Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1985, Side 65

Frjáls verslun - 01.02.1985, Side 65
liti, auk þess sem hann sér um áætlanagerð fyrir fyrirtækið. Hilmar Sigurðsson er 37 ára gamall. Hann hóf störf hjá Sjóvá hinn 1. febrúar síðastliðinn, en hefur áður starfað hjá Útflutn- ingsmiðstöð iðnaðarins, Arnar- flugi og Alþýðubankanum. Eigin- kona hans er Hallgunnur Skapta- son. Þjónustusvið Forstöðumaður þjónustusviðs er Hannes Þ. Sigurðsson. Þjón- ustusviði er ætlað það hlutverk meðal annars að veita viðskipta- vinum Sjóvá ráðgjafarþjónustu um hina margvislegu þætti vátryggingamála. Sérstakir þjón- ustufulltrúar hafa þetta starf með höndum og auk þess að veita viðskiptavinum ráðgjöf á skrif- stofu félagsins, heimsækja þeir viðskiptamenn, og svo dæmi sé tekið, kanna hvort vátrygginga- fjárhæðir séu i samræmi viö hin vátryggðu verðmæti hverju sinni og hvort endurskoðunar sé þörf á viðskiptunum vegna breyttra vátryggingamöguleika. Þá hefur hin almenna afgreiðsla félagsins veriö endurskipulögö frá grunni. Hannes Þ. Sigurðsson, forstöðu- maður þjónustusviðs, er 55 ára gamall. Hann lauk Verslunar- skólaprófi og hefur starfað hjá Sjóvá siðan 1950. Eiginkona hans er Margrét Erlingsdóttir. Tjónasvið Forstöðumaður tjónasviðs er Ólafur Bergsson. Á tjónasviði fer fram uppgjör vegna tjóna, gerð tjónaskýrslna, skoöun tjóna og tjónamat. Með hinni nýju skiptan mála hjá fyrirtækinu, þar með tal- inni tilfærslu starfsmanna, er af- greiöslu flýtt til hagsþóta fyrir viðskiptavini. Ólafur Bergsson, forstöðumaður tjónasviðs, er 58 ára. Hann lauk verslunarskóla- prófi og hefur verið starfsmaður Sjóvá siðan 1945. Eiginkona Ólafs er Þóra Stefánsdóttir. Markaðs- og stjórnunarsvið Markaðs- og stjórnunarsvið Sjóvá heyrir undir Sigurjón Pét- ursson, aðstoðarframkvæmda- stjóra. Meginhlutverk þess sviðs er, auk stjórnunarþátta svo sem starfsmannahalds, bókhalds og tölvuvinnslu, að þróa vátrygg- ingaþætti félagsins að breyttum aðstæðum i þjóðfélaginu; nýjum atvinnuháttum og nýjum atvinnu- greinum. Markmiðið með stofnun þessa sviðs er að geta boðið nýj- ar og bættar vátryggingar. Ýmsar nýjungar eru á döfinni hjá Sjóvá og verða þær kynntar almenningi áðuren langt um liður. Eista almenna vátryggingafélagið Sjóvá var stofnað árið 1918 og er elsta almenna vátryggingafé- lagið hér á landi og er nú meðal stærslu vátryggingafélaga sem bjóða almenna vátryggingaþjón- ustu. Starfsmenn félagsins eru 45 og umboðsmenn þess úti á landi eru einnig 45 talsins. Það er engin tilviljun ... að þekktustu bílaframleiðendur Evrópu (Benz-Volvo-SAAB) nota Standox bílalakk. STANDOX ___BjLALAKK_ Eigum fyrirliggjandi þessi frábæru efni til lakkblöndunar í olíu og olíuacryl, á flesta japanska og evrópska bíla, einnig 2ja þátta (basis) lökk. GRUNNUR• ÁLGRUNNUR•SPARTL SPRAUTUSPARTL • SILICONEYÐIR ÞYNNIR HERÐIR GRINDARLAKK f. vörubifreiðar o.fl. "ttBÚÐ/Ni Síðumúla 17-Sími 37140 Pósthólf 5274-125 Reykjavík Sendum gegn póstkröfu .

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.