Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1985, Page 59

Frjáls verslun - 01.02.1985, Page 59
BREYTINGAR Nauðsynlegt að breyta til að fylgjast með tækninni — segir Ottd A. Michelsen stjórnarformaður og aðaleigandi Skrifstofuvéla hf. Texti: Þorgrímur Þráinsson. „Við breytum ekki breyting- anna vegna, heldur vegna þess að það er ekki neinn liöur í okkar tilveru sem breytist eins hratt og tölvurnar. Því þarf á hverjum tima að meta stöðuna og vera reiðubúinn aö taka á þeim breyt- ingum sem tölvurnar taka.“ Þessu svaraði Ottó A. Michelsen stjórnarformaður og aðaleig- andi skrifstofuvéla hf. þegar Frjáls verslun spurði hann um þær breytingar sem ákveðnar hafa verið á rekstri fyrirtækis- ins. Á næsta ári eru fjörutíu ár liöin frá stofnun Skrifstofuvéla h/f. Þykir það nokkuö hár aldur á slíku fyrirtæki. Ottó A. Mich- elsen stofnaöi Skrifstofuvélar hf. í maí 1946, þá nýkominn heim frá 6 ára námi í skriftvéla- virkjun. Það var þá óþekkt iðn á íslandi. Ottó byrjaði einsamall en fyrirtækið óx ört og er fjöldi starfsmanna i dag yfir fimmtíu. Skrifstofuvélar hf. reka eina verslun en auk þess eru um- boðsmenn víða á landinu. Nýr forstjóri hefur verið ráðinn hjá fyrirtækinu, ný stjórn skipuð og auk þess er von á nýrri ritvél frá IBM sem mun vera bylting í þeim efnum. Fyrst spurðum við Ottó nánar um rekstur fyrirtækis- ins. „Í upphafi var eingöngu um við- gerðir á skrifstofuvélum að ræða. Á þvi var ekki hægt að lifa og fór- um við þvi út i innflutning og sölu. Fyrirtækið óx nokkuð hratt og ekki sist er fyrirrennarar tölvunn- ar komu. Setti ég upp fyrstu slika vélarsamstæðuna i Hagstofu is- lands 1950. í kringum 1952 flutti ég inn fleiri slíkar vélar og hafði msjón með þeim. Enginn annar Islendingur var menntaður i þessu nema ég og var svo i nokk- urt árabil. Skrifstofuvélar hafa 59

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.