Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1985, Side 50

Frjáls verslun - 01.02.1985, Side 50
tæki til verklegra tramkvæmda er meö 3—4% af heildarsölu, Volvo Penta er meö 2—3%, orkufyrir- tækin eru meö um 32%, mat- vælafyrirtækin meö eitthvað inn- an viö 6% og aðrir þættir minna. Ef litiö er nánar á söluna á siö- asta ári meö hliðsjón af bráöa- birgðauppgjöri kemur i Ijós, aö veruleg aukning varö i sölu i öll- um greinum nema hjá orkusölu- fyrirtækjum Volvo, þar sem ákveðins samdráttar gætti. Sem dæmi um fólksbilana þá var sölu- aukningin um 20% og um 36% í sölu vörubila. Ef litiö er nánar á tölur í rekstrinum í fyrra. Hvernig líta þær út? „Heildarsala Volvo var um 87,200 milljaröar sænskra króna og hagnaöur fyrir skatta var I námunda við 7,630 milljarða sænskra króna, sem er mesti hagnaður fyrirtækisins í sögu þess. Til samanburðar varö hagnaður af rekstri Volvo á árinu 1983 um 3,779 milljarðar sænskra króna. Ef litið er lengra aftur i timann var hagnaðurinn 2,440 milljaröar áriö 1982, 1,425 milljarðar áriö 1981 um 1,007 milljarðar áriö 1980, 1,244 milljaröar áriö 1979, 646 milljónir áriö 1978 og um 351 milljón áriö 1977. Af þessum tölum má glöggt ráöa aö við höfum veriö á réttri braut á liönum árum“. Hver verður hagnaður af rekstri 1985? „Ég geri aldrei spár fram i tim- ann um hagnað fyrirtækisins og þvi get ég einfaldlega ekki svarað þessari spurningu. Ef hins vegar hlutirnir ganga eins og viö gerum ráö fyrir veröur hagnaöur af rekstri eins og siöustu árin“. Margir tengja saman gott gengi Volvo og veru þína í æðstu stöðu fyrirtækisins. Getur þú lýst fyrir okkur á hvern hátt þú stjórnar Volvo? „Ég hef lagt mig mjög fram frá þvi ég kom til starfa hjá Volvo aö ná fram sem bestri stjórnunar- uppbyggingu fyrirtækisins. I fyrsta lagi er ég mikill andstæð- ingur miöstýringar og því liggur þaö Ijóst fyrir aö ég tek ekki allar ákvaröanir upp á einsdæmi," sagöi Gyllenhammar og brosti breytt. „Fyrirtæki getur aldrei veriö betra en starfsmenn þess. Því byggist góð afkoma Volvo aö sjálfsögöu á góöum starfsmönn- um i öllum stöðum. Þaö á i raun viö frá A-Z. Uppbyggingin er i grófum dráttum þannig aö hver einstakra fyrirtækja samsteyp- unnar er meö sina eigin stjórn sem hefur meö daglegan rekstur aö gera og leggur fram tillögur og tekur ákvaröanir um fram- kvæmdir. Síöan er heildaryfir- stjórn fyrirtækisins, en hún skipt- ist gróft sagt i sex sviö og eru framkvæmdastjórar fyrir hverju sviðanna. Þeir eru mínir nánustu samstarfsmenn. Eins og ég gat um i upphafi hefur okkur tekist aö halda starfsmönnum yfirstjórnar fyrirtækisins i lágmarki, en þeim hefur ekkert fjölgaö síðan 1972, eru um 100 talsins. Salan hefur hins vegar tuttugufaldast. Al- mennt séö er mér ekkert um þaö gefiö aö fjalla á heimsspekilegan hátt um stjórnun fyrirtækja. „Aukning varð á sölu allra greina nema í orkusölu".

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.