnslan greiðir ekki fullt verö fyrir fiskinn, fær gæðahráefni á undirverði," sagði Vilhjálmur. Skipin fari á uppboð Vilhjálmur var að þvi spurður, hvernig bregöast ætti við þeim vanda sem nú blasir við nokkrum togurum, þar sem gjaldþrot vofir yfir, hvort ætti að bjarga þessum skipum. „Nei það tel ég ekki, þessi skip eiga að fara á uppþoð. Það á ekki að gera neitt frekar en gert hefur verið til að hjálpa skip- unum. Ef þau standa ekki undir sér, þá eiga þau að fara á uppboð. Ég er hins vegar sannfærður um það að þó þessi skip fari á upp- boð, þá muni allar líkur benda til þess að þau sveitarfélög sem skipin eru frá, fái þau aftur með einhverjum hætti. Það er einnig rétt aö benda á þaö aö þaö er yf ir- verö á skipum hér og verðinu er haldið uppi i skjóli innflutnings- banns á fiskiskipum," sagði Vil- hjálmurEgilsson. 24
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.