Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1985, Page 66

Frjáls verslun - 01.02.1985, Page 66
MARKAÐSMAL Skipulagsbreyting hjá Sölustofnun lagmetis: Flvtia sölumennirir lÚt á markaðina siálfa M ■ IIWII Ull III Wllillli — rætt við Kristin Blöndal markaösstjöra Texti: Jóhanna Birgisdóttir. Um 13 ár eru nú liðin síðan Sölustofnun lagmetis (S.L.) tók til starfa. Lagmetisiönaöurinn var þá þegar orðinn rótgróin framleiöslugrein hér á landi og höföu eigendur verksmiöjanna sjálfir frumkvæöi aö stofnun fyr- irtækis, er skyldi annast sölu og markaösmál og gæta sameigin- legra hagsmuna. S.L. var í upphafi rekin meö hlutdeild ríkisins, en frá árinu 1981 hefur fyrirtækiö veriö rek- iö að fullu sem sjálfseignar- stofnun fyrirtækja í lagmetisiön- aði. Miklar breytinga hafa átt sér staö á þeim tima, sem liðinn er frá stofnun fyrirtækisins. Á þaö jafnt viö um framleiöslu verk- smiöjanna sjálfra og þær að- ferðir og áherslur, sem notaðar eru viö sölu og dreifingu var- anna. Við ræddum við Kristin Blöndal, markaösstjóra Sölu- stofnunar lagmetis, um stöðuna ídag og framtíöina. 26% verðmætaaukning Áriö 1984 var lagmetisiðnaði nokkuð hagstætt. Útflutningur var um 3000 nettó tonn, eða um 9% magnaukning frá fyrra ári og verðmætisaukning um 26%. Aðalútflutningstegundir voru sem fyrr rækja, gaffalbitar, reykt síld- arflök (kippers) og grásleppu- hrongakaviar er skiptast á eftir- farandi hátt milli hinna ýmsu markaða: Efnahagsbandalags- lönd 58%, A-Evrópa 23,7%, Bandarikin 16% og aðrir markað- ir 2,3%. Litlar breytingar urðu á milli markaðssvæða á árinu og gerum við ráð fyrir að hlutfölin haldist nokkuö svipuð næstu árin. Breytt stef na og skipulagsbreytingar S.L. tók á síðasta ári upp nokk- uð breytta stefnu i sölu- og dreif- ingarmálum i framhaldi af þróun- inni undanfarin ár, er felst einkum i skipulagsbreytingum ýmiss konar og stuðla að markvissari sölu- og framleiðslustarfsemi. Fyrsta skrefið í þessa átt var tekið með stofnun sjálfstæðrar söluskrifstofu i Bandarikunum. Fyrsta skrefið að opnun hlið- stæðrar skrifstofu í Flamborg verður stigið i mai á þessu ári, enda tímabært, þar eð meira en helmingur af útflutningi okkar fer til Þýskalands og Frakklands. Markmiöiö er að auka tengsl okkar við markaðinn sjálfan, 66

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.