Frjáls verslun - 01.02.1985, Page 67
íslenskt lagmeti er víða orðið mjög viöurkennd vara og nýjungar virðast mælast vel fyrir. Hér sést Kristinn taka
við verðlaunum fyrir hönd O.R.A. frá spænsku fagtímariti. Verðlaunin þykja mikil viðurkenning og hafa áður fallið
í hlut þekktra framleiðenda eins og t.d. Campells. Viðurkenninguna fékk O.R.A. fyrir humar- og krabbasúpur sem
nýlega eru komnar á markaðinn.
„vinna hann innanfrá" eins og
sagt er. Forsenda fyrir markvissu
framleiðslu- og sölustarfi er að
þekkja neytandann, hætti hans
og venjur og siðan að skilgreina
þá dreifileið, er skilar bestum
árangri. Að þessum þáttum
þekktum getum við fyrst aðlagað
okkur markaðnum, hvort heldur
er með aukinni vöruþróun eða
beinu sölustarfi, eða hvorttveggja
í senn.
Við höfum að bjóða vöru fyrir
hina smæstu og jafnframt erfið-
ustu einingu markaðarins, við
eigum i harðri samkeppni við
Dani, Vestur-Þjóðverja og Svia. ’l
dag standa þeir okkur langtum
framar i allri markaðsstarfsemi,
en við eigum að hagnýta okkur
slikt til lærdóms og uppbygging-
ar, þvi ekki skortir okkur hráefnið.
Þaö hefur viljað sitja i hugum
margra, að það að markaðssetja
vöru sé bara að finna dreifiaðila,
gjarnan þann fyrsta er á fjörur
rekur, og þá sé þetta klárt, gám-
urinn farinn, dollarar i bankann,
sólin skin. En gjarnan fylgir skini
skúrir, dreifiaðilinn hverfurog eftir
situr framleiðandinn með sárt
ennið, þekkir ekki markaðinn, veit
ekki hverjir voru hans viðskipta-
vinir og jafnvel á hvern hátt
vörunnarvarneytt.
Til að draga úr likum á slíkum
tröppugangi og skapa forsendur
fyrir markvissri uppbyggingu i
vöruþróun og hagkvæmni
verksmiðja, verðum við að hafa
fulla stjórn á öllum ferli vörunnar,
allt frá framleiðanda til neytanda,
og skapa traust tengsl þar á milli.
— Þetta er megintilgangurinn
með staðsetningu okkar í Amer-
iku og Evrópu.
í Frakklandi einu hafa 20%
dönsk útflutningsfyrirtæki eigin
sölu- og umboðsskrifstofu, hvers
vegna?
Hvaö snertir skrifstofu okkar
hér heima, þá höfum við á sl. ári
dregið verulega úr öllu skrifstofu-
haldi, en þess i stað lagt stór-
aukna áherslu á markaðshlið fyr-
irtækisins og þá ekki hvað sist
stórauknar markaðsrannsóknir.
Allt er þetta fjárfesting til langs
tima, en þróunin er góð og
ánægjuleg.
í Bandarikjunum er nú nýhafið
markaðsátak af okkar hálfu. Til
aðstoðar höfum við fengið viður-
kennt fjölmiðlafyrirtæki og var
fyrsta skrefið stigið nú i janúar
með kynningum á vörum okkar
með skrifum i ýmis fagblöö. Ætl-
unin er að ná til innkaupastjóra
hinna ýmsu tegunda verslana.
Þessu verður síðan fylgt eftir með
kynningum fyrir blaðamönnum,
neytenda fjölmiðla og lokaþáttur-
inn siðan vörukynningar i versl-
unum sjálfum.
Við höfum reynt svipað i Bret-
landi, bæöi á eigin spýtur og i
samráði við aðra útflutningsaðila
hér heima. islandskynningin, sem
fram fór nú fyrr í vetur, vakti
verðskuldaöa athygli og var mikil-
vægur hlekkur i keðjunni. Okkur
er Ijóst, aö þvi aðeins skilar slík
starfsemi tilætluöum árangri, aö
67